Varð að vísa dreng í 5. flokki útaf vegna kynþáttaníðs Stefán Árni Pálsson skrifar 30. ágúst 2015 20:30 Aron dæmdi leik Fjölnis og ÍBV í úrslitakeppni 5. flokks í dag. „Það sem átti sér stað var að brotið var á leikmanni Fjölnis, sem er dökkur á hörund. Eftir brotið voru menn eitthvað að ýta í hvorn annan og ég fer til þeirra og ætla að róa menn niður,“ segir Aron Elvar Finnsson sem dæmdi leik Fjölnis og ÍBV í 5. flokki karla í knattspyrnu í dag. Aron varð að vísa leikmanni ÍBV af velli þar sem hann gerði sig sekan um kynþáttafordóma í garð leikmanns í liði Fjölnis. Leikurinn var hluti af úrslitakeppninni í flokki B-liða sem fram fór í Boganum á Akureyri. „Leikmaður Fjölnis gengur þá í burtu og málið virðist búið. Þá kallar leikmaður ÍBV á eftir honum rasísk ummæli sem að sjálfsögðu eiga aldrei að heyrast, hvað þá hjá svona ungum krökkum. Við það reiðist leikmaður Fjölnis, reynir að ráðast á leikmann ÍBV og kýlir hann í magann. Ég sá ekki annað í stöðunni en að senda báða aðila útaf.“ Aron segir að viðbrögð foreldrana hafi verið lítil. „Ég held að þau hafi ekki vitað hvað fór fram, þar sem að þau sátu öll fyrir aftan annað markið, en atvikið átti sér stað á hinum enda vallarins. Aðrir leikmenn vissu í raun ekki hvað þeir ættu að gera eða segja og var leikurinn mjög skrýtinn eftir atvikið, enda hafa þeir kannski ekki lent í atviki sem þessu áður, eða ég vona það allavega.“ Aron segir að þjálfari Fjölnis hafi komið og rætt við hann eftir leikinn. „Hann sagði að þetta mál hefði verið útkljáð á milli þjálfara og leikmaður ÍBV hefði beðist afsökunar. Eðlilega var hann ekki sáttur samt sem áður.“Var að dæma hjá 10-11 ára strákum áðan og þurfti að senda einn útaf vegna rasisma! Hvað er að gerast? #fotboltinet— Aron Elvar Finnsson (@AronElvar97) August 30, 2015 Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Sjá meira
„Það sem átti sér stað var að brotið var á leikmanni Fjölnis, sem er dökkur á hörund. Eftir brotið voru menn eitthvað að ýta í hvorn annan og ég fer til þeirra og ætla að róa menn niður,“ segir Aron Elvar Finnsson sem dæmdi leik Fjölnis og ÍBV í 5. flokki karla í knattspyrnu í dag. Aron varð að vísa leikmanni ÍBV af velli þar sem hann gerði sig sekan um kynþáttafordóma í garð leikmanns í liði Fjölnis. Leikurinn var hluti af úrslitakeppninni í flokki B-liða sem fram fór í Boganum á Akureyri. „Leikmaður Fjölnis gengur þá í burtu og málið virðist búið. Þá kallar leikmaður ÍBV á eftir honum rasísk ummæli sem að sjálfsögðu eiga aldrei að heyrast, hvað þá hjá svona ungum krökkum. Við það reiðist leikmaður Fjölnis, reynir að ráðast á leikmann ÍBV og kýlir hann í magann. Ég sá ekki annað í stöðunni en að senda báða aðila útaf.“ Aron segir að viðbrögð foreldrana hafi verið lítil. „Ég held að þau hafi ekki vitað hvað fór fram, þar sem að þau sátu öll fyrir aftan annað markið, en atvikið átti sér stað á hinum enda vallarins. Aðrir leikmenn vissu í raun ekki hvað þeir ættu að gera eða segja og var leikurinn mjög skrýtinn eftir atvikið, enda hafa þeir kannski ekki lent í atviki sem þessu áður, eða ég vona það allavega.“ Aron segir að þjálfari Fjölnis hafi komið og rætt við hann eftir leikinn. „Hann sagði að þetta mál hefði verið útkljáð á milli þjálfara og leikmaður ÍBV hefði beðist afsökunar. Eðlilega var hann ekki sáttur samt sem áður.“Var að dæma hjá 10-11 ára strákum áðan og þurfti að senda einn útaf vegna rasisma! Hvað er að gerast? #fotboltinet— Aron Elvar Finnsson (@AronElvar97) August 30, 2015
Íslenski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Sjá meira