Enn ein mótmælin boðuð á Austurvelli: „Almenningur er að vakna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2015 11:41 Sara Oskarsson er einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins sem staðið hefur fyrir fjölmörgum mótmælum á Austurvelli í vetur. vísir/stefán Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld klukkan 19:40 en Jæja-hópurinn svokallaði hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á sama tíma. Hópurinn hefur staðið fyrir um 10 viðburðum í vetur en fyrstu mótmælin voru þann 3. nóvember síðastliðinn. Sara Oskarsson, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins, segir að þrátt fyrir fjölmenn mótmæli í vetur hafi ef til vill ekki tekist að ná eyrum núverandi ríkisstjórnar. „Þeir virðast vera ansi duglegir að loka eyrunum fyrir kröfunum sem hafa komið fram á mótmælunum og svona í orðræðunni undanfarið. Það sem hefur gerst og er kannski mikilvægara en hitt það er það að almenningur er að vakna gagnvart því að vera ekki ginnkeypt fyrir því sem vellur upp úr sumum ráðherrum ríkisstjórnarinnar,“ segir Sara í samtali við Vísi. Sara segir að fólk sé orðið langeygt eftir breytingum og úreltri hugmyndafræði sem hafi einkennt stjórnmálin í mörg ár. „Það yrði ekkert endilega betra þó að síðasta ríkisstjórn kæmist til valda núna eða sú sem var þar áður, það er mergurinn málsins. Það þarf að koma eitthvað nýtt sem hefur ekki verið áður og breyta kerfinu.“ Tæplega 400 manns hafa boðað komu sína á Austurvöll í kvöld sem er mjög lítið miðað við þann fjölda sem mætt hefur á mótmæli síðustu mánuði. Sara bendir á að um 3000 manns hafi mætt á mótmæli á 17. júní og sennilega sé komin mótmælaþreyta í fólk. „Svo eru margir í sumarfríi, það er gott veður og þá kannski dofnar landinn aðeins. En við höldum samt áfram og það er það mikilvægasta. Ég hef alltaf litið svo á að þetta sé langtímaverkefni svo það er mikilvægt að halda áfram þó að það komi svona mótmælaþreyta,“ segir Sara og bætir við að Jæja-hópurinn stefni á að starfa áfram í sumar og næsta vetur. Alþingi Tengdar fréttir Fordæma mótmælendur reið, sár og hneyksluð Björn Ingi Hrafnsson biður fólk að læka þá skoðun að fámennur hópur hafi skemmt allt með því að púa og berja í bumbur. 17. júní 2015 20:59 „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58 Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra „Vanhæf ríkisstjórn“ hrópað og púað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 17. júní 2015 11:15 Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna. Eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. 18. júní 2015 09:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Eldhúsdagsumræður fara fram á Alþingi í kvöld klukkan 19:40 en Jæja-hópurinn svokallaði hefur boðað til mótmæla á Austurvelli á sama tíma. Hópurinn hefur staðið fyrir um 10 viðburðum í vetur en fyrstu mótmælin voru þann 3. nóvember síðastliðinn. Sara Oskarsson, einn af forsvarsmönnum Jæja-hópsins, segir að þrátt fyrir fjölmenn mótmæli í vetur hafi ef til vill ekki tekist að ná eyrum núverandi ríkisstjórnar. „Þeir virðast vera ansi duglegir að loka eyrunum fyrir kröfunum sem hafa komið fram á mótmælunum og svona í orðræðunni undanfarið. Það sem hefur gerst og er kannski mikilvægara en hitt það er það að almenningur er að vakna gagnvart því að vera ekki ginnkeypt fyrir því sem vellur upp úr sumum ráðherrum ríkisstjórnarinnar,“ segir Sara í samtali við Vísi. Sara segir að fólk sé orðið langeygt eftir breytingum og úreltri hugmyndafræði sem hafi einkennt stjórnmálin í mörg ár. „Það yrði ekkert endilega betra þó að síðasta ríkisstjórn kæmist til valda núna eða sú sem var þar áður, það er mergurinn málsins. Það þarf að koma eitthvað nýtt sem hefur ekki verið áður og breyta kerfinu.“ Tæplega 400 manns hafa boðað komu sína á Austurvöll í kvöld sem er mjög lítið miðað við þann fjölda sem mætt hefur á mótmæli síðustu mánuði. Sara bendir á að um 3000 manns hafi mætt á mótmæli á 17. júní og sennilega sé komin mótmælaþreyta í fólk. „Svo eru margir í sumarfríi, það er gott veður og þá kannski dofnar landinn aðeins. En við höldum samt áfram og það er það mikilvægasta. Ég hef alltaf litið svo á að þetta sé langtímaverkefni svo það er mikilvægt að halda áfram þó að það komi svona mótmælaþreyta,“ segir Sara og bætir við að Jæja-hópurinn stefni á að starfa áfram í sumar og næsta vetur.
Alþingi Tengdar fréttir Fordæma mótmælendur reið, sár og hneyksluð Björn Ingi Hrafnsson biður fólk að læka þá skoðun að fámennur hópur hafi skemmt allt með því að púa og berja í bumbur. 17. júní 2015 20:59 „Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46 Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58 Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra „Vanhæf ríkisstjórn“ hrópað og púað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 17. júní 2015 11:15 Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna. Eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. 18. júní 2015 09:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Fordæma mótmælendur reið, sár og hneyksluð Björn Ingi Hrafnsson biður fólk að læka þá skoðun að fámennur hópur hafi skemmt allt með því að púa og berja í bumbur. 17. júní 2015 20:59
„Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir mótmælendum að líta í eigin barm vegna reiðinnar í samfélaginu. 16. júní 2015 10:46
Birgitta Jóns „lét sér detta í hug“ að bjóða Vigdísi Hauks á mótmælin Vigdís segir þingmenn hvetja til mótmæla gegn lýðræðinu á morgun. 16. júní 2015 23:58
Hávær mótmæli yfir hátíðarræðu forsætisráðherra „Vanhæf ríkisstjórn“ hrópað og púað á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. 17. júní 2015 11:15
Segir mótmælin endurspegla ástand sem bregðast verði við Fjölmenni var saman komið á Austurvelli í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga, í þeim tilgangi að mótmæla sitjandi ríkisstjórn. Skiptar skoðanir eru um tímasetningu mótmælanna. Eru ýmist sögð gleðispillir barna eða viðeigandi. 18. júní 2015 09:00