Handboltaparið Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Finnur Ingi Stefánsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu.
Anna Úrsúla gekk aftur til liðs við Gróttu fyrir síðasta tímabil eftir nokkura ára dvöl hjá Val og var í lykilhlutverki í liði Seltirninga sem varð Íslands-, deildar- og bikarmeistari í vetur. Anna var valin besti varnarmaður Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og var auk þess í liði ársins.
Auk þess að leika með Gróttu verður Anna aðstoðarþjálfari hjá liðinu ásamt Guðmundi Árna Sigfússyni. Kára Garðarsson verður áfram aðalþjálfari liðsins.
Finnur Ingi snýr til baka á Nesið eftir nokkura ára dvöl hjá Val. Finnur, sem leikur í hægra horninu, lék síðast með Gróttu í efstu deild tímabilið 2009-10. Þá skoraði hann 46 mörk í 10 leikjum.
Finnur skoraði 75 mörk fyrir Val á síðasta tímabili en liðið varð deildarmeistari og féll svo úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar fyrir Haukum.
Grótta er nýliði í Olís-deild karla en liðið vann 1. deildina með þónokkrum yfirburðum í fyrra.
Anna Úrsúla og Finnur Ingi semja við Gróttu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn


Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn