Fótbolti

Neville ráðinn aðstoðarþjálfari Valencia

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neville verður á Spáni á næstu leiktíð.
Neville verður á Spáni á næstu leiktíð. vísir/getty
Phil Neville, fyrrum varnarmaður enska landsliðsins og Manchester United, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Valencia á Spáni, en Valencia gaf út tilkynningu þess efnis í dag.

Neville, sem er 38 ára gamall, var þjálfari í þjálfarateymi David Moyes þegar hann var stjóri Manchester United, en hefur undanfarnar vikur og mánuði verið að vinna sem sérfræðingur í sjónvarpi.

Skotinn, Ian Cathro, var aðstoðarþjálfari Valencia á síðustu leiktíð, en hann yfirgaf spænska félagið fyrir Newcastle. Þar verður hann í þjálfarateymi Steve McClaren sem er nýtekinn við skútunni hjá enska liðinu.

Stjóri Valencia, Nuno, hrósaði öflugri reynslu Neville auk þekkingu hans. Hann bætti við að Englendingurinn muni falla vel inn í plön félagsins.

Valencia lenti í fjórða sæti deildarinnar á síðustu leiktíð og mun því fara í forkeppni Meistaradeildar Evrópu fyrir næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×