Pedro varaður við harðstjóranum Van Gaal og hætti við að koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2015 10:30 Pedro Rodríguez með Andrés Iniesta. Vísir/Getty Spænski framherjinn Pedro gekk í gær frá fjögurra ára samningi við Chelsea en þessi þessi þróun mála kom mörgum á óvörum því allt leit út fyrir að Pedro væri á leiðinni til Manchester United. Chelsea náði hinsvegar samkomulagi við Barcelona og borgar spænska félaginu 21,3 milljónir punda fyrir þennan 28 ára sóknarmann sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Barcelona undanfarin ár. Leið Pedro Rodríguez lá í ensku úrvalsdeildina og enskir og spænskir miðlar hafa mikið skrifað um væntanleg félagsskipti hans til Manchester United. Það varð þó ekkert af því. Pedro Rodríguez hætti við á síðustu stundu að vilja fara til Manchester United og enska blaðið Daily Mail segir ástæðuna vera slæmar sögur af harðstjóranum Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United. Meðferð Louis van Gaal á markverðinum Victor Valdes, fyrrum liðsfélaga Pedro hjá Barcelona, átti því væntanlega mikinn þátt í því að Pedro er á leiðinni á Stamford Bridge en ekki á Old Trafford.Sjá einnig:Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Victor Valdes á enga framtíð lengur á Old Trafford eftir að Louis van Gaal sakaði hann um að neita að spila með varaliði félagsins. Það er líka annar spænskur markvörður sem hefur fengið að kenna á harðstjóranum Van Gaal en það er spænski landsliðsmarkvörðurinn David De Gea. David De Gea og Pedro þekkjast vel frá landsliðinu. De Gea hefur barist fyrir því að komast til Real Madrid en félögin hafa ekki náð saman og Van Gaal ákvað að henda spænska markverðinum út úr hóp fyrir fyrsta leik tímabilsins og hann hefur ekki fengið að vera með síðan.Sjá einnig:David De Gea spilar ekki fyrir Man Utd fyrr en glugginn lokar Daily Mail segir að hlutirnir hafi byrjað að gerjast á sunnudaginn. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði sjálfur við Pedro eftir 3-0 tapið á móti Manchester City og þá hvatti Cesc Fabregas landa sinn og fyrrum liðsfélaga í Barcelona að koma til sín í London. Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Stoichkov: Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Hristo Stoichkov ber Louis Van Gaal ekki vel söguna en hann segir Hollendinginn vera meðalmann, rétt eins og hann var meðalgóður leikmaður. 11. ágúst 2015 12:30 Pedro búinn að ná samkomulagi við Man. Utd Sky Sports greinir frá því nú í morgun að samningar hafi tekist á milli spænska knattspyrnumannsins Pedro og Man. Utd. 18. ágúst 2015 07:59 Torres: Viss um að Pedro muni aðlagast enska boltanum vel Fernando Torres segir að spænski framherjinn Pedro hafi alla burði til þess að slá í gegn á Englandi en hann virðist vera á förum til Englands frá spænska stórveldinu Barcelona. 13. ágúst 2015 07:22 Manchester City blandar sér í baráttuna um Pedro Spænski framherjinn er eftirsóttur biti en Manchester-liðin sem og Chelsea eru á höttunum eftir þessum lunkna framherja. 