Leynivopn Íslamska ríkisins Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2015 12:15 "Sigur eða dauði.“ Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér. Þeir kalla sig „Inghemasiyoun“ sem þýðir í raun „þeir sem sökkva sér djúpt í viðfangsefnið“. Þeir þykja ofstækismenn og eru mjög agaðir. Þeir berjast til hins síðasta og eru yfirleitt með sprengibelti sem þeir sprengja sjái þeir fram á ósigur. Í myndbandi sem ISIS birti í maí eftir að hryðjuverkasamtökin hertóku bæinn al-Sukhna í Sýrlandi, má sjá þar sem hópur „sérsveitarmanna“ ISIS kallar „Sigur eða dauði“. „Þeir valda óreiðu og svo gera þeir árás,“ segir talsmaður People´s Protection Units (YPG), sem eru samtök Kúrda og eru studd af Bandaríkjunum, við AP fréttaveituna. YPG hafa sigrað ISIS í nokkrum bardögum í Sýrlandi á síðustu misserum og rekið þá úr nokkrum þorpum og bæjum. Þrátt fyrir að ISIS séu þekktastir fyrir grimmilegar aftökur og hrottalega meðferð á föngum og þá sérstaklega konum, búa samtökin yfir skipulögðum herafla. Viðmælendur AP sem eru háttsettir meðlimir í íraska hernum, leyniþjónustu Írak og meðal Kúrda, segja vígamenn ISIS vera hugvitssama.„Sérsveitarmenn“ ISIS á skriðdreka.Þeir noti sandstorma til þess að fela flutninga vígamanna eða sem skjól til árása. Þá þekkist að þeir bindi leyniskyttur upp í pálmatrjám þar sem þeir geti séð yfir stórt svæði. Þar að auki geti þeir skipt á milli hefðbundins hernaðar og skæruhernaðar að vild. ISIS notar sjálfsmorðsárásir til að draga úr anda óvina sinna og til að brjóta sér leið í gegnum víglínur þeirra.Tilgangur með ódæðisverkum Ódæði ISIS eru einnig hluti af hernaði þeirra, þar sem tilgangurinn er að draga úr anda óvina og láta vígamenn þeirra líta út fyrir að vera óstöðvandi. Samtökin hafa margsinnis birt myndbönd þar sem handsamaðir óvinir þeirra eru myrtir á grimmilegan hátt.Sjá einnig: Birtu myndband af grimmilegum morðum ISIS og 25 manns sjást skotnir til bana í hringleikahúsi Palmyra. Prófessorinn Andreas Krieg varði tíma með vopnuðum sveitum Kúrda síðasta haust. Hann segir að yfirmönnum ISIS sé veitt töluvert svigrúm til að ná markmiðum sínum. Þeir fái markmið en megi nota hvaða aðferðir sem þeim detti í hug til að ná þeim. Það er öfugt miðað við herina í Írak og Sýrlandi. AP segir að þar séu menn hræddir við að taka ákvarðanir án þess að þær séu samþykktar af yfirmönnum.Vígamenn ISIS geta skipt á milli hefðbundins hernaðar og skæruhernaðar að vild.Vígamenn ISIS eru þar að auki vel þjálfaðir og vel búnir vopnum. Í skyndisókn ISIS í Írak í fyrra náðu samtökin gífurlegu magni vopna sem hermenn höfðu kastað frá sér eða yfirgefið er þeir flúðu. Hluti vopna samtakanna, eins og skriðdrekar og stórskotalið, er ekki notaður og virðist vera í geymslu fyrir orrustur framtíðarinnar.Sjá einnig: Ár frá falli Mosul Fjöldi vígamanna ISIS í Sýrlandi er talinn vera allt frá 30 til 60 þúsund samkvæmt íraska hernum. Fyrrverandi yfirmenn í her Saddam Hussein hjálpuðu til við skipulagningu herafla ISIS sem er samsettur mönnum víða úr heiminum. Íslamska ríkið hertók borgina Ramadi í Írak í maí. Þar voru „Inghemasiyoun“ að verki og var herinn niðurlægður af falli borgarinnar. Um 200 vígamenn tóku borgina af um tvö þúsund hermönnum. Fyrsta skref árásarinnar var að gera fjölmargar sjálfsmorðsárásir gegn hermönnum í borginni. Síðan notuðu vígamennirnir sandstorm til þess að laumast inn í borgina og hefja átökin. Verjendur borgarinnar sýnu ekki mikinn baráttuanda og flúðu.Hafa þurft að hörfa Íslamska ríkið hefur þurft að hörfa undan hernum og öðrum vopnuðum sveitum í Írak, en loftárásir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra gera þeim erfitt um vik að flytja hermenn. Þá hafa Kúrdar herjað stíft gegn ISIS í Sýrlandi. Þeir vörðu borgina Kobani og tóku landamærabæinn Tal Abyad. Þrátt fyrir það gerðu um 70 vígamenn árás á Kobani í síðasta mánuði. Tilgangur þeirra var ekki að hertaka borgina, heldur að sá ótta og óreiðu. Vígamennirnir börðust í um tvo daga við mun fleiri óvini og á tveimur dögum myrtu þeir um 250 borgara. Þar á meðal voru um 100 börn. Auk þessu felldu þeir 30 vopnaða Kúrda. Þrátt fyrir að ISIS sé mögulega á hælunum, hafa þeir sýnt að þeir geta enn slegið frá sér og eru ávallt hættulegir. Fréttaskýringar Mið-Austurlönd Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Marga