EM í hættu hjá Helga Má | Sin slitnaði í fætinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2015 20:32 Helgi Már Magnússon fagnar hér sætinu á EM síðasta haust. Vísir/Anton Íslenska körfuboltalandsliðið er mögulega að missa annan leikmann á stuttum tíma því KR-ingurinn Helgi Már Magnússon var fyrir því að slíta sin í fæti á æfingu í vikunni. Karfan.is segir frá þessu í kvöld og þar kemur fram að það óvissa um að Helgi Már geti spilað með landsliðinu á EM í september. Kristófer Acox hafði áður ákveðið að draga sig út úr landsliðskonum en það er nokkuð ljóst að íslenska landsliðið má ekki við frekar skakkaföllum nú þegar undirbúningurinn fyrir Evrópumótið er að hefjast fyrir alvöru. Helgi Már Magnússon meiddist á æfingu með landsliðinu á mánudaginn. „Þetta var bara einföld hreyfing og engin læti en þá heyri ég smell," sagði Helgi í viðtali við Karfan.is. Ómskoðun leiddi í ljós að sin í fætinum sem kallast peroneus longus hafi slitnað og það er því óvíst með framhaldið hjá Helga. „Þessi meiðsl eru afar sjaldgæf og vita þeir sjúkraþjálfarar sem Helgi hefur sett sig í samband við ekki til þess að þetta hafi gerst áður sem íþróttameiðsl og hvað þá að einhver hafi meðhöndlað þau áður sem slík. Þessi sin hefur það hlutverk að hafa ökklann stöðugan en allar líkur eru á að þessi meiðsl hafi verið að ágerast hjá Helga undanfarið ár eða svo og látið endanlega undan á mánudaginn," segir í fréttinni á karfan.is. Karfan.is hefur það ennfremur eftir Helga að það sé þrennt í stöðunni núna: að halda áfram að æfa og sjá hvernig fóturinn bregst við ákveðnum hreyfingum og álagi undir eftirliti sjúkraþjálfara, sérhæfð sjúkraþjálfun til þess að styrkja vöðvana í kring um sinina eða að lokum fara í aðgerð og sauma sinina við aðra sin sem kallast brevis því ekki er hægt að sauma hana saman aftur. „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Búinn að spila um 15 ár í meistaraflokki og aldrei verið frá að neinu ráði vegna meiðsla. Held ég hafi verið frá í samtals 10 leiki í heildina," sagði Helgi í viðtalinu á karfan.is en það má finna í heild sinni með því að smella hér. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið er mögulega að missa annan leikmann á stuttum tíma því KR-ingurinn Helgi Már Magnússon var fyrir því að slíta sin í fæti á æfingu í vikunni. Karfan.is segir frá þessu í kvöld og þar kemur fram að það óvissa um að Helgi Már geti spilað með landsliðinu á EM í september. Kristófer Acox hafði áður ákveðið að draga sig út úr landsliðskonum en það er nokkuð ljóst að íslenska landsliðið má ekki við frekar skakkaföllum nú þegar undirbúningurinn fyrir Evrópumótið er að hefjast fyrir alvöru. Helgi Már Magnússon meiddist á æfingu með landsliðinu á mánudaginn. „Þetta var bara einföld hreyfing og engin læti en þá heyri ég smell," sagði Helgi í viðtali við Karfan.is. Ómskoðun leiddi í ljós að sin í fætinum sem kallast peroneus longus hafi slitnað og það er því óvíst með framhaldið hjá Helga. „Þessi meiðsl eru afar sjaldgæf og vita þeir sjúkraþjálfarar sem Helgi hefur sett sig í samband við ekki til þess að þetta hafi gerst áður sem íþróttameiðsl og hvað þá að einhver hafi meðhöndlað þau áður sem slík. Þessi sin hefur það hlutverk að hafa ökklann stöðugan en allar líkur eru á að þessi meiðsl hafi verið að ágerast hjá Helga undanfarið ár eða svo og látið endanlega undan á mánudaginn," segir í fréttinni á karfan.is. Karfan.is hefur það ennfremur eftir Helga að það sé þrennt í stöðunni núna: að halda áfram að æfa og sjá hvernig fóturinn bregst við ákveðnum hreyfingum og álagi undir eftirliti sjúkraþjálfara, sérhæfð sjúkraþjálfun til þess að styrkja vöðvana í kring um sinina eða að lokum fara í aðgerð og sauma sinina við aðra sin sem kallast brevis því ekki er hægt að sauma hana saman aftur. „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Búinn að spila um 15 ár í meistaraflokki og aldrei verið frá að neinu ráði vegna meiðsla. Held ég hafi verið frá í samtals 10 leiki í heildina," sagði Helgi í viðtalinu á karfan.is en það má finna í heild sinni með því að smella hér.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum