Kristófer verður líklegast ekki með landsliðinu á EM Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. júlí 2015 09:45 Kristófer Acox í einum af leikjum Íslands á Smáþjóðaleikunum. Vísir/getty Kristófer Acox, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður líklegast ekki með liðinu í lokakeppni Evrópumótsins í Berlín í október. Mun hann líklegast ekki fá leyfi til þess en færi svo að hann yrði með liðinu væri hann ekki með liði sínu í háskólakörfuboltanum í þrjár vikur. Þetta staðfesti Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Morgunblaðið í dag, en hann taldi mjög ólíklegt að Furman-háskólinn í Bandaríkjunum væri tilbúinn að sleppa Kristóferi í þrjár vikur. Furman-háskólinn var tilbúinn að leyfa honum að taka þátt í eina viku á meðan riðlakeppninni stæði en íslenska liðið var ekki tilbúið að samþykkja slíka skilmála. Myndi hann missa af öllum undirbúning og æfingarmótum fyrir mót færi svo að hann væri aðeins í viku með liðinu en riðlakeppnin stendur aðeins yfir í fimm daga. Var Kristófer þrátt fyrir það boðaður í æfingarhóp íslenska landsliðsins á dögunum en það virðist vera útilokað að hann verði með þegar keppnin hefst í september. „Það er nánast útilokað að Kristófer verði með okkur á EM held ég miðað við samskipti okkar við skólann hans ytra,“ sagði Hannes í samtali við mbl.is. Kristófer lék sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum fyrr á árinu þar sem hann sýndi og sannaði hvað hann hefur fram á að færa fyrir liðið. Viðurkenndi hann að hann væri ekki bjartsýnn á að taka þátt á mótinu og að auðvitað væri sárt að missa af því þegar Ísland léki í fyrsta sinn í lokakeppni EM. „Mér finnst ég vera að missa af stóru tækifæri og stórum parti af sögu íslensks körfubolta. Það stingur að geta ekki verið partur af þessum kjarna sem fer til Þýskalands,“ sagði Kristófer á sínum tíma í viðtali við Karfan.is á sínum tíma. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Kristófer Acox, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður líklegast ekki með liðinu í lokakeppni Evrópumótsins í Berlín í október. Mun hann líklegast ekki fá leyfi til þess en færi svo að hann yrði með liðinu væri hann ekki með liði sínu í háskólakörfuboltanum í þrjár vikur. Þetta staðfesti Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Morgunblaðið í dag, en hann taldi mjög ólíklegt að Furman-háskólinn í Bandaríkjunum væri tilbúinn að sleppa Kristóferi í þrjár vikur. Furman-háskólinn var tilbúinn að leyfa honum að taka þátt í eina viku á meðan riðlakeppninni stæði en íslenska liðið var ekki tilbúið að samþykkja slíka skilmála. Myndi hann missa af öllum undirbúning og æfingarmótum fyrir mót færi svo að hann væri aðeins í viku með liðinu en riðlakeppnin stendur aðeins yfir í fimm daga. Var Kristófer þrátt fyrir það boðaður í æfingarhóp íslenska landsliðsins á dögunum en það virðist vera útilokað að hann verði með þegar keppnin hefst í september. „Það er nánast útilokað að Kristófer verði með okkur á EM held ég miðað við samskipti okkar við skólann hans ytra,“ sagði Hannes í samtali við mbl.is. Kristófer lék sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum fyrr á árinu þar sem hann sýndi og sannaði hvað hann hefur fram á að færa fyrir liðið. Viðurkenndi hann að hann væri ekki bjartsýnn á að taka þátt á mótinu og að auðvitað væri sárt að missa af því þegar Ísland léki í fyrsta sinn í lokakeppni EM. „Mér finnst ég vera að missa af stóru tækifæri og stórum parti af sögu íslensks körfubolta. Það stingur að geta ekki verið partur af þessum kjarna sem fer til Þýskalands,“ sagði Kristófer á sínum tíma í viðtali við Karfan.is á sínum tíma.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira