Sport

Bein útsending: Dagur tvö á Heimsleikunum í CrossFit

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Keppendur Íslands í einstaklingsflokki.
Keppendur Íslands í einstaklingsflokki.
Annar keppnisdagur Heimsleikanna í CrossFit er í dag. Keppni hefst núna klukkan 16.00 og stendur fram eftir kvöldi. Að sjálfsögðu má finna beina útsendingu frá keppninni hér inn á Vísi.

Liðsmenn CrossFit Reykjavíkur stíga fyrstir á stokk íslensku keppendanna en þeir eru í fyrsta riðli í WOD-i sem kallast „jarðar ormur“. Greinin felst í að hlaupa 600 metra og gera 25 hnébeygjur. Í næsta setti er hlaupin sama vegalengd en hnébeygjurnar verða fimmtíu. Síðasta settið er 600 metra hlaup og 75 hnébeygjur.

Einstaklingarnir takast á við WOD sem kallast Murph og snörunarstiga í dag auk þriðju greinar sem enn hefur ekki verið tilkynnt um hver verður. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst íslensku kvennanna en hún er í 3. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson er í 6. sæti í karlaflokki.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér að neðan.

Dagskrá:

16.00 CrossFit Reykjavík - „Jarðormur“

17.45 CrossFit Reykjavík – Synchros

19.30 Einstaklingar– Murph

22.30 Einstaklingar karla – Snörunarstigi

23.30 Einstaklingar kvenna – Snörunarstigi

00.50 Einstaklingar karlar og kvenna – WOD sem eftir á að upplýsa um.

Bein útsending frá liðakeppninni



Bein útsending frá einstaklings „Murph“ WOD-inu



Bein útsending frá einstaklingkeppni í snörunarstiganum





Bein útsending frá einstaklingskeppni. WOD sem eftir á að kynna.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×