Jakob og Logi allt í öllu í sókninni þegar Ísland vann Holland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. ágúst 2015 16:28 Jakob Örn Sigurðarson. Vísir/Andri Marinó Ísland vann tveggja stiga sigur á Hollandi, 67-65, á æfingamótinu í Eistlandi í dag en það var allt annað að sjá til íslenska liðsins heldur en í tuttugu stiga tapinu á móti heimamönnum í gær. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í íslenska liðinu með 20 stig en Logi Gunnarsson skoraði átta af sextán stigum sínum í lokaleikhlutanum. Logi kom inn í byrjunarliðið og minnti vel á sig í seinni hálfleiknum. Jakob og Logi skoruðu saman sjö þriggja stiga körfur í leiknum og allt íslenska liðið var með tólf þrista í leiknum og skoraði þrjár fleiri körfur utan þriggja stiga línunnar en innan hennar. Pavel Ermolinskij var með 8 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar, Hlynur Bæringsson skoraði 7 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 6 stig og 4 stoðsendingar. Íslenska liðið tapaði fráköstunum illa, tóku sextán færri fráköst (31-47), auk þess að taka 39 þriggja stiga skot á móti aðeins 26 tveggja stiga skotum. Íslenska landsliðið lék í leiknum án tveggja af sínum sterkustu leikmönnum en Jón Arnór Stefánsson er meiddur á hné og Haukur Helgi Pálsson fékk leyfi til að fara í brúðkaup föður síns. Íslenska vann fyrsta leikhlutann 15-9 og var átta stigum yfir í hálfleik, 29-21. Íslenska liðið byrjaði síðan frábærlega í þriðja leikhlutanum og komst mest fimmtán stigum yfir, 45-30. Hollendingar enduðu hinsvegar þriðja leikhlutann af krafti og munurinn var aðeins þrjú stig, 47-44, fyrir lokaleikhluta eftir að hollenska liðið vann síðustu fjórar mínútur leikhlutans 14-2. Hollendingar náðu að jafna metin í upphafi lokaleikhlutans en komust ekki yfir. Logi Gunnarsson sá til þess með því að skora 8 stig á fyrstu fimm mínútum í fjórða leikhlutanum. Fimm stig í röð á tæpri mínútu frá fyrirliðanum Hlyni Bæringssyni komu íslenska liðinu aftur níu stigum yfir, 63-54. Íslenska liðið var síðan sterkara á lokamínútunum en það munaði þó bara tveimur stigum í lokin. EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira
Ísland vann tveggja stiga sigur á Hollandi, 67-65, á æfingamótinu í Eistlandi í dag en það var allt annað að sjá til íslenska liðsins heldur en í tuttugu stiga tapinu á móti heimamönnum í gær. Jakob Örn Sigurðarson var stigahæstur í íslenska liðinu með 20 stig en Logi Gunnarsson skoraði átta af sextán stigum sínum í lokaleikhlutanum. Logi kom inn í byrjunarliðið og minnti vel á sig í seinni hálfleiknum. Jakob og Logi skoruðu saman sjö þriggja stiga körfur í leiknum og allt íslenska liðið var með tólf þrista í leiknum og skoraði þrjár fleiri körfur utan þriggja stiga línunnar en innan hennar. Pavel Ermolinskij var með 8 stig, 10 fráköst og 4 stoðsendingar, Hlynur Bæringsson skoraði 7 stig og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 6 stig og 4 stoðsendingar. Íslenska liðið tapaði fráköstunum illa, tóku sextán færri fráköst (31-47), auk þess að taka 39 þriggja stiga skot á móti aðeins 26 tveggja stiga skotum. Íslenska landsliðið lék í leiknum án tveggja af sínum sterkustu leikmönnum en Jón Arnór Stefánsson er meiddur á hné og Haukur Helgi Pálsson fékk leyfi til að fara í brúðkaup föður síns. Íslenska vann fyrsta leikhlutann 15-9 og var átta stigum yfir í hálfleik, 29-21. Íslenska liðið byrjaði síðan frábærlega í þriðja leikhlutanum og komst mest fimmtán stigum yfir, 45-30. Hollendingar enduðu hinsvegar þriðja leikhlutann af krafti og munurinn var aðeins þrjú stig, 47-44, fyrir lokaleikhluta eftir að hollenska liðið vann síðustu fjórar mínútur leikhlutans 14-2. Hollendingar náðu að jafna metin í upphafi lokaleikhlutans en komust ekki yfir. Logi Gunnarsson sá til þess með því að skora 8 stig á fyrstu fimm mínútum í fjórða leikhlutanum. Fimm stig í röð á tæpri mínútu frá fyrirliðanum Hlyni Bæringssyni komu íslenska liðinu aftur níu stigum yfir, 63-54. Íslenska liðið var síðan sterkara á lokamínútunum en það munaði þó bara tveimur stigum í lokin.
EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Sjá meira