Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns T'omas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 20:03 Ronny Deila ræðir við leikmenn sína fyrir æfinguna í kvöld. vísir/andri marinó Ronny Deila, knattspyrnustjóri Celtic, býst ekki við öðru en skosku meistaranir fari áfram þegar liðið mætir Stjörnunni öðru sinni í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á Samsung-vellinum annað kvöld. Celtic vann fyrri leikinn ytra, 2-0, þar sem Gunnar Nielsen, færeyski landsliðsmarkvörðurinn í liði Stjörnunnar, fór á kostum. „Stjarnan er gott lið sem leggur mikið á sig, er skipulagt og erfitt að brjóta á bak aftur. Það spilaði aftarlega gegn okkur og því áttum við í vandræðum með að skora til að byrja með,“ sagði Deila við Vísi á Samsung-vellinum í kvöld. „Stjarnan fékk nokkur ágætis færi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er fínt lið en við eigum að vera betri.“ Celtic gæti verið í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn, en er Stjarnan nógu gott lið til að skora tvívegis á skosku meistarana? „Öll lið geta skorað á okkur ef við spilum illa en ef við spilum vel eigum við góðan möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Deila.Ronny Deila og Craig Gordon, markvörður Celtic, á blaðamannafundinum í kvöld.vísir/tomVanir að spila á litlum völlum Fyrsti leikur hans með Celtic-liðið var gegn KR á sama stað í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Þá vann liðið nauman sigur á útivelli en pakkaði Vesturbæingum svo saman á Celtic Park. Telur hann betra að byrja á útivelli? „Það er erfitt að segja til um. Ég bara veit það ekki. Oftast er betra að spila á útivelli fyrst en það er ekkert sem maður ræður við,“ sagði Deila sem telur að það verði ekkert mál fyrir sína stráka að gíra sig upp í leikinn fyrir framan 1.000 manna stúku í Garðabænum. „Leikmennirnir eru vanir því frá Skotlandi. Við erum heppnir að vera með 50.000 manns á vellinum á hverjum leik en svo getum við spilað útileiki á móti liðum þar sem eru eitt til tvö þúsund manns,“ sagði Norðmaðurinn. „Þeir eru vanir mismunandi leikvöngum og mismunandi völlum. Ég hef því engar áhyggjur af því.“ Aðspurður að lokum hvort hann telji að gervigrasið muni hafa áhrif annað kvöld sagði Deila: „Strákarnir hafa spilað leiki á gervigrasi og unnið þá alla. Við fáum líka að æfa á vellinum í kvöld. Góð lið vinna sama á hvaða velli þau spila.“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Sjá meira
Ronny Deila, knattspyrnustjóri Celtic, býst ekki við öðru en skosku meistaranir fari áfram þegar liðið mætir Stjörnunni öðru sinni í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á Samsung-vellinum annað kvöld. Celtic vann fyrri leikinn ytra, 2-0, þar sem Gunnar Nielsen, færeyski landsliðsmarkvörðurinn í liði Stjörnunnar, fór á kostum. „Stjarnan er gott lið sem leggur mikið á sig, er skipulagt og erfitt að brjóta á bak aftur. Það spilaði aftarlega gegn okkur og því áttum við í vandræðum með að skora til að byrja með,“ sagði Deila við Vísi á Samsung-vellinum í kvöld. „Stjarnan fékk nokkur ágætis færi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er fínt lið en við eigum að vera betri.“ Celtic gæti verið í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn, en er Stjarnan nógu gott lið til að skora tvívegis á skosku meistarana? „Öll lið geta skorað á okkur ef við spilum illa en ef við spilum vel eigum við góðan möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Deila.Ronny Deila og Craig Gordon, markvörður Celtic, á blaðamannafundinum í kvöld.vísir/tomVanir að spila á litlum völlum Fyrsti leikur hans með Celtic-liðið var gegn KR á sama stað í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Þá vann liðið nauman sigur á útivelli en pakkaði Vesturbæingum svo saman á Celtic Park. Telur hann betra að byrja á útivelli? „Það er erfitt að segja til um. Ég bara veit það ekki. Oftast er betra að spila á útivelli fyrst en það er ekkert sem maður ræður við,“ sagði Deila sem telur að það verði ekkert mál fyrir sína stráka að gíra sig upp í leikinn fyrir framan 1.000 manna stúku í Garðabænum. „Leikmennirnir eru vanir því frá Skotlandi. Við erum heppnir að vera með 50.000 manns á vellinum á hverjum leik en svo getum við spilað útileiki á móti liðum þar sem eru eitt til tvö þúsund manns,“ sagði Norðmaðurinn. „Þeir eru vanir mismunandi leikvöngum og mismunandi völlum. Ég hef því engar áhyggjur af því.“ Aðspurður að lokum hvort hann telji að gervigrasið muni hafa áhrif annað kvöld sagði Deila: „Strákarnir hafa spilað leiki á gervigrasi og unnið þá alla. Við fáum líka að æfa á vellinum í kvöld. Góð lið vinna sama á hvaða velli þau spila.“
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Sjá meira