Vill að þjóðin fái að rífa nýjar höfuðstöðvar Landsbankans Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júlí 2015 13:43 „Ég legg einnig til að þetta húsbrot verði fest á filmu sem listgjörningur.“ vísir/gva Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fer mikinn í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann að umtalsefni fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Forstjórinn hefur greinina á því að rifja upp hvernig bankarnir fóru á hausinn sjö árum og að flest fyrirtæki landsins hafi lent á þeim sama líkamsparti í kjölfarið. „Bankarnir þrír voru endurreistir eftir hrun í krafti efnahagsreikninga sem ríkið færði þeim á silfurfati,“ skrifar Kári og heldur áfram. „Tveir hafa síðan verið afhentir erlendum kröfuhöfum án þess að þeir ættu eðlilegt tilkall til þeirra en í því sambandi ber að hafa í huga að sagan ber þess merki að við höfum alltaf verið betri erlendum kröfuhöfum en samlöndum í neyð.“ Þriðji bankinn, Landsbankinn, er enn í eigu ríkisins en nú í upphafi mánaðarins bárust fregnir af því að bankinn hyggðist reysa sér nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn. Margir hafa gagnrýnt áætlun bankans en þeirra á meðal eru Elín Hirst, Ómar Ragnarsson og Frosti Sigurjónsson. Nú hefur Kári tekið í svipaðan streng. Sjá einnig: Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“„Það kórónar svo skömmina að ætla sér að reisa húsið á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur þannig að það sé varla hægt í bæinn að koma án þess að vera minntur á hrokann og óhófið og heimskuna sem flestir landsmanna tengja við bankana. Hlutverk bankanna í dag er að fara með ströndum og vinna sér hægt og hægt traust landsmanna en ekki að hrekkja þá með musterisbyggingum sem hlytu að vera sjávarsalt í hrunsárin.“ Í niðurlagi greinarinnar minnist Kári þess að þetta er ekki fyrsta umdeilda húsið sem reisa á hérlendis. Þegar byggja átti Hallgrímskirkju skirfaði málarinn Jóhannes Kjarval, í pistli í Morgunblaðinu, að ljúka ætti byggingu hússins svo smekkvísir menn gætu ákveðið hvort rífa ætti það. Hugmynd Kára er fengin að láni frá Kjarval. „Sjáið til þess að húskarl ykkar fái frið til þess að reisa húsið mikla við Austurhöfnina. Dreifið um húsið þrjúhundruð þúsund sleggjum og hvetjið landsmenn alla til þess að koma og brjóta það niður í steinmola fyrir steinmola til að tjá reiði sína og fyrirlitningu á hrokanum og óhófinu sem einkenndi bankana fyrir hrun og skutu síðan upp kollinum rétt sem snöggvast í Landsbankanum árið 2015. Ég legg einnig til að þetta húsbrot verði fest á filmu sem listgjörningur og hún verði síðan send sem framlag Íslands til næsta Feneyjatvíærings undir heitinu: Meira en nóg til af þessari helvítis vitleysu.“ Tengdar fréttir Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00 Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. 11. júlí 2015 21:38 Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00 Röng forgangsröðun í bankakerfinu Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. 15. júlí 2015 08:57 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, fer mikinn í innsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gerir hann að umtalsefni fyrirhugaða byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans. Forstjórinn hefur greinina á því að rifja upp hvernig bankarnir fóru á hausinn sjö árum og að flest fyrirtæki landsins hafi lent á þeim sama líkamsparti í kjölfarið. „Bankarnir þrír voru endurreistir eftir hrun í krafti efnahagsreikninga sem ríkið færði þeim á silfurfati,“ skrifar Kári og heldur áfram. „Tveir hafa síðan verið afhentir erlendum kröfuhöfum án þess að þeir ættu eðlilegt tilkall til þeirra en í því sambandi ber að hafa í huga að sagan ber þess merki að við höfum alltaf verið betri erlendum kröfuhöfum en samlöndum í neyð.“ Þriðji bankinn, Landsbankinn, er enn í eigu ríkisins en nú í upphafi mánaðarins bárust fregnir af því að bankinn hyggðist reysa sér nýjar höfuðstöðvar við Austurhöfn. Margir hafa gagnrýnt áætlun bankans en þeirra á meðal eru Elín Hirst, Ómar Ragnarsson og Frosti Sigurjónsson. Nú hefur Kári tekið í svipaðan streng. Sjá einnig: Fyrirætlanir Landsbankans sagðar „taktlausar“ og „hálfgalnar“„Það kórónar svo skömmina að ætla sér að reisa húsið á áberandi stað í miðborg Reykjavíkur þannig að það sé varla hægt í bæinn að koma án þess að vera minntur á hrokann og óhófið og heimskuna sem flestir landsmanna tengja við bankana. Hlutverk bankanna í dag er að fara með ströndum og vinna sér hægt og hægt traust landsmanna en ekki að hrekkja þá með musterisbyggingum sem hlytu að vera sjávarsalt í hrunsárin.“ Í niðurlagi greinarinnar minnist Kári þess að þetta er ekki fyrsta umdeilda húsið sem reisa á hérlendis. Þegar byggja átti Hallgrímskirkju skirfaði málarinn Jóhannes Kjarval, í pistli í Morgunblaðinu, að ljúka ætti byggingu hússins svo smekkvísir menn gætu ákveðið hvort rífa ætti það. Hugmynd Kára er fengin að láni frá Kjarval. „Sjáið til þess að húskarl ykkar fái frið til þess að reisa húsið mikla við Austurhöfnina. Dreifið um húsið þrjúhundruð þúsund sleggjum og hvetjið landsmenn alla til þess að koma og brjóta það niður í steinmola fyrir steinmola til að tjá reiði sína og fyrirlitningu á hrokanum og óhófinu sem einkenndi bankana fyrir hrun og skutu síðan upp kollinum rétt sem snöggvast í Landsbankanum árið 2015. Ég legg einnig til að þetta húsbrot verði fest á filmu sem listgjörningur og hún verði síðan send sem framlag Íslands til næsta Feneyjatvíærings undir heitinu: Meira en nóg til af þessari helvítis vitleysu.“
Tengdar fréttir Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00 Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. 11. júlí 2015 21:38 Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00 Röng forgangsröðun í bankakerfinu Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. 15. júlí 2015 08:57 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Evrópusambandið frestar tollahækkunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Sjá meira
Bankastjórinn telur ódýrara að byggja við Austurhöfn Bankastjóri Landsbankans segir núverandi húsnæði Landsbankans óviðunandi. 14. júlí 2015 07:00
Vill sjá menntastofnun í Landsbankahúsinu Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur segir höfuðstöðvar Landsbankans vera betri kost á Austurhöfn heldur en aðra hótelbyggingu. 11. júlí 2015 21:38
Kópavogsbær vill Landsbankann Kópavogur hefur lýst yfir áhuga á að fá höfuðstöðvar bankans í bæjarfélagið. 17. júlí 2015 07:00
Röng forgangsröðun í bankakerfinu Landsbankinn hefur ákveðið að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva við Austurhöfn í Reykjavík. 15. júlí 2015 08:57