Óljós staða í deilum Rafiðnaðarsambandsins og SA Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2015 21:56 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var staddur í árlegri útilegu sambandsins á Apavatni þegar Vísir náði tali af honum. vísir/GVA Samninganefndir Rafiðnaðarsambandsins og Samtaka atvinnulífsins funda seinni partinn á morgun í húsakynnum Ríkissáttasemjara með það fyrir augum að afstýra yfirvofandi verkfalli fyrrnefnda félagsins sem hefst aðfaranótt þriðjudags. Ljóst er að verkfallið myndi hafa mikil áhrif - ekki síst á störf Ríkisútvarpsins þar sem fjöldi félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins starfa. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að staðan í viðræðunum sé í raun mjög óljós eftir að SA sleit viðræðunum við sambandið í liðinni viku. „SA dró okkur svo aftur á borðinu þegar þau áttuðu sig á því að það þyrfti eitthvað að ræða við okkur. Við erum þó ekki komnir með í hendurnar hvernig þeir hugsa sér nákvæmlega að lenda þessum málum,“ segir Kristján en sambandið hefur í sinni baráttu lagt höfuðáherslu á að auka framleiðni, fækka yfirvinnutímum og hækka dagvinnulaun félagsmanna sinna. Kristján segir að samninganefndirnar hafi þó verið komnar nokkuð nálægt samkomulagi fyrir viðræðuslitin í síðustu viku. Búið hafi verið að vinna í öllum textum áður en SA sleit samningaumleitununum á atriðum sem Kristján segir að búið hafi verið að vinna með.„Þetta eru óneitanlega gríðarleg vonbrigði að SA hafi slitið viðræðum á þessum tímapunkti. Samtökin vildu ekki fallast á sérkröfur okkar og ákváðu að slíta viðræðum. Þetta er skrítin tímasetning því samningur var langt kominn og við höfum unnið hart að því að vinna texta í nýjum samningi,“ segir Kristján Þórður. Komi til verkfalls á miðnætti á mánudag segir Kristján ljóst að áhrif þess gætu orðið víðtæk. Mörgum er minnistæð umræðan um hver áhrif þess yrðu á starfsemi Ríkisútvarpsins og segir Kristján að þau yrðu þau sömu og varað var við á sínum tíma. Engar útsendingar yrðu á RÚV nema ef um „sjálfkeyrða dagskrárliði“ er að ræða. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður. Starfsmenn Rafiðnaðarsambandsins eru nú staddir í árlegri fjölskylduútilegu sambandsins við Apavatn og segir Kristján að yfirvofandi verkföll hafi sett svip sinn á útileguna þetta árið. Einhverrar gremju hafi verið vart meðal starfsmannanna - „en menn hafa þetta allt á málefnalegum nótum,“ segir Kristján. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Samningar voru nánast í höfn Samtök atvinnulífsins slíta viðræðum við VM og Rafiðnaðarsambandið 17. júní 2015 08:00 Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Rafiðnaðarsambandið segir stjórnendur RÚV fara með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu sambandsins og RÚV. 7. apríl 2015 20:09 Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09 „SA hafa ekki hlustað á kröfugerð okkar“ Lítið þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmanna um nýjan kjarasamning. 2. júní 2015 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Samninganefndir Rafiðnaðarsambandsins og Samtaka atvinnulífsins funda seinni partinn á morgun í húsakynnum Ríkissáttasemjara með það fyrir augum að afstýra yfirvofandi verkfalli fyrrnefnda félagsins sem hefst aðfaranótt þriðjudags. Ljóst er að verkfallið myndi hafa mikil áhrif - ekki síst á störf Ríkisútvarpsins þar sem fjöldi félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins starfa. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að staðan í viðræðunum sé í raun mjög óljós eftir að SA sleit viðræðunum við sambandið í liðinni viku. „SA dró okkur svo aftur á borðinu þegar þau áttuðu sig á því að það þyrfti eitthvað að ræða við okkur. Við erum þó ekki komnir með í hendurnar hvernig þeir hugsa sér nákvæmlega að lenda þessum málum,“ segir Kristján en sambandið hefur í sinni baráttu lagt höfuðáherslu á að auka framleiðni, fækka yfirvinnutímum og hækka dagvinnulaun félagsmanna sinna. Kristján segir að samninganefndirnar hafi þó verið komnar nokkuð nálægt samkomulagi fyrir viðræðuslitin í síðustu viku. Búið hafi verið að vinna í öllum textum áður en SA sleit samningaumleitununum á atriðum sem Kristján segir að búið hafi verið að vinna með.„Þetta eru óneitanlega gríðarleg vonbrigði að SA hafi slitið viðræðum á þessum tímapunkti. Samtökin vildu ekki fallast á sérkröfur okkar og ákváðu að slíta viðræðum. Þetta er skrítin tímasetning því samningur var langt kominn og við höfum unnið hart að því að vinna texta í nýjum samningi,“ segir Kristján Þórður. Komi til verkfalls á miðnætti á mánudag segir Kristján ljóst að áhrif þess gætu orðið víðtæk. Mörgum er minnistæð umræðan um hver áhrif þess yrðu á starfsemi Ríkisútvarpsins og segir Kristján að þau yrðu þau sömu og varað var við á sínum tíma. Engar útsendingar yrðu á RÚV nema ef um „sjálfkeyrða dagskrárliði“ er að ræða. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður. Starfsmenn Rafiðnaðarsambandsins eru nú staddir í árlegri fjölskylduútilegu sambandsins við Apavatn og segir Kristján að yfirvofandi verkföll hafi sett svip sinn á útileguna þetta árið. Einhverrar gremju hafi verið vart meðal starfsmannanna - „en menn hafa þetta allt á málefnalegum nótum,“ segir Kristján.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Samningar voru nánast í höfn Samtök atvinnulífsins slíta viðræðum við VM og Rafiðnaðarsambandið 17. júní 2015 08:00 Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Rafiðnaðarsambandið segir stjórnendur RÚV fara með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu sambandsins og RÚV. 7. apríl 2015 20:09 Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09 „SA hafa ekki hlustað á kröfugerð okkar“ Lítið þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmanna um nýjan kjarasamning. 2. júní 2015 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Samningar voru nánast í höfn Samtök atvinnulífsins slíta viðræðum við VM og Rafiðnaðarsambandið 17. júní 2015 08:00
Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Rafiðnaðarsambandið segir stjórnendur RÚV fara með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu sambandsins og RÚV. 7. apríl 2015 20:09
Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09
„SA hafa ekki hlustað á kröfugerð okkar“ Lítið þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmanna um nýjan kjarasamning. 2. júní 2015 07:00