af hernaðarsigrum Íslamska ríkisins má rekja til sérstakrar sveitar manna með skær blá bönd um höfuð sér. Þeir kalla sig „Inghemasiyoun“ sem þýðir í raun „þeir sem sökkva sér djúpt í viðfangsefnið“. Þeir þykja ofstækismenn og eru mjög agaðir. Þeir berjast til hins síðasta og eru yfirleitt með sprengibelti sem þeir sprengja sjái þeir fram á ósigur. Í myndbandi sem ISIS birti í maí eftir að hryðjuverkasamtökin hertóku bæinn al-Sukhna í Sýrlandi, má sjá þar sem hópur „sérsveitarmanna“ ISIS kallar „Sigur eða dauði“. „Þeir valda óreiðu og svo gera þeir árás,“ segir talsmaður People´s Protection Units (YPG), sem eru samtök Kúrda og eru studd af Bandaríkjunum, við AP fréttaveituna. YPG hafa sigrað ISIS í nokkrum bardögum í Sýrlandi á síðustu misserum og rekið þá úr nokkrum þorpum og bæjum. Þrátt fyrir að ISIS séu þekktastir fyrir grimmilegar aftökur og hrottalega meðferð á föngum og þá sérstaklega konum, búa samtökin yfir skipulögðum herafla. Viðmælendur AP sem eru háttsettir meðlimir í íraska hernum, leyniþjónustu Írak og meðal Kúrda, segja vígamenn ISIS vera hugvitssama.„Sérsveitarmenn“ ISIS á skriðdreka.Þeir noti sandstorma til þess að fela flutninga vígamanna eða sem skjól til árása. Þá þekkist að þeir bindi leyniskyttur upp í pálmatrjám þar sem þeir geti séð yfir stórt svæði. Þar að auki geti þeir skipt á milli hefðbundins hernaðar og skæruhernaðar að vild. ISIS notar sjálfsmorðsárásir til að draga úr anda óvina sinna og til að brjóta sér leið í gegnum víglínur þeirra.Tilgangur með ódæðisverkum Ódæði ISIS eru einnig hluti af hernaði þeirra, þar sem tilgangurinn er að draga úr anda óvina og láta vígamenn þeirra líta út fyrir að vera óstöðvandi. Samtökin hafa margsinnis birt myndbönd þar sem handsamaðir óvinir þeirra eru myrtir á grimmilegan hátt.Sjá einnig: Birtu myndband af grimmilegum morðum ISIS og 25 manns sjást skotnir til bana í hringleikahúsi Palmyra. Prófessorinn Andreas Krieg varði tíma með vopnuðum sveitum Kúrda síðasta haust. Hann segir að yfirmönnum ISIS sé veitt töluvert svigrúm til að ná markmiðum sínum. Þeir fái markmið en megi nota hvaða aðferðir sem þeim detti í hug til að ná þeim. Það er öfugt miðað við herina í Írak og Sýrlandi. AP segir að þar séu menn hræddir við að taka ákvarðanir án þess að þær séu samþykktar af yfirmönnum.Vígamenn ISIS geta skipt á milli hefðbundins hernaðar og skæruhernaðar að vild.Vígamenn ISIS eru þar að auki vel þjálfaðir og vel búnir vopnum. Í skyndisókn ISIS í Írak í fyrra náðu samtökin gífurlegu magni vopna sem hermenn höfðu kastað frá sér eða yfirgefið er þeir flúðu. Hluti vopna samtakanna, eins og skriðdrekar og stórskotalið, er ekki notaður og virðist vera í geymslu fyrir orrustur framtíðarinnar.Sjá einnig: Ár frá falli Mosul Fjöldi vígamanna ISIS í Sýrlandi er talinn vera allt frá 30 til 60 þúsund samkvæmt íraska hernum. Fyrrverandi yfirmenn í her Saddam Hussein hjálpuðu til við skipulagningu herafla ISIS sem er samsettur mönnum víða úr heiminum. Íslamska ríkið hertók borgina Ramadi í Írak í maí. Þar voru „Inghemasiyoun“ að verki og var herinn niðurlægður af falli borgarinnar. Um 200 vígamenn tóku borgina af um tvö þúsund hermönnum. Fyrsta skref árásarinnar var að gera fjölmargar sjálfsmorðsárásir gegn hermönnum í borginni. Síðan notuðu vígamennirnir sandstorm til þess að laumast inn í borgina og hefja átökin. Verjendur borgarinnar sýnu ekki mikinn baráttuanda og flúðu.Hafa þurft að hörfa Íslamska ríkið hefur þurft að hörfa undan hernum og öðrum vopnuðum sveitum í Írak, en loftárásir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra gera þeim erfitt um vik að flytja hermenn. Þá hafa Kúrdar herjað stíft gegn ISIS í Sýrlandi. Þeir vörðu borgina Kobani og tóku landamærabæinn Tal Abyad. Þrátt fyrir það gerðu um 70 vígamenn árás á Kobani í síðasta mánuði. Tilgangur þeirra var ekki að hertaka borgina, heldur að sá ótta og óreiðu. Vígamennirnir börðust í um tvo daga við mun fleiri óvini og á tveimur dögum myrtu þeir um 250 borgara. Þar á meðal voru um 100 börn. Auk þessu felldu þeir 30 vopnaða Kúrda. Þrátt fyrir að ISIS sé mögulega á hælunum, hafa þeir sýnt að þeir geta enn slegið frá sér og eru ávallt hættulegir.
Fréttaskýringar Mið-Austurlönd Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira