Bjarki: Ég og Arnar vorum of óþolinmóðir hjá Feyenoord Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2015 13:30 Bjarki Gunnlaugsson var tolleraður eftir síðasta leik sinn fyrir FH. Vísir/Daníel „Þetta er líf sem er frábært þegar vel gengur en þetta er líka líf sem er ekki eins skemmtilegt þegar illa gengur,“ sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi umboðsmaður hjá Total Football, í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Farið var yfir víðan völl enda hefur Bjarki kynnst ýmsu á ferli sínum. „Það er erfitt að takast á við að fá ekki að spila og þú þarft að vera sterkur andlega enda færðu að heyra töluverða gagnrýni sem þú verður að geta þolað. Ég las blöðin úti þegar vel gekk en lét þau alveg vera þegar illa gekk,“ sagði Bjarki léttur. Héldum að við værum fullmótaðir leikmennArnar og Bjarki á sínum tímaMynd/VísirBjarki telur að það sé auðveldara fyrir unga atvinnumenn að fara út í dag heldur en fyrir tuttugu árum. „Þeir geta talað við eldri menn, fyrrum atvinnumenn og fengið ráð við ýmsum vandamálum sem koma upp. Hvort sem það er vegna meiðsla eða að fara og tala við þjálfarann um að fá fleiri mínútur þá hefur þetta afleiðingar,“ sagði Bjarki sem sagði að hann hefði haft gott af því sjálfur. „Þetta getur haft afleiðingar. Við vorum of óþolinmóðir hjá Feyenoord og eftir á hyggja var þetta tóm froða af okkur hálfu. Ef að félagið sýnir manni traust og segir það í orðum þá áttu að þrauka. Við komum úr umhverfi þar sem miklar væntingar voru gerðar til okkar og við héldum fyrir vikið að við værum fullmótaðir leikmenn sem ýtti undir óþolinmæði af okkar hálfu.“ Vill gera leikmenn betriBjarki í leik með Preston.Vísir/GettyBjarki er í dag umboðsmaður hjá Total Football en hann segist vera að því til þess að reyna að hjálpa leikmönnum að verða betri. „Umboðsmennskan sameinar allar hliðar fótboltans fyrir mig. Það er hægt að nýta reynsluna úr þjálfun, sem leikmaður og manni langar að gera leikmenn betri. Ég vildi fara út í þetta til þess, að geta gert leikmenn betri því að oft þarf bara smá til viðbótar til þess að leikmenn geti tekið næsta skref.“ Þá talar Bjarki um hugarfar ungra leikmanna ásamt því að ræða síðustu ár ferilsins hjá FH en viðtali má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
„Þetta er líf sem er frábært þegar vel gengur en þetta er líka líf sem er ekki eins skemmtilegt þegar illa gengur,“ sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi umboðsmaður hjá Total Football, í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Farið var yfir víðan völl enda hefur Bjarki kynnst ýmsu á ferli sínum. „Það er erfitt að takast á við að fá ekki að spila og þú þarft að vera sterkur andlega enda færðu að heyra töluverða gagnrýni sem þú verður að geta þolað. Ég las blöðin úti þegar vel gekk en lét þau alveg vera þegar illa gekk,“ sagði Bjarki léttur. Héldum að við værum fullmótaðir leikmennArnar og Bjarki á sínum tímaMynd/VísirBjarki telur að það sé auðveldara fyrir unga atvinnumenn að fara út í dag heldur en fyrir tuttugu árum. „Þeir geta talað við eldri menn, fyrrum atvinnumenn og fengið ráð við ýmsum vandamálum sem koma upp. Hvort sem það er vegna meiðsla eða að fara og tala við þjálfarann um að fá fleiri mínútur þá hefur þetta afleiðingar,“ sagði Bjarki sem sagði að hann hefði haft gott af því sjálfur. „Þetta getur haft afleiðingar. Við vorum of óþolinmóðir hjá Feyenoord og eftir á hyggja var þetta tóm froða af okkur hálfu. Ef að félagið sýnir manni traust og segir það í orðum þá áttu að þrauka. Við komum úr umhverfi þar sem miklar væntingar voru gerðar til okkar og við héldum fyrir vikið að við værum fullmótaðir leikmenn sem ýtti undir óþolinmæði af okkar hálfu.“ Vill gera leikmenn betriBjarki í leik með Preston.Vísir/GettyBjarki er í dag umboðsmaður hjá Total Football en hann segist vera að því til þess að reyna að hjálpa leikmönnum að verða betri. „Umboðsmennskan sameinar allar hliðar fótboltans fyrir mig. Það er hægt að nýta reynsluna úr þjálfun, sem leikmaður og manni langar að gera leikmenn betri. Ég vildi fara út í þetta til þess, að geta gert leikmenn betri því að oft þarf bara smá til viðbótar til þess að leikmenn geti tekið næsta skref.“ Þá talar Bjarki um hugarfar ungra leikmanna ásamt því að ræða síðustu ár ferilsins hjá FH en viðtali má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira