Sport

Alþjóða frjálsíþróttasambandið setur 28 þátttakendur í bann

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Lamine Diack, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins.
Lamine Diack, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Vísir/Getty
Alþjóðlega frjálsíþróttsambandið (e. International Association of Athletics Federation) gaf í dag frá sér fréttatilkynningu þar sem grein var frá því að 28 íþróttamenn hefðu greinst með ólögleg efni í blóði sínu á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum árið 2005 og 2007 í Helsinki og Osaka.

Fundust alls 32 sýni í nýlegri rannsókn sem sýndu dæmi um ólögleg efni í blóði 28 íþróttamannana. Enginn af íþróttamönnunum sem settir voru í bann munu keppa á heimsmeistaramótinu í Peking sem hefst þann 22. ágúst næstkomandi.

Ekki var hægt að nefna íþróttamennina strax sem greindust með efnin í blóðinu en samkvæmt sambandinu eru flestir þessara keppenda hættir í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×