Erlent

Sjö handteknir í tengslum við dauða flóttafólksins í Austurríki

Atli Ísleifsson skrifar
Rannsóknin hefur leitt í ljós að 7,5 tonna bíllinn hafi lagt af stað frá Búdapest á miðvikudagsmorgun.
Rannsóknin hefur leitt í ljós að 7,5 tonna bíllinn hafi lagt af stað frá Búdapest á miðvikudagsmorgun. Vísir/AFP
Sjö manns hafa verið handteknir í Ungverjalandi í tengslum við dauða þeirra sjötíu flóttamanna sem fundust látnir í vörubíl á hraðbraut í austurhluta Austurríkis í gær.

Austurríska blaðið Krone greinir frá þessu, en yfirvöld eiga enn eftir staðfesta handtökurnar.

Í fréttinni segir að talið sé að nokkur fjöldi smyglaranna sé að finna í Rúmeníu.

Viktor Urban, forsætisráðherra Ungverjalands, greindi frá því í gær að bílstjórinn, sem talinn er að hafi ekið bílnum, sé Rúmeni, en utanríkisráðuneyti Rúmeníu hafnaði því í morgun.

Rannsóknin hefur leitt í ljós að 7,5 tonna bíllinn hafi lagt af stað frá Búdapest á miðvikudagsmorgun. Klukkan átta á miðvikudagsmorgninum hafi bíllinn verið á landamærum Austurríkis og Ungverjalands og hafi svo haldið yfir landamærin aðfaranótt fimmtudagsins.

Lögregla segir ekki algengt að svo stórir bílar séu notaðir fyrir smygl sem þessi og að vanalega sé notast við smærri bíla.

Talið er að flóttafólkið hafi kafnað í bílnum.


Tengdar fréttir

Tugir flóttamanna köfnuðu

Allt að fimmtíu lík flóttamanna fundust nærri Vínarborg í gær. Bifreiðin hafði verið yfirgefin í vegarkanti í frá því deginum áður. „Heimsbyggðin fylgist með okkur,“ segir Angela Merkel kanslari Þýskalands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×