Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Atli Ísleifsson skrifar 13. ágúst 2015 10:00 Páll Halldórsson, formaður samninganefdar BHM, kveðst ósáttur með niðurstöðuna og að BHM þyrfti nú að kanna hvort farið yrði með málið lengra, þá til Mannréttindadómstóls Evrópu. Vísir/GVA Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkföll BHM líkt og gert var þann 13. júní síðastliðinn. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun og segir að dómur héraðsdómur skuli standa óraskaður.Dóminn í heild sinni má lesa í PDF skjali hér neðan við fréttina. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að starfsemi, sem haldið hefði verið uppi á heilbrigðisstofnunum í skjóli undanþága frá verkfallsaðgerðum félaganna, hefði ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika sem ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Því hafi ríkinu verið heimilt að setja lög á aðgerðirnar.Fullreyntað ljúka deilunni með samningum Þá segir að líta mætti svo á að fullreynt hefði verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. „[Íslenska ríkinu] hefði því mátt líta svo á að nauðsynlegt væri að grípa til lagasetningar til að ljúka [kjaradeilunni] enda yrði ekki séð að önnur úrræði hefðu staðið til boða.“ Páll Halldórsson segist í samtali við fréttastofu ósáttur með niðurstöðuna og að BHM þyrfti nú að kanna hvort farið yrði með málið lengra, þá til Mannréttindadómstóls Evrópu.Fulltrúar samninganefndar ríkisins í dómssal í morgun.Vísir/GVAVerkfall stóð í 68 daga BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí til Hæstaréttar og var málið tekið fyrir á mánudaginn. Málið fékk flýtimeðferð í Hæstarétti, líkt og í Hérðsdómi Reykjavíkur. BHM stefndi íslenska ríkinu vegna laganna sem Alþingi samþykkti í júní til að stöðva verkfallsaðgerðirnar sem höfðu þá staðið í 68 daga, en með lagasetningunni var einnig endir bundinn á verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. BHM áleit lögin brjóta í bága við stjórnarskrána sem og Mannréttindasáttmála Evrópu.Gerðardómur með frest til laugardags Héraðsdómur taldi ríka almannahagsmuni hafa verið fyrir því að banna verkföllin tímabundið. Var gerðardómi falið að úrskurða í kjaradeilunni ef samningar myndu ekki nást fyrir lok júlímánaðar. Gerðardóms hefur frest til laugardagsins 15. ágúst til að kveða upp úrskurð sinn. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Háskólamenn og ríkið takast á fyrir Hæstarétti Málflutningur hófst í Hæstarétti í morgun í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu. 10. ágúst 2015 09:54 Segir rök hníga að því að Hæstiréttur hnekki BHM-dómi héraðsdóms Hæstiréttur rýfur réttarhlé á mánudag til að hlýða á málflutning í máli BHM gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkföll. 6. ágúst 2015 19:30 Ekki fundað sérstaklega án gerðardóms Gerðardómur hefur frest til 15. ágúst til að ákveða kjör félagsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga. 10. ágúst 2015 07:00 Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. 10. ágúst 2015 12:16 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkföll BHM líkt og gert var þann 13. júní síðastliðinn. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun og segir að dómur héraðsdómur skuli standa óraskaður.Dóminn í heild sinni má lesa í PDF skjali hér neðan við fréttina. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að starfsemi, sem haldið hefði verið uppi á heilbrigðisstofnunum í skjóli undanþága frá verkfallsaðgerðum félaganna, hefði ekki nægt til að girða fyrir alvarlega ógn við almannaheill og réttindi alls almennings til að fá aðstoð vegna sjúkleika sem ríkinu bæri að tryggja samkvæmt stjórnarskrá. Því hafi ríkinu verið heimilt að setja lög á aðgerðirnar.Fullreyntað ljúka deilunni með samningum Þá segir að líta mætti svo á að fullreynt hefði verið að ljúka kjaradeilunni með samningum þegar lög voru sett. „[Íslenska ríkinu] hefði því mátt líta svo á að nauðsynlegt væri að grípa til lagasetningar til að ljúka [kjaradeilunni] enda yrði ekki séð að önnur úrræði hefðu staðið til boða.“ Páll Halldórsson segist í samtali við fréttastofu ósáttur með niðurstöðuna og að BHM þyrfti nú að kanna hvort farið yrði með málið lengra, þá til Mannréttindadómstóls Evrópu.Fulltrúar samninganefndar ríkisins í dómssal í morgun.Vísir/GVAVerkfall stóð í 68 daga BHM áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí til Hæstaréttar og var málið tekið fyrir á mánudaginn. Málið fékk flýtimeðferð í Hæstarétti, líkt og í Hérðsdómi Reykjavíkur. BHM stefndi íslenska ríkinu vegna laganna sem Alþingi samþykkti í júní til að stöðva verkfallsaðgerðirnar sem höfðu þá staðið í 68 daga, en með lagasetningunni var einnig endir bundinn á verkfall Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. BHM áleit lögin brjóta í bága við stjórnarskrána sem og Mannréttindasáttmála Evrópu.Gerðardómur með frest til laugardags Héraðsdómur taldi ríka almannahagsmuni hafa verið fyrir því að banna verkföllin tímabundið. Var gerðardómi falið að úrskurða í kjaradeilunni ef samningar myndu ekki nást fyrir lok júlímánaðar. Gerðardóms hefur frest til laugardagsins 15. ágúst til að kveða upp úrskurð sinn.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Háskólamenn og ríkið takast á fyrir Hæstarétti Málflutningur hófst í Hæstarétti í morgun í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu. 10. ágúst 2015 09:54 Segir rök hníga að því að Hæstiréttur hnekki BHM-dómi héraðsdóms Hæstiréttur rýfur réttarhlé á mánudag til að hlýða á málflutning í máli BHM gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkföll. 6. ágúst 2015 19:30 Ekki fundað sérstaklega án gerðardóms Gerðardómur hefur frest til 15. ágúst til að ákveða kjör félagsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga. 10. ágúst 2015 07:00 Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. 10. ágúst 2015 12:16 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Háskólamenn og ríkið takast á fyrir Hæstarétti Málflutningur hófst í Hæstarétti í morgun í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu. 10. ágúst 2015 09:54
Segir rök hníga að því að Hæstiréttur hnekki BHM-dómi héraðsdóms Hæstiréttur rýfur réttarhlé á mánudag til að hlýða á málflutning í máli BHM gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkföll. 6. ágúst 2015 19:30
Ekki fundað sérstaklega án gerðardóms Gerðardómur hefur frest til 15. ágúst til að ákveða kjör félagsmanna BHM og hjúkrunarfræðinga. 10. ágúst 2015 07:00
Málflutningi BHM lokið: "Tel að það sé veigamiklum spurningum ósvarað“ Málflutningi í máli Bandalags háskólamanna gegn íslenska ríkinu, vegna lagasetningar á verkföll aðildarfélaga bandalagsins, lauk í Hæstarétti rétt fyrir hádegi í dag. Gert er ráð fyrir að dómur falli áður en gerðardómur kveður upp dóm sinn eftir tæpa viku. 10. ágúst 2015 12:16