Gunnar Nelson: Verð mjög ánægður ef bardaginn fer í gólfið Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. júlí 2015 10:30 Gunnar Nelson getur líka barist standandi þó han sé mun betri í gólfinu. vísir/getty Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. Barist verður um tvo heimsmeistaratitla sama kvöld og óhætt að kalla þetta stærsta UFC-kvöld sögunnar og því um leið mikilvægasta bardaga Gunnars á hans ferli. Hann átti upphaflega að berjast við Englendinginn John Hathaway en hann er meiddur og var Brandon Thatch því færður upp goggunarröðina á sama kvöldi og berst nú við Gunnar.Sjá einnig:Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas „Ég hef leitað að veikleikum á honum út um allt,“ segir Gunnar í viðtali við Severe MMA-vefinn, en Thatch er mun betri í standandi bardaga heldur en í gólfglímu. „Ég verð mjög ánægður ef bardaginn er í gólfið. Ef ég á að vera heiðarlegur er mér samt alveg sama þó við verðum meira standandi. Ég leita bara að opnunum. Það skiptir mig engu máli hvernig bardagi þetta verður.“ Conor McGregor, einn besti vinur Gunnars, berst um heimsmeistarabeltið í fjaðurvigt í aðalbardaga kvöldsins og verður því nóg af Írum í salnum. Gunnar er hálfgerður fóstursonur Írlands, eða MMA-senunnar að minnsta kosti, en hann deilir þjálfara með Conor, Íranum John Kavanagh. Gunnar getur því búist við miklum stuðningi úr salnum. „Þetta verður geggjað kvöld og ég get ekki beðið. Ég veit að það verður nóg af Írum þarna þar sem Conor er aðalmaður kvöldsins. Þetta verður sögulegt kvöld fyrir Írana þannig ég hlakka bara til,“ segir Gunnar Nelson.UFC 189 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. MMA Tengdar fréttir Sjáðu Gunnar Nelson æfa og slaka á í Vegas | Myndbönd Bardagakappinn lemur formann Mjölnis sundur og saman á púðaæfingu fyrir stóra bardagann. 29. júní 2015 10:30 Bardagi ársins blásinn af Jose Aldo meiddur og hættir við að berjast gegn Conor McGregor. Írinn berst við Chad Mendes um heimsmeistaratitilinn til bráðabirgða. 1. júlí 2015 07:00 Gunnar fékk sér bara morgunmat þegar hann frétti af nýjum mótherja John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor skrifaði skemmtilegan pistil nýlega þar sem hann tjáir sig um breytingar og mögulegar breytingar á andstæðingum Gunnars og Conor 26. júní 2015 10:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Sjá meira
Gunnar Nelson mætir Brandon Thatch í búrinu á MGM Grand-hótelinu í Las Vegas á laugardaginn eftir viku. Barist verður um tvo heimsmeistaratitla sama kvöld og óhætt að kalla þetta stærsta UFC-kvöld sögunnar og því um leið mikilvægasta bardaga Gunnars á hans ferli. Hann átti upphaflega að berjast við Englendinginn John Hathaway en hann er meiddur og var Brandon Thatch því færður upp goggunarröðina á sama kvöldi og berst nú við Gunnar.Sjá einnig:Brandon Thatch mætir Gunnari í Las Vegas „Ég hef leitað að veikleikum á honum út um allt,“ segir Gunnar í viðtali við Severe MMA-vefinn, en Thatch er mun betri í standandi bardaga heldur en í gólfglímu. „Ég verð mjög ánægður ef bardaginn er í gólfið. Ef ég á að vera heiðarlegur er mér samt alveg sama þó við verðum meira standandi. Ég leita bara að opnunum. Það skiptir mig engu máli hvernig bardagi þetta verður.“ Conor McGregor, einn besti vinur Gunnars, berst um heimsmeistarabeltið í fjaðurvigt í aðalbardaga kvöldsins og verður því nóg af Írum í salnum. Gunnar er hálfgerður fóstursonur Írlands, eða MMA-senunnar að minnsta kosti, en hann deilir þjálfara með Conor, Íranum John Kavanagh. Gunnar getur því búist við miklum stuðningi úr salnum. „Þetta verður geggjað kvöld og ég get ekki beðið. Ég veit að það verður nóg af Írum þarna þar sem Conor er aðalmaður kvöldsins. Þetta verður sögulegt kvöld fyrir Írana þannig ég hlakka bara til,“ segir Gunnar Nelson.UFC 189 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu Gunnar Nelson æfa og slaka á í Vegas | Myndbönd Bardagakappinn lemur formann Mjölnis sundur og saman á púðaæfingu fyrir stóra bardagann. 29. júní 2015 10:30 Bardagi ársins blásinn af Jose Aldo meiddur og hættir við að berjast gegn Conor McGregor. Írinn berst við Chad Mendes um heimsmeistaratitilinn til bráðabirgða. 1. júlí 2015 07:00 Gunnar fékk sér bara morgunmat þegar hann frétti af nýjum mótherja John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor skrifaði skemmtilegan pistil nýlega þar sem hann tjáir sig um breytingar og mögulegar breytingar á andstæðingum Gunnars og Conor 26. júní 2015 10:00 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Sjá meira
Sjáðu Gunnar Nelson æfa og slaka á í Vegas | Myndbönd Bardagakappinn lemur formann Mjölnis sundur og saman á púðaæfingu fyrir stóra bardagann. 29. júní 2015 10:30
Bardagi ársins blásinn af Jose Aldo meiddur og hættir við að berjast gegn Conor McGregor. Írinn berst við Chad Mendes um heimsmeistaratitilinn til bráðabirgða. 1. júlí 2015 07:00
Gunnar fékk sér bara morgunmat þegar hann frétti af nýjum mótherja John Kavanagh, yfirþjálfari Gunnars Nelson og Conor McGregor skrifaði skemmtilegan pistil nýlega þar sem hann tjáir sig um breytingar og mögulegar breytingar á andstæðingum Gunnars og Conor 26. júní 2015 10:00