Fleiri glerhótel Pawel Bartoszek skrifar 18. júlí 2015 12:28 „Round One. Fight!“ Þegar ég var að alast upp var sjoppa á móti Melaskóla. Þar var hægt að kaupa nammi, ís og annað slæmt. Já, þetta þótti slæmt. Að hanga í sjoppu var það ófágaðasta sem barn á miðstigi gat gert. Í sjoppunni var ófágaður spilakassi, þar sem eldri krakkarnir spiluðu Street Fighter II. Ég hvorki þorði né tímdi í kassann en ég horfði á eldri krakkana gera það. Ég sá þá vinna leikinn með japanska karatekarlinum Ryu og rússneska grímukónginum Zangief, sem þannig séð gat ekki rassgat. „Round Two. Fight!“ Þegar ég var fullorðinn lokaði sjoppan og fljótlega var húsnæðinu breytt í íbúð. Áreiðanlega frekar óhentuga og skítmixaða íbúð eins og stundum vill verða með þessar gömlubúðaríbúðir. Þegar labbað er fram hjá blasir við minning um starfsemi sem eitt sinn gerði gagn en er nú horfin. Sumir tala niður hótel, túristabúðir og skyndibitakeðjur. Ég vil tala niður íbúðir. Íbúðir eru fita borgarumhverfis. Það er auðveldara að bæta við sig fitu en breyta henni í annað. Enginn fer að safna undirskriftum ef breyta á sjoppu í íbúð. En ef fara á í hina áttina þá fá margir áhyggjur. Hvers konar starfsemi er þetta? Eykst umferðin? Viljum við það? „Round Three. Fight!“ Þar sem ég rölti í bænum rakst ég á spilasal með retróleikjum. Þetta er dæmi um hvernig atvinnustarfsemi í fúngerandi borg getur verið alls konar. Þetta er dæmi um hvernig ferðamennskan elur af sér eitthvað gott. Ég er líklegri til að eyða pening í gömlum spilakassa þegar ég er á ferðalagi. Ég er líklegri til að borða á veitingastað þegar ég er í fríi. Ég set 200 krónur í kassann og vel japanska karatekarlinn Ryu. Nú á ég pening og er sama þótt ég sé lélegur. Og það er enginn eldri að horfa á hvort sem er. Hótelin og túrisminn eru að gera frábæra hluti fyrir Reykjavík. Þess vegna hef ég ekkert á móti nýju hóteli í Lækjargötunni, nýjum kleinuhringjastað á Laugaveginum eða því að einhver ætlar að breyta skemmtistað sem nýtist hluta nætur fá kvöld í eitthvað annað. Ég hef ekkert á móti því að fólk nýti hús í það sem þau nýtast best í. Ef þetta feilar þá kemur bara eitthvað annað í staðinn seinna. Hótel eru ekki að eilífu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Round One. Fight!“ Þegar ég var að alast upp var sjoppa á móti Melaskóla. Þar var hægt að kaupa nammi, ís og annað slæmt. Já, þetta þótti slæmt. Að hanga í sjoppu var það ófágaðasta sem barn á miðstigi gat gert. Í sjoppunni var ófágaður spilakassi, þar sem eldri krakkarnir spiluðu Street Fighter II. Ég hvorki þorði né tímdi í kassann en ég horfði á eldri krakkana gera það. Ég sá þá vinna leikinn með japanska karatekarlinum Ryu og rússneska grímukónginum Zangief, sem þannig séð gat ekki rassgat. „Round Two. Fight!“ Þegar ég var fullorðinn lokaði sjoppan og fljótlega var húsnæðinu breytt í íbúð. Áreiðanlega frekar óhentuga og skítmixaða íbúð eins og stundum vill verða með þessar gömlubúðaríbúðir. Þegar labbað er fram hjá blasir við minning um starfsemi sem eitt sinn gerði gagn en er nú horfin. Sumir tala niður hótel, túristabúðir og skyndibitakeðjur. Ég vil tala niður íbúðir. Íbúðir eru fita borgarumhverfis. Það er auðveldara að bæta við sig fitu en breyta henni í annað. Enginn fer að safna undirskriftum ef breyta á sjoppu í íbúð. En ef fara á í hina áttina þá fá margir áhyggjur. Hvers konar starfsemi er þetta? Eykst umferðin? Viljum við það? „Round Three. Fight!“ Þar sem ég rölti í bænum rakst ég á spilasal með retróleikjum. Þetta er dæmi um hvernig atvinnustarfsemi í fúngerandi borg getur verið alls konar. Þetta er dæmi um hvernig ferðamennskan elur af sér eitthvað gott. Ég er líklegri til að eyða pening í gömlum spilakassa þegar ég er á ferðalagi. Ég er líklegri til að borða á veitingastað þegar ég er í fríi. Ég set 200 krónur í kassann og vel japanska karatekarlinn Ryu. Nú á ég pening og er sama þótt ég sé lélegur. Og það er enginn eldri að horfa á hvort sem er. Hótelin og túrisminn eru að gera frábæra hluti fyrir Reykjavík. Þess vegna hef ég ekkert á móti nýju hóteli í Lækjargötunni, nýjum kleinuhringjastað á Laugaveginum eða því að einhver ætlar að breyta skemmtistað sem nýtist hluta nætur fá kvöld í eitthvað annað. Ég hef ekkert á móti því að fólk nýti hús í það sem þau nýtast best í. Ef þetta feilar þá kemur bara eitthvað annað í staðinn seinna. Hótel eru ekki að eilífu.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun