Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2015 10:30 Gunnar Nelson getur líka barist standandi þó han sé mun betri í gólfinu. vísir/getty Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. Barist verður um tvo heimsmeistaratitla sama kvöld og óhætt að kalla þetta stærsta UFC-kvöld sögunnar og því um leið mikilvægasta bardaga Gunnars á hans ferli. Hann átti upphaflega að berjast við Englendinginn John Hathaway en hann er meiddur og var Brandon Thatch því færður upp goggunarröðina á sama kvöldi og berst nú við Gunnar.Sjá einnig:Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas „Ég hef leitað að veikleikum á honum út um allt,“ segir Gunnar í viðtali við Severe MMA-vefinn, en Thatch er mun betri í standandi bardaga heldur en í gólfglímu. „Ég verð mjög ánægður ef bardaginn er í gólfið. Ef ég á að vera heiðarlegur er mér samt alveg sama þó við verðum meira standandi. Ég leita bara að opnunum. Það skiptir mig engu máli hvernig bardagi þetta verður.“ Conor McGregor, einn besti vinur Gunnars, berst um heimsmeistarabeltið í fjaðurvigt í aðalbardaga kvöldsins og verður því nóg af Írum í salnum. Gunnar er hálfgerður fóstursonur Írlands, eða MMA-senunnar að minnsta kosti, en hann deilir þjálfara með Conor, Íranum John Kavanagh. Gunnar getur því búist við miklum stuðningi úr salnum. „Þetta verður geggjað kvöld og ég get ekki beðið. Ég veit að það verður nóg af Írum þarna þar sem Conor er aðalmaður kvöldsins. Þetta verður sögulegt kvöld fyrir Írana þannig ég hlakka bara til,“ segir Gunnar Nelson.UFC 189 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. MMA Tengdar fréttir Sjáðu Gunnar Nelson æfa og slaka á í Vegas | Myndbönd Bardagakappinn lemur formann Mjölnis sundur og saman á púðaæfingu fyrir stóra bardagann. 29. júní 2015 10:30 Bardagi ársins blásinn af Jose Aldo meiddur og hættir við að berjast gegn Conor McGregor. Írinn berst við Chad Mendes um heimsmeistaratitilinn til bráðabirgða. 1. júlí 2015 07:00 Gunnar fékk sér bara morgunmat þegar hann frétti af nýjum mótherja John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor skrifaði skemmtilegan pistil nýlega þar sem hann tjáir sig um breytingar og mögulegar breytingar á andstæðingum Gunnars og Conor 26. júní 2015 10:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Sjá meira
Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. Barist verður um tvo heimsmeistaratitla sama kvöld og óhætt að kalla þetta stærsta UFC-kvöld sögunnar og því um leið mikilvægasta bardaga Gunnars á hans ferli. Hann átti upphaflega að berjast við Englendinginn John Hathaway en hann er meiddur og var Brandon Thatch því færður upp goggunarröðina á sama kvöldi og berst nú við Gunnar.Sjá einnig:Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas „Ég hef leitað að veikleikum á honum út um allt,“ segir Gunnar í viðtali við Severe MMA-vefinn, en Thatch er mun betri í standandi bardaga heldur en í gólfglímu. „Ég verð mjög ánægður ef bardaginn er í gólfið. Ef ég á að vera heiðarlegur er mér samt alveg sama þó við verðum meira standandi. Ég leita bara að opnunum. Það skiptir mig engu máli hvernig bardagi þetta verður.“ Conor McGregor, einn besti vinur Gunnars, berst um heimsmeistarabeltið í fjaðurvigt í aðalbardaga kvöldsins og verður því nóg af Írum í salnum. Gunnar er hálfgerður fóstursonur Írlands, eða MMA-senunnar að minnsta kosti, en hann deilir þjálfara með Conor, Íranum John Kavanagh. Gunnar getur því búist við miklum stuðningi úr salnum. „Þetta verður geggjað kvöld og ég get ekki beðið. Ég veit að það verður nóg af Írum þarna þar sem Conor er aðalmaður kvöldsins. Þetta verður sögulegt kvöld fyrir Írana þannig ég hlakka bara til,“ segir Gunnar Nelson.UFC 189 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu Gunnar Nelson æfa og slaka á í Vegas | Myndbönd Bardagakappinn lemur formann Mjölnis sundur og saman á púðaæfingu fyrir stóra bardagann. 29. júní 2015 10:30 Bardagi ársins blásinn af Jose Aldo meiddur og hættir við að berjast gegn Conor McGregor. Írinn berst við Chad Mendes um heimsmeistaratitilinn til bráðabirgða. 1. júlí 2015 07:00 Gunnar fékk sér bara morgunmat þegar hann frétti af nýjum mótherja John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor skrifaði skemmtilegan pistil nýlega þar sem hann tjáir sig um breytingar og mögulegar breytingar á andstæðingum Gunnars og Conor 26. júní 2015 10:00 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Sjá meira
Sjáðu Gunnar Nelson æfa og slaka á í Vegas | Myndbönd Bardagakappinn lemur formann Mjölnis sundur og saman á púðaæfingu fyrir stóra bardagann. 29. júní 2015 10:30
Bardagi ársins blásinn af Jose Aldo meiddur og hættir við að berjast gegn Conor McGregor. Írinn berst við Chad Mendes um heimsmeistaratitilinn til bráðabirgða. 1. júlí 2015 07:00
Gunnar fékk sér bara morgunmat þegar hann frétti af nýjum mótherja John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor skrifaði skemmtilegan pistil nýlega þar sem hann tjáir sig um breytingar og mögulegar breytingar á andstæðingum Gunnars og Conor 26. júní 2015 10:00