Serena vandræðalaust í úrslitin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júlí 2015 16:37 Serena Williams virðist líkleg til afreka á laugardaginn. Vísir/Getty Serena Williams tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hún mun mæta Spánverjanum Garbine Muguruza. Williams vann nokkuð auðveldan sigur á Mariu Sharapova í undanúrslitunum í dag, 6-2 og 6-4. Þetta var sautjándi sigur Williams á Sharapovu í röð yfir ellefu ára tímabil. Hún á nú möguleika á því að vinna sitt 21. stórmót á ferlinum en ef hún vinnur úrslitaleikinn á laugardag verður hún ríkjandi meistari á öllum fjórum risamótunum í tennis. Síðast gerðist það árið 2003, hvort sem er í karla- eða kvennaflokki, en þá var það einnig Serena sem afrekaði það. Aðeins Margaret Court (24) og Steffi Graf (22) hafa unnið fleiri risamótstitla í einliðaleik kvenna. Muguruza, sem er fædd í Venesúela, er í 20. sæti heimslistans og var að keppa í undanúrslitum á stórmóti í fyrsta sinn á ferlinum í dag. Hún hafði betur gegn Agnieszka Radwanska frá Póllandi, 6-2, 3-6 og 6-3. „Ég á engin orð til að útskýra þetta,“ sagði hin 21 árs Muguruza. „Ég hef stefnt að þessu allt mitt líf. Ég vissi að þetta yrði erfitt en ég var að spila vel og þurfti bara að halda andliti. En ég var stressuð í öðru settinu. Hún [Radwanska] býr yfir mikilli reynslu og ég þurfti að berjast fyrir sigrinum.“ Serena þykir sigurstranglegri í úrslitaleiknum á laugardag en Muguruza býr þó að því að hafa unnið Williams á Opna franska meistaramótinu í fyrra, strax í annarri umferð. Tennis Tengdar fréttir Nadal: Mínir bestu dagar á Wimbledon líklega taldir Spánverjinn tapaði gegn spilara fyrir utan topp 100 fjórða skiptið í röð á Wimbledon-mótinu í gær. 3. júlí 2015 15:45 Murray mætir Federer í undanúrslitum Hvorugur lenti í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. 8. júlí 2015 17:07 Wawrinka tapaði eftir maraþonviðureign Richard Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitunum gegn Novak Djokovic. 8. júlí 2015 19:27 Kóngurinn á Wimbledon minnir á sig með svakalegu stigi Sjáðu Roger Federer lyfta boltanum yfir mótherja sinn með skoti á milli fóta sér. 3. júlí 2015 12:30 Leikar æsast á Wimbledon Fjórðungsúrslit í einliðaleik karla fara fram í dag. Undanúrslitin hjá konunum hefjast á morgun og þá hefjast beinar útsendingar á Stöð 2 Sport. 8. júlí 2015 07:30 Serena vann systraslaginn og færist nær alslemmunni Hefur nú unnið 15 af 26 viðureignum sínum gegn Venus sem atvinnumaður. 6. júlí 2015 15:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Sjá meira
Serena Williams tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis þar sem hún mun mæta Spánverjanum Garbine Muguruza. Williams vann nokkuð auðveldan sigur á Mariu Sharapova í undanúrslitunum í dag, 6-2 og 6-4. Þetta var sautjándi sigur Williams á Sharapovu í röð yfir ellefu ára tímabil. Hún á nú möguleika á því að vinna sitt 21. stórmót á ferlinum en ef hún vinnur úrslitaleikinn á laugardag verður hún ríkjandi meistari á öllum fjórum risamótunum í tennis. Síðast gerðist það árið 2003, hvort sem er í karla- eða kvennaflokki, en þá var það einnig Serena sem afrekaði það. Aðeins Margaret Court (24) og Steffi Graf (22) hafa unnið fleiri risamótstitla í einliðaleik kvenna. Muguruza, sem er fædd í Venesúela, er í 20. sæti heimslistans og var að keppa í undanúrslitum á stórmóti í fyrsta sinn á ferlinum í dag. Hún hafði betur gegn Agnieszka Radwanska frá Póllandi, 6-2, 3-6 og 6-3. „Ég á engin orð til að útskýra þetta,“ sagði hin 21 árs Muguruza. „Ég hef stefnt að þessu allt mitt líf. Ég vissi að þetta yrði erfitt en ég var að spila vel og þurfti bara að halda andliti. En ég var stressuð í öðru settinu. Hún [Radwanska] býr yfir mikilli reynslu og ég þurfti að berjast fyrir sigrinum.“ Serena þykir sigurstranglegri í úrslitaleiknum á laugardag en Muguruza býr þó að því að hafa unnið Williams á Opna franska meistaramótinu í fyrra, strax í annarri umferð.
Tennis Tengdar fréttir Nadal: Mínir bestu dagar á Wimbledon líklega taldir Spánverjinn tapaði gegn spilara fyrir utan topp 100 fjórða skiptið í röð á Wimbledon-mótinu í gær. 3. júlí 2015 15:45 Murray mætir Federer í undanúrslitum Hvorugur lenti í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. 8. júlí 2015 17:07 Wawrinka tapaði eftir maraþonviðureign Richard Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitunum gegn Novak Djokovic. 8. júlí 2015 19:27 Kóngurinn á Wimbledon minnir á sig með svakalegu stigi Sjáðu Roger Federer lyfta boltanum yfir mótherja sinn með skoti á milli fóta sér. 3. júlí 2015 12:30 Leikar æsast á Wimbledon Fjórðungsúrslit í einliðaleik karla fara fram í dag. Undanúrslitin hjá konunum hefjast á morgun og þá hefjast beinar útsendingar á Stöð 2 Sport. 8. júlí 2015 07:30 Serena vann systraslaginn og færist nær alslemmunni Hefur nú unnið 15 af 26 viðureignum sínum gegn Venus sem atvinnumaður. 6. júlí 2015 15:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Sjá meira
Nadal: Mínir bestu dagar á Wimbledon líklega taldir Spánverjinn tapaði gegn spilara fyrir utan topp 100 fjórða skiptið í röð á Wimbledon-mótinu í gær. 3. júlí 2015 15:45
Murray mætir Federer í undanúrslitum Hvorugur lenti í teljandi vandræðum með andstæðinga sína í dag. 8. júlí 2015 17:07
Wawrinka tapaði eftir maraþonviðureign Richard Gasquet tryggði sér sæti í undanúrslitunum gegn Novak Djokovic. 8. júlí 2015 19:27
Kóngurinn á Wimbledon minnir á sig með svakalegu stigi Sjáðu Roger Federer lyfta boltanum yfir mótherja sinn með skoti á milli fóta sér. 3. júlí 2015 12:30
Leikar æsast á Wimbledon Fjórðungsúrslit í einliðaleik karla fara fram í dag. Undanúrslitin hjá konunum hefjast á morgun og þá hefjast beinar útsendingar á Stöð 2 Sport. 8. júlí 2015 07:30
Serena vann systraslaginn og færist nær alslemmunni Hefur nú unnið 15 af 26 viðureignum sínum gegn Venus sem atvinnumaður. 6. júlí 2015 15:15