"Vissum ekki að landbúnaðarráðherra færi með kjaramál“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júní 2015 15:53 Þingmenn stjórnarandstöðunnar kalla Sigurð Inga Jóhannsson kjaramálaráðherra þessa stundina vísir/vilhelm Umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er hafin í þinginu. Samþykkt hefur verið að koma á kvöldfundi. „Við höfum lengi kallað eftir því að fram færi samtal og umræða um þessi mál en við höfum greinilega talað við vitlausa menn. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, færi með kjaramál. Því spyr ég nú, hví varð landbúnaðarráðherra ekki við kröfum okkar um að taka kjaramál til umræðu?“ spurði Guðmundur Steingrímsson í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson hafði lokið framsögu sinni. Ráðherrann sagði að það væri ekki við hæfi að tala um þessi mál af léttúð. Þeir þingmenn sem tekið hafa til máls í kjölfarið hafa ítrekað talað um Sigurð Inga sem kjaramálaráðherra.Gera athugasemdir við gerðardóminn Gerðar hafa verið athugasemdir, meðal annars af Steingrími J. Sigfússyni og Kristjáni L. Möller, við þau skilyrði sem gerðardómi eru sett og hvernig hann skal skipaður. Í frumvarpinu er tekið fram að Hæstiréttur skuli skipa þrjá nefndarmenn sem muni sitja í dómnum. „Þetta er enginn gerðardómur sem inniheldur aðila deilunnar og einn oddamann. Þetta er nefnd skipuð af Hæstarétti,“ sagði Steingrímur J. Einnig hefur verið sett út á það fyrirkomulag að komi til starfa gerðardóms eigi hann að hafa hliðsjón af kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið frá 1. maí þessa árs en slíkt útilokar að tillit verði tekið til samninga sem læknar undirrituðu. „Ég segi til dæmis fyrir mitt leyti nú þegar ég er loksins búinn að sjá þetta frumvarp, að í því samráði hefði til dæmis komið fram tillaga um að væntanlegum gerðardómi, ef hann þyrfti að taka til starfa, bæri þá að taka mið af þeim samningum sem ríkisstjórnin hefur gert. Nefni ég þá læknasamninga og kennarasamninga. Af hverju eru þeir ekki hér inni? Hér er nefnilega dagsetning sett inn í frumvarpið til þess að þeir samningar komi ekki til álita hjá gerðardómi,“ sagði Kristján L. Möller í umræðum um fundarstjórn forseta. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hlustaðu á ræðuna: Hróp og köll gerð að utanríkisráðherra Mikill hiti er á Alþingi sem stendur. Rætt hefur verið um fundarstjórn forseta í tæpa klukkustund. 12. júní 2015 14:16 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 „Það er orðin býsna kindarleg stjórnin á þjóðþingi Íslendinga.“ Helgi Hjörvar sagði Bjarna Benediktsson stjórna þingfundartímum á Alþingi. 12. júní 2015 14:25 Gestir á þingpöllum klöppuðu fyrir Jóni Þór Samþykkt var að taka frumvarp um verkföll á dagskrá þingsins en Píratar greiddu atkvæði gegn því. 12. júní 2015 15:15 Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
Umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er hafin í þinginu. Samþykkt hefur verið að koma á kvöldfundi. „Við höfum lengi kallað eftir því að fram færi samtal og umræða um þessi mál en við höfum greinilega talað við vitlausa menn. Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, færi með kjaramál. Því spyr ég nú, hví varð landbúnaðarráðherra ekki við kröfum okkar um að taka kjaramál til umræðu?“ spurði Guðmundur Steingrímsson í kjölfar þess að Sigurður Ingi Jóhannsson hafði lokið framsögu sinni. Ráðherrann sagði að það væri ekki við hæfi að tala um þessi mál af léttúð. Þeir þingmenn sem tekið hafa til máls í kjölfarið hafa ítrekað talað um Sigurð Inga sem kjaramálaráðherra.Gera athugasemdir við gerðardóminn Gerðar hafa verið athugasemdir, meðal annars af Steingrími J. Sigfússyni og Kristjáni L. Möller, við þau skilyrði sem gerðardómi eru sett og hvernig hann skal skipaður. Í frumvarpinu er tekið fram að Hæstiréttur skuli skipa þrjá nefndarmenn sem muni sitja í dómnum. „Þetta er enginn gerðardómur sem inniheldur aðila deilunnar og einn oddamann. Þetta er nefnd skipuð af Hæstarétti,“ sagði Steingrímur J. Einnig hefur verið sett út á það fyrirkomulag að komi til starfa gerðardóms eigi hann að hafa hliðsjón af kjarasamningum sem undirritaðir hafa verið frá 1. maí þessa árs en slíkt útilokar að tillit verði tekið til samninga sem læknar undirrituðu. „Ég segi til dæmis fyrir mitt leyti nú þegar ég er loksins búinn að sjá þetta frumvarp, að í því samráði hefði til dæmis komið fram tillaga um að væntanlegum gerðardómi, ef hann þyrfti að taka til starfa, bæri þá að taka mið af þeim samningum sem ríkisstjórnin hefur gert. Nefni ég þá læknasamninga og kennarasamninga. Af hverju eru þeir ekki hér inni? Hér er nefnilega dagsetning sett inn í frumvarpið til þess að þeir samningar komi ekki til álita hjá gerðardómi,“ sagði Kristján L. Möller í umræðum um fundarstjórn forseta.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hlustaðu á ræðuna: Hróp og köll gerð að utanríkisráðherra Mikill hiti er á Alþingi sem stendur. Rætt hefur verið um fundarstjórn forseta í tæpa klukkustund. 12. júní 2015 14:16 Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53 „Það er orðin býsna kindarleg stjórnin á þjóðþingi Íslendinga.“ Helgi Hjörvar sagði Bjarna Benediktsson stjórna þingfundartímum á Alþingi. 12. júní 2015 14:25 Gestir á þingpöllum klöppuðu fyrir Jóni Þór Samþykkt var að taka frumvarp um verkföll á dagskrá þingsins en Píratar greiddu atkvæði gegn því. 12. júní 2015 15:15 Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Sjá meira
Hlustaðu á ræðuna: Hróp og köll gerð að utanríkisráðherra Mikill hiti er á Alþingi sem stendur. Rætt hefur verið um fundarstjórn forseta í tæpa klukkustund. 12. júní 2015 14:16
Segja lög á verkfallið nauðsynleg til að gæta almannahagsmuna Frumvarpið komið á vef Alþingis. Áætlað er að þingfundur hefjist klukkan 13.30. 12. júní 2015 11:53
„Það er orðin býsna kindarleg stjórnin á þjóðþingi Íslendinga.“ Helgi Hjörvar sagði Bjarna Benediktsson stjórna þingfundartímum á Alþingi. 12. júní 2015 14:25
Gestir á þingpöllum klöppuðu fyrir Jóni Þór Samþykkt var að taka frumvarp um verkföll á dagskrá þingsins en Píratar greiddu atkvæði gegn því. 12. júní 2015 15:15
Alþingi í beinni: Þingfundur hefst klukkan 13.30 Lög á verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga eru á dagskránni. 12. júní 2015 13:15
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent