Fótbolti

Müller er einfaldlega ekki til sölu

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Thomas Müller er dáður af stuðningsmönnum Bayern Munchen.
Thomas Müller er dáður af stuðningsmönnum Bayern Munchen. Vísir/getty
Stjórnarformaður Bayern Munchen var ekkert að flækja hlutina þegar hann var spurður út í framtíð Thomas Müller sem hefur verið orðaður við Manchester United undanfarnar vikur en Karl-Heinz Rummenigge sagði að Müller væri ekki til sölu, sama hver verðmiðinn yrði.

Eftir að Louis Van Gaal sagði að Manchester United væri á eftir framherja sem hefði ekki verið orðaður við félagið fram að þessu fóru þýskir miðlar að greina frá því að Bayern Munchen hefði hafnað tilboði upp á 100 milljónir evra í Müller frá Manchester United.

Fóru þýskir meðlimir stuttu síðar að velta fyrir sér hvort hann myndi fylgja í fótspor liðsfélaga síns úr þýska landsliðinu, Bastian Schweinsteiger, sem gekk til liðs við enska  stórveldið í sumar eftir sautján ár hjá Bayern Munchen.

Rummenigge var fljótur að útiloka að Müller væri á förum frá félaginu og greindi frá því að markmið félagsins væri að hann myndi leika með félaginu út ferilinn. Þegar ferlinum væri lokið yrði honum síðar boðin staða hjá félaginu.

„Thomas Müller er ekki til sölu, honum líður vel og ég held að hann muni aldrei fara frá félaginu sem hann elskar. Þegar hann leggur skónna á hilluna er markmiðið okkar að hann muni koma og vinna fyrir félagið á einhvern hátt. Markmiðið er að hann skrifi undir nýjan langtíma samning fljótlega.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×