11. ágúst 2015 18:45 Líklega síðasti leikur Pedro með Barcelona Pedro vill fara til Man. Utd. 11. ágúst 2015 22:23 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Spænski framherjinn Pedro gekk í gær frá fjögurra ára samningi við Chelsea en þessi þessi þróun mála kom mörgum á óvörum því allt leit út fyrir að Pedro væri á leiðinni til Manchester United. Chelsea náði hinsvegar samkomulagi við Barcelona og borgar spænska félaginu 21,3 milljónir punda fyrir þennan 28 ára sóknarmann sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Barcelona undanfarin ár. Leið Pedro Rodríguez lá í ensku úrvalsdeildina og enskir og spænskir miðlar hafa mikið skrifað um væntanleg félagsskipti hans til Manchester United. Það varð þó ekkert af því. Pedro Rodríguez hætti við á síðustu stundu að vilja fara til Manchester United og enska blaðið Daily Mail segir ástæðuna vera slæmar sögur af harðstjóranum Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United. Meðferð Louis van Gaal á markverðinum Victor Valdes, fyrrum liðsfélaga Pedro hjá Barcelona, átti því væntanlega mikinn þátt í því að Pedro er á leiðinni á Stamford Bridge en ekki á Old Trafford.Sjá einnig:Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Victor Valdes á enga framtíð lengur á Old Trafford eftir að Louis van Gaal sakaði hann um að neita að spila með varaliði félagsins. Það er líka annar spænskur markvörður sem hefur fengið að kenna á harðstjóranum Van Gaal en það er spænski landsliðsmarkvörðurinn David De Gea. David De Gea og Pedro þekkjast vel frá landsliðinu. De Gea hefur barist fyrir því að komast til Real Madrid en félögin hafa ekki náð saman og Van Gaal ákvað að henda spænska markverðinum út úr hóp fyrir fyrsta leik tímabilsins og hann hefur ekki fengið að vera með síðan.Sjá einnig:David De Gea spilar ekki fyrir Man Utd fyrr en glugginn lokar Daily Mail segir að hlutirnir hafi byrjað að gerjast á sunnudaginn. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði sjálfur við Pedro eftir 3-0 tapið á móti Manchester City og þá hvatti Cesc Fabregas landa sinn og fyrrum liðsfélaga í Barcelona að koma til sín í London.
Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Stoichkov: Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Hristo Stoichkov ber Louis Van Gaal ekki vel söguna en hann segir Hollendinginn vera meðalmann, rétt eins og hann var meðalgóður leikmaður. 11. ágúst 2015 12:30 Pedro búinn að ná samkomulagi við Man. Utd Sky Sports greinir frá því nú í morgun að samningar hafi tekist á milli spænska knattspyrnumannsins Pedro og Man. Utd. 18. ágúst 2015 07:59 Torres: Viss um að Pedro muni aðlagast enska boltanum vel Fernando Torres segir að spænski framherjinn Pedro hafi alla burði til þess að slá í gegn á Englandi en hann virðist vera á förum til Englands frá spænska stórveldinu Barcelona. 13. ágúst 2015 07:22 Manchester City blandar sér í baráttuna um Pedro Spænski framherjinn er eftirsóttur biti en Manchester-liðin sem og Chelsea eru á höttunum eftir þessum lunkna framherja. 11. ágúst 2015 18:45 Líklega síðasti leikur Pedro með Barcelona Pedro vill fara til Man. Utd. 11. ágúst 2015 22:23 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Stoichkov: Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Hristo Stoichkov ber Louis Van Gaal ekki vel söguna en hann segir Hollendinginn vera meðalmann, rétt eins og hann var meðalgóður leikmaður. 11. ágúst 2015 12:30
Pedro búinn að ná samkomulagi við Man. Utd Sky Sports greinir frá því nú í morgun að samningar hafi tekist á milli spænska knattspyrnumannsins Pedro og Man. Utd. 18. ágúst 2015 07:59
Torres: Viss um að Pedro muni aðlagast enska boltanum vel Fernando Torres segir að spænski framherjinn Pedro hafi alla burði til þess að slá í gegn á Englandi en hann virðist vera á förum til Englands frá spænska stórveldinu Barcelona. 13. ágúst 2015 07:22
Manchester City blandar sér í baráttuna um Pedro Spænski framherjinn er eftirsóttur biti en Manchester-liðin sem og Chelsea eru á höttunum eftir þessum lunkna framherja. 11. ágúst 2015 18:45