Segja lögin ekki leysa vandann Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2015 11:17 Árni Páll Árnason er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/VIlhelm „Lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga leysa ekki vandann sem stjórnvöld standi frammi fyrir. Ef byggja á upp góða opinbera þjónustu og heilbrigðiskerfi sem stenst alþjóðlegan samanburð þarf að ná samningum við opinbera starfsmenn. Til þess þarf að meta menntun til launa og brúa kynbundinn launamun.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Samfylkingarinnar. Þar segir að gerðardómi sé sett allt of ströng skilyrði. Því megi ætla að niðurstaðan verði ekki réttlát né skapi vinnufrið. Því hafi stjórnarandstaðan lagt fram breytingartillögur um að rýmka skilyrðin, svo gerðardómur gæti tekið mið af öðrum opinberum kjarasamningum. Þar er átt við samninga lækna og framhaldsskólakennara. Þar að auki var lagt til að gildistími kjarasamnings gerðardóms yrði að hámarki til eins árs. Allar tillögurnar voru felldar. Þá vekur þingflokkurinn athygli á því að í minnisblaði landlæknis til ríkisstjórnarinnar hafi verið lögð áhersla á að yrði kjaradeilum við heilbrigðisstéttir lokið án samninga, þá yrði ekkert gert án „afdráttarlausra yfirlýsinga“ um áframhaldandi viðræður svo hægt væri að skapa vinnufrið. „Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar speglast í því að við lok umræðna um bann á verkföllum í gær höfðu engar slíkar yfirlýsingar verið gefnar af hálfu heilbrigðisráðherra. Þingflokkurinn skorar á hann að gefa slíkar yfirlýsingar hið fyrsta.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ítrekað hafa sett samskipti við aðila vinnumarkaðaarins í uppnám. „Þingflokkur Samfylkingarinnar harmar að tómlætið sem hún hefur sýnt í 10 vikna viðræðum við 17 stéttarfélög hefur bitnað harkalega á almenningi og opinberri þjónustu.“ Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga leysa ekki vandann sem stjórnvöld standi frammi fyrir. Ef byggja á upp góða opinbera þjónustu og heilbrigðiskerfi sem stenst alþjóðlegan samanburð þarf að ná samningum við opinbera starfsmenn. Til þess þarf að meta menntun til launa og brúa kynbundinn launamun.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Samfylkingarinnar. Þar segir að gerðardómi sé sett allt of ströng skilyrði. Því megi ætla að niðurstaðan verði ekki réttlát né skapi vinnufrið. Því hafi stjórnarandstaðan lagt fram breytingartillögur um að rýmka skilyrðin, svo gerðardómur gæti tekið mið af öðrum opinberum kjarasamningum. Þar er átt við samninga lækna og framhaldsskólakennara. Þar að auki var lagt til að gildistími kjarasamnings gerðardóms yrði að hámarki til eins árs. Allar tillögurnar voru felldar. Þá vekur þingflokkurinn athygli á því að í minnisblaði landlæknis til ríkisstjórnarinnar hafi verið lögð áhersla á að yrði kjaradeilum við heilbrigðisstéttir lokið án samninga, þá yrði ekkert gert án „afdráttarlausra yfirlýsinga“ um áframhaldandi viðræður svo hægt væri að skapa vinnufrið. „Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar speglast í því að við lok umræðna um bann á verkföllum í gær höfðu engar slíkar yfirlýsingar verið gefnar af hálfu heilbrigðisráðherra. Þingflokkurinn skorar á hann að gefa slíkar yfirlýsingar hið fyrsta.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ítrekað hafa sett samskipti við aðila vinnumarkaðaarins í uppnám. „Þingflokkur Samfylkingarinnar harmar að tómlætið sem hún hefur sýnt í 10 vikna viðræðum við 17 stéttarfélög hefur bitnað harkalega á almenningi og opinberri þjónustu.“
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira