„Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. ágúst 2015 15:46 Guðmundur Steingrímsson. Vísir/Stefán „Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag,“ skrifar Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, á Facebook í dag í kjölfar umræðu um veika stöðu Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum en fylgi flokksins hefur hríðfallið samkvæmt þeim. Flokksfundur Bjartrar framtíðar hefst á fimmtudag og hafa flokksmenn rætt um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera. Guðmundur hafði ekki gefið færi á viðtali eftir að Heiða Kristín Helgadóttir, annar stofnenda flokksins, lýsti því yfir í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti hugsað sér að taka við formennsku í flokknum, en það gerði Heiða Kristín eftir að hafa lýst því yfir að hún gæti ekki hugsað sér að taka sæti á þingi á meðan Guðmundur væri enn formaður flokksins.Sjá einnig: Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksinsGuðmundur segir á Facebook að átök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka séu töluverð meinsemd að hans mati. „Heilu stjórnmálahreyfingarnar, gæddar fögrum hugsjónum, standa lamaðar í kjölfar slíkra átaka. Fókusinn á brýn úrlausnarefni í þjóðfélaginu, á verkefnin sem ráðast þarf í, hverfur í skuggann,“ skrifar Guðmundur.Of mikill fókus á mikilvægi formanna Hann segir of mikinn fókus á mikilvægi formanna og persónulega eiginleika þeirra vera önnur meinsemd og til þess fallin að draga athygli frá því hversu mikið af fólki kemur í raun og veru að því að gera flokk góðan og mikilvægan. „Átökin skulum við eiga við andstæðinga okkar í pólitík. Hagsmunaklíkurnar, einangrunarsinnana, fordómaöflin og freka karlinn,“ skrifar Guðmundur sem talar fyrir tillögu, sem sprottin er úr umræðu innan Bjartrar framtíðar, sem gengur út á að láta embætti innan flokksins rótera á milli fólks. Á hann þar við formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku. „Í þessu felst að ég sjálfur yrði ekki lengur formaður, nema þegar röðin kæmi að mér að axla þá ábyrgð til jafns við aðra. Það er hugur í mér. Ég vil ganga í öll þau störf sem flokksmenn kunna að fela mér og gera mitt allra besta til að styðja aðra, sem aðhyllast okkar hugsjónir, í sömu verkum. Það á enginn að starfa í Bjartri framtíð með því skilyrði að hann sé formaður, eins og það sé aðalatriðið. Það gildir um mig, og aðra.“Lausnamiðað afl Hann segir Bjarta framtíð ekki hefðbundinn stjórnmálaflokk sem fellur ekki í hefðbundnar gryfjur. „Við erum lausnamiðað afl sem gengur til brýnna verka í þessu samfélagi með kærleika og gleði að vopni. „Þannig vil ég stunda pólitík. Og þannig flokkur er BF.“ Alþingi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
„Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag,“ skrifar Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, á Facebook í dag í kjölfar umræðu um veika stöðu Bjartrar framtíðar í skoðanakönnunum en fylgi flokksins hefur hríðfallið samkvæmt þeim. Flokksfundur Bjartrar framtíðar hefst á fimmtudag og hafa flokksmenn rætt um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera. Guðmundur hafði ekki gefið færi á viðtali eftir að Heiða Kristín Helgadóttir, annar stofnenda flokksins, lýsti því yfir í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti hugsað sér að taka við formennsku í flokknum, en það gerði Heiða Kristín eftir að hafa lýst því yfir að hún gæti ekki hugsað sér að taka sæti á þingi á meðan Guðmundur væri enn formaður flokksins.Sjá einnig: Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksinsGuðmundur segir á Facebook að átök um embætti og völd innan stjórnmálaflokka séu töluverð meinsemd að hans mati. „Heilu stjórnmálahreyfingarnar, gæddar fögrum hugsjónum, standa lamaðar í kjölfar slíkra átaka. Fókusinn á brýn úrlausnarefni í þjóðfélaginu, á verkefnin sem ráðast þarf í, hverfur í skuggann,“ skrifar Guðmundur.Of mikill fókus á mikilvægi formanna Hann segir of mikinn fókus á mikilvægi formanna og persónulega eiginleika þeirra vera önnur meinsemd og til þess fallin að draga athygli frá því hversu mikið af fólki kemur í raun og veru að því að gera flokk góðan og mikilvægan. „Átökin skulum við eiga við andstæðinga okkar í pólitík. Hagsmunaklíkurnar, einangrunarsinnana, fordómaöflin og freka karlinn,“ skrifar Guðmundur sem talar fyrir tillögu, sem sprottin er úr umræðu innan Bjartrar framtíðar, sem gengur út á að láta embætti innan flokksins rótera á milli fólks. Á hann þar við formennsku, stjórnarformennsku og þingflokksformennsku. „Í þessu felst að ég sjálfur yrði ekki lengur formaður, nema þegar röðin kæmi að mér að axla þá ábyrgð til jafns við aðra. Það er hugur í mér. Ég vil ganga í öll þau störf sem flokksmenn kunna að fela mér og gera mitt allra besta til að styðja aðra, sem aðhyllast okkar hugsjónir, í sömu verkum. Það á enginn að starfa í Bjartri framtíð með því skilyrði að hann sé formaður, eins og það sé aðalatriðið. Það gildir um mig, og aðra.“Lausnamiðað afl Hann segir Bjarta framtíð ekki hefðbundinn stjórnmálaflokk sem fellur ekki í hefðbundnar gryfjur. „Við erum lausnamiðað afl sem gengur til brýnna verka í þessu samfélagi með kærleika og gleði að vopni. „Þannig vil ég stunda pólitík. Og þannig flokkur er BF.“
Alþingi Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira