Heiðar Már: Kínverska hrunið þýðir lítið fyrir Ísland Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2015 11:40 „Þetta þýðir nú ekki mikið fyrir okkur þar sem við núllstilltum okkar kerfi fyrir um fimm árum,“ segir hagfræðingurinn og fjárfestirinn Heiðar Már Guðjónsson en hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar og Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Undanfarin ár hefur verið talsverður vöxtur á fjármálamörkuðum og verð á hlutabréfum hefur hækkað þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagnum sjálfum. Því hafi verið talsverður munur á milli raunverulegrar stöðu og hagnaðar. Heiðar Már segir að við þurfum ekki að hafa áhyggjur hér á landi nema fallið fari að hafa áhrif á raunhagkerfi heimsins. „Þetta hefur gerst oft áður að markaðir fara fram úr sjálfum sér. Græðgi fólks kemur hægt og rólega og stigmagnast meðan hræðslan við tap kemur skyndilega. Því eru leiðréttingar á mörkuðum svona rosalega skarpar.“ Heiðar Már segir að í þessu öllu saman hafi verið áhugavert að fylgjast með evrunni en hún hefur styrkst mjög mikið líkt og dollarinn. „Evran er í raun hið nýja yen,“ segir hann. Vísar hann til þess að frá hruninu í Japan árið 1989 hafi menn litið á framtíðarhorfur Japans með eilitlum efasemdum og að þar sé lítið að gerast. Yenið verði lágvaxtamynt um ókomna framtíð. „Mig grunar að þannig hafi menn horft aðeins á evruna þannig að það sé gott að taka lán í henni. Ef það kemur skyndilegt högg, og menn skulda í lágvaxtamynt á borð við evru, þá þurfa menn að græja það í einni svipan. Kaupa gjaldeyri og borga skuldina. Það þýðir að evran styrkist sem er í raun það síðasta sem hún þarf,“ segir Heiðar. Samkvæmt Heiðari ætti hrunið að hafa lítil áhrif á Ísland en gæti haft einna mest áhrif á ríki á borð við Þýskalands þar sem stór hluti framleiðsluaukningar landsins hefur verið seldur til Kína. Einnig verði forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á lönd á borð við Nýja Sjáland og Ástralíu sem hafa stundað viðskipti við Kína í auknum mæli á undanförnum árum. Viðtal Heimis og Sigurjóns við Heiðar má heyra í spilaranum sem er hér í fréttinni. Kína Tengdar fréttir Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22 Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14 Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
„Þetta þýðir nú ekki mikið fyrir okkur þar sem við núllstilltum okkar kerfi fyrir um fimm árum,“ segir hagfræðingurinn og fjárfestirinn Heiðar Már Guðjónsson en hann var gestur Sigurjóns M. Egilssonar og Heimis Karlssonar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Undanfarin ár hefur verið talsverður vöxtur á fjármálamörkuðum og verð á hlutabréfum hefur hækkað þrátt fyrir að hægt hafi á efnahagnum sjálfum. Því hafi verið talsverður munur á milli raunverulegrar stöðu og hagnaðar. Heiðar Már segir að við þurfum ekki að hafa áhyggjur hér á landi nema fallið fari að hafa áhrif á raunhagkerfi heimsins. „Þetta hefur gerst oft áður að markaðir fara fram úr sjálfum sér. Græðgi fólks kemur hægt og rólega og stigmagnast meðan hræðslan við tap kemur skyndilega. Því eru leiðréttingar á mörkuðum svona rosalega skarpar.“ Heiðar Már segir að í þessu öllu saman hafi verið áhugavert að fylgjast með evrunni en hún hefur styrkst mjög mikið líkt og dollarinn. „Evran er í raun hið nýja yen,“ segir hann. Vísar hann til þess að frá hruninu í Japan árið 1989 hafi menn litið á framtíðarhorfur Japans með eilitlum efasemdum og að þar sé lítið að gerast. Yenið verði lágvaxtamynt um ókomna framtíð. „Mig grunar að þannig hafi menn horft aðeins á evruna þannig að það sé gott að taka lán í henni. Ef það kemur skyndilegt högg, og menn skulda í lágvaxtamynt á borð við evru, þá þurfa menn að græja það í einni svipan. Kaupa gjaldeyri og borga skuldina. Það þýðir að evran styrkist sem er í raun það síðasta sem hún þarf,“ segir Heiðar. Samkvæmt Heiðari ætti hrunið að hafa lítil áhrif á Ísland en gæti haft einna mest áhrif á ríki á borð við Þýskalands þar sem stór hluti framleiðsluaukningar landsins hefur verið seldur til Kína. Einnig verði forvitnilegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á lönd á borð við Nýja Sjáland og Ástralíu sem hafa stundað viðskipti við Kína í auknum mæli á undanförnum árum. Viðtal Heimis og Sigurjóns við Heiðar má heyra í spilaranum sem er hér í fréttinni.
Kína Tengdar fréttir Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22 Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14 Hrun á hlutabréfamörkuðum vegna Kína Miklar verðlækkanir hér á Íslandi. 24. ágúst 2015 14:30 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Kína heldur áfram að falla en aðrir Asíumarkaðir á uppleið Sjanghæ vísitalan lækkaði um 7,6 prósent í viðskiptum dagsins. 25. ágúst 2015 07:22
Seðlabanki Kína lækkar stýrivexti Þetta er fimmta stýrivaxtalækkunin frá því í nóvember. 25. ágúst 2015 11:14