Erlent

Hakkarar í stríði við ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Markmið GhostSecurity er að gera samtökum eins og ISIS, Boko Haram og Al-Qaeda, erfitt um vik að dreifa áróðri og að laða til sín ungt og áhrifagjarnt fólk.
Markmið GhostSecurity er að gera samtökum eins og ISIS, Boko Haram og Al-Qaeda, erfitt um vik að dreifa áróðri og að laða til sín ungt og áhrifagjarnt fólk. Vísir/Getty
Hakkarasamtökin GhostSecurity hafa nú herjað gegn Íslamska ríkinu á internetinu í hálft ár. Á þeim tíma segjast þeir hafa lokað fjölda heimasíðna þar sem ISIS dreifir áróðri sínum og þar að auki hafa þeir lokað reikningum vígamanna og annarra aðila á samfélagsmiðlum.

Markmið GhostSecurity er að gera samtökum eins og ISIS, Boko Haram og Al-Qaeda, erfitt um vik að dreifa áróðri og að laða til sín ungt og áhrifagjarnt fólk. Þá bjóða þeir fólki að benda sér á heimasíður og einstaklinga sem tengjast slíkum samtökum.

Áróður ISIS á internetinu spilar stóran þátt í starfsemi þeirra, sem og annarra hryðjuverkasamtaka, og reka þeir til dæmis fjölmiðladeild. Sú deild sér um framleiðslu myndbanda samtakanna, þar sem sýnt er frá lífi vígamenna, eða jafnvel aftaka samtakanna. Þar að auki gefur fjölmiðladeildin út tímarit á netinu með reglulegu millibili.

GhostSecurity segja að þeir hafi látið loka, eða lokað sjálfir, 115 heimasíðum sem hryðjuverkasamtök hafa sett upp. Lokað 55.971 reikningum á Twitter og hafa fjarlægt 1.173 myndbönd á Youtube.

Það fyrsta sem samtökin gera er kanna hvort heimasíðurnar tengist umræddum öfgasamtökum. Þá benda þeir rekstraraðilum heimasíðna á efnið eða einstaklingana. Verði ekkert gert „stafrænum vopnum“ til að fjarlægja efnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×