Gömlu stjórnmálin fá rautt ljós Haukur Arnþórsson skrifar 19. júní 2015 12:30 Stjórnmálamenn standa sem lamaðir gagnvart síendurteknum niðurstöðum skoðanakannana sem sýna að Píratar njóta stuðnings um þriðjungs landsmanna og yfir helmings ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnin er rúin trausti og hefur nánast ekki stuðning annarra en kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en yfir 75% þeirra sem kusu Framsókn síðast styðja hana ekki. Stuðningur við stjórnarandstöðuna skreppur jafnvel saman. Er til nýr og gamall hugmyndaheimur? Í rauninni kunnum við að lifa í tvöföldum veruleika og er það kenning þessara orða. Annars vegar veruleika gömlu stjórnmálanna, kenndum við fjórflokkinn, þar sem andstæðurnar eru vinstri-hægri og er borist á banaspjótum á þeim forsendum, t.d. á Alþingi. Hins vegar lifir og hrærist ungt fólk á félagsmiðlum og andstæðurnar í þjóðfélaginu þar eru gömlu stjórnmálin-nýi heimurinn. Þar er baráttan milli gömlu leiðanna og nýrra gilda. Hefðbundnir fréttamiðlar standa margir í fortíðinni (ekki allir) og umræður á félagsmiðlum eru ekki sýnilegar í þeim. Þykja jafnvel óviðeigandi. Þar eru Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Þorvaldur Gylfason, rétt eins og tíminn standi í stað. Fréttastofa RUV er blóðug upp að öxlum í gömlu átökunum og vinstri haukarnir á Speglinum spyrja ekki einu sinni hvað unga fólkið vill í pólitík og reka þeir þó fréttaskýringaþátt. Nýir leiðtogar, ný samfélagssýn Á netinu hafa á síðustu 5-8 árum komið fram nýir leiðtogar. Margir þeirra eiga allt að 5.000 vini og ná því til meiri hluta þjóðarinnar. Þeir geta sennilega haft meiri skoðanamyndandi áhrif en flestir starfandi stjórnmálamenn og fjölmiðlar. Hins vegar koma margir að því að mynda sameiginlegan skilning á félagsmiðlum, þar leiðir enginn einn, ungt og miðaldra fólk leiðir umræðu hvert á sínu sviði. Þessir leiðtogar hafa ekki enn verið kallaðir til ábyrgðar í samfélaginu og þeir hafa sennilega ekki áhuga á gömlu stjórnmálunum og gömlu stjórnmálaflokkunum. Í nýja heiminum ríkir samstaða og sameiginlegur skilningur um margt, en ekki allt. Þessi sameiginlegi skilningur er hliðhollur samfélagslegum lausnum og samfélagslegum rekstri. Ný samfélagsleg gildi Þau samfélagsgildi sem mest ber á taka til uppbyggingar stóru mála samfélagsins, en uppbygging auðlindasamfélags er í fullum gangi. Unga fólkið vill jafna skiptingu arðs af auðlindum og það vill líka aðra uppbyggingu atvinnuvega, einkum fjárfestingar í mannauðnum, sem hafa orðið undir hér á landi vegna ruðningsáhrifa rafmagnsframleiðslu og stóriðju. Unga fólkið veit að Ísland hefur einhverjar mestu þjóðartekjur á mann í heiminum en kaupmáttur hér á landi er helmingur af því sem hann er í nágrannaríkjunum og húsnæðis- og námskostnaður 2-10 sinnum meiri. Stjórnmálamenn sem víkja sér undan því að dreifa auðnum réttlátar, jafna kjörin og lækka húsnæðis- og námskostnað þurfa ekki að búast við stuðningi í nýja heiminum. Þá eru ónefnd þau gildi sem mest ber á sem er að mannleg framkoma og samfélagsleg nærfærni verði einnkenni stjórnmála. Það tekur ekki bara til lagasetningar gagnvart lágt launuðum kvennastéttum í verkfalli, heldur einnig til þess að stjórnmálin hlusti á skoðanakannanir og bregðist við þeim, verði við kvikum vilja almennings. Nýi heimurinn vill ný og samfélagslega miðaðri gildi á mörgum fleiri sviðum og má til dæmis nefna gegn spillingu og hagsmunapoti. Það kostar stjórnmálamenn ekkert að verða við því og því undarlegra er það að dæma þurfi stjórnarráðsmenn til þess að ráðherra segi af sér. Lokaorð Fjórflokkurinn á sér sennilega ekki viðreisnar von meðan hann starfar í gamla heiminum. Nema leiðtogar nýja heimsins misstígi sig alvarlega. Og spyrja má hvað þeir ætli að gera. Netið er vel fallið til að stofna til byltinga, en það hefur ekki skipulag og stofnanir. Því þaft unga fólkið að koma sér upp stjórnmálahreyfingum með sanngjörnu skipulagi og valddreifingu og byggja upp eigin stjórnmálastofnanir. Það þarf að leggja áherslu á hugmyndafræði, gildi og framtíðarsýn í stað útfærslna, en hið fyrrnefnda sameinar meðan margir smáflokkar hafa sannað að hið síðarnefnda gerir það ekki. Þá stendur nýi heimurinn frammi fyrir mörgum fleiri grundvallarspurningum svo sem hvort hann ætli að efla norræna stjórnkerfið okkar og byggja upp faglega stjórnsýslu, það er að segja breyta framkvæmd innan þess kerfis eða hvort hann ætli að veikja það eða fella og taka upp beint lýðræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Arnþórsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamenn standa sem lamaðir gagnvart síendurteknum niðurstöðum skoðanakannana sem sýna að Píratar njóta stuðnings um þriðjungs landsmanna og yfir helmings ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Ríkisstjórnin er rúin trausti og hefur nánast ekki stuðning annarra en kjósenda Sjálfstæðisflokksins, en yfir 75% þeirra sem kusu Framsókn síðast styðja hana ekki. Stuðningur við stjórnarandstöðuna skreppur jafnvel saman. Er til nýr og gamall hugmyndaheimur? Í rauninni kunnum við að lifa í tvöföldum veruleika og er það kenning þessara orða. Annars vegar veruleika gömlu stjórnmálanna, kenndum við fjórflokkinn, þar sem andstæðurnar eru vinstri-hægri og er borist á banaspjótum á þeim forsendum, t.d. á Alþingi. Hins vegar lifir og hrærist ungt fólk á félagsmiðlum og andstæðurnar í þjóðfélaginu þar eru gömlu stjórnmálin-nýi heimurinn. Þar er baráttan milli gömlu leiðanna og nýrra gilda. Hefðbundnir fréttamiðlar standa margir í fortíðinni (ekki allir) og umræður á félagsmiðlum eru ekki sýnilegar í þeim. Þykja jafnvel óviðeigandi. Þar eru Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Þorvaldur Gylfason, rétt eins og tíminn standi í stað. Fréttastofa RUV er blóðug upp að öxlum í gömlu átökunum og vinstri haukarnir á Speglinum spyrja ekki einu sinni hvað unga fólkið vill í pólitík og reka þeir þó fréttaskýringaþátt. Nýir leiðtogar, ný samfélagssýn Á netinu hafa á síðustu 5-8 árum komið fram nýir leiðtogar. Margir þeirra eiga allt að 5.000 vini og ná því til meiri hluta þjóðarinnar. Þeir geta sennilega haft meiri skoðanamyndandi áhrif en flestir starfandi stjórnmálamenn og fjölmiðlar. Hins vegar koma margir að því að mynda sameiginlegan skilning á félagsmiðlum, þar leiðir enginn einn, ungt og miðaldra fólk leiðir umræðu hvert á sínu sviði. Þessir leiðtogar hafa ekki enn verið kallaðir til ábyrgðar í samfélaginu og þeir hafa sennilega ekki áhuga á gömlu stjórnmálunum og gömlu stjórnmálaflokkunum. Í nýja heiminum ríkir samstaða og sameiginlegur skilningur um margt, en ekki allt. Þessi sameiginlegi skilningur er hliðhollur samfélagslegum lausnum og samfélagslegum rekstri. Ný samfélagsleg gildi Þau samfélagsgildi sem mest ber á taka til uppbyggingar stóru mála samfélagsins, en uppbygging auðlindasamfélags er í fullum gangi. Unga fólkið vill jafna skiptingu arðs af auðlindum og það vill líka aðra uppbyggingu atvinnuvega, einkum fjárfestingar í mannauðnum, sem hafa orðið undir hér á landi vegna ruðningsáhrifa rafmagnsframleiðslu og stóriðju. Unga fólkið veit að Ísland hefur einhverjar mestu þjóðartekjur á mann í heiminum en kaupmáttur hér á landi er helmingur af því sem hann er í nágrannaríkjunum og húsnæðis- og námskostnaður 2-10 sinnum meiri. Stjórnmálamenn sem víkja sér undan því að dreifa auðnum réttlátar, jafna kjörin og lækka húsnæðis- og námskostnað þurfa ekki að búast við stuðningi í nýja heiminum. Þá eru ónefnd þau gildi sem mest ber á sem er að mannleg framkoma og samfélagsleg nærfærni verði einnkenni stjórnmála. Það tekur ekki bara til lagasetningar gagnvart lágt launuðum kvennastéttum í verkfalli, heldur einnig til þess að stjórnmálin hlusti á skoðanakannanir og bregðist við þeim, verði við kvikum vilja almennings. Nýi heimurinn vill ný og samfélagslega miðaðri gildi á mörgum fleiri sviðum og má til dæmis nefna gegn spillingu og hagsmunapoti. Það kostar stjórnmálamenn ekkert að verða við því og því undarlegra er það að dæma þurfi stjórnarráðsmenn til þess að ráðherra segi af sér. Lokaorð Fjórflokkurinn á sér sennilega ekki viðreisnar von meðan hann starfar í gamla heiminum. Nema leiðtogar nýja heimsins misstígi sig alvarlega. Og spyrja má hvað þeir ætli að gera. Netið er vel fallið til að stofna til byltinga, en það hefur ekki skipulag og stofnanir. Því þaft unga fólkið að koma sér upp stjórnmálahreyfingum með sanngjörnu skipulagi og valddreifingu og byggja upp eigin stjórnmálastofnanir. Það þarf að leggja áherslu á hugmyndafræði, gildi og framtíðarsýn í stað útfærslna, en hið fyrrnefnda sameinar meðan margir smáflokkar hafa sannað að hið síðarnefnda gerir það ekki. Þá stendur nýi heimurinn frammi fyrir mörgum fleiri grundvallarspurningum svo sem hvort hann ætli að efla norræna stjórnkerfið okkar og byggja upp faglega stjórnsýslu, það er að segja breyta framkvæmd innan þess kerfis eða hvort hann ætli að veikja það eða fella og taka upp beint lýðræði.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun