Freyr: Markmiðið er að vinna riðilinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. september 2015 16:30 Freyr Alexandersson. Vísir/Pjetur „Það er klárlega markmiðið okkar að vinna riðilinn og bóka okkur með því sæti beint inn á lokamótið sem fer fram í Hollandi eftir tvö ár og við munum vinna markvisst að því,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að hafa tilkynnt leikmannahópinn fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2017 sem fer fram í Hollandi. Það munar um að Margrét Lára Viðarsdóttir virðist vera að ná aftur fyrri styrk en hún hefur leikið 90 mínútur í undanförnum leikjum og Freyr sagðist vera ánægður að sjá hana vera farna af stað á ný. „Það er jákvætt fyrir okkur og fyrir hana. Þetta er búið að vera erfitt fyrir hana í meiðslunum en henni líður vel núna og það er eflaust mikil tilhlökkun hjá henni að koma til móts við liðið. Hún er flottur íþróttamaður sem hefur átt glæsilegan feril þrátt fyrir erfið meiðsli, það segir sitt að hún hafi skorað rúmlega 70 mörk fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Freyr sem var ánægður að fá leik þegar leikmenn liðsins úr Pepsi-deildinni væru í toppstandi. „Þær ættu að vera í toppformi þessa dagana og fyrir vikið henta þessir haust leikdagar okkur vel. Þær sem eru í þessum hóp hafa verið að standa sig vel og koma vonandi með það inn í landsliðið núna.“ Sonný Lára Þráinsdóttir og Guðrún Arnardóttir eru hluti af leikmannahóp íslenska liðsins en þær hafa slegið í gegn í liði Blika. „Þær hafa báðar átt frábært Íslandsmót. Þær komu með á Algarve Cup síðast og þar fékk ég tækifæri til að skoða betur hvað þær hafa fram að færa. Þær hafa báðar tekið gríðarlegum framförum undanfarin ár og það er frábært að fá samkeppni í miðvarða- og markmannsstöðunni.“ Freyr sagði það jákvætt fyrir aðra leikmenn Pepsi-deildarinnar að sjá að með góðri frammistöðu væri sæti í landsliðinu í boði. „Það er mjög mikilvægt, deildin er búin að vera frábær í sumar. Gæðin í deildinni eru að aukast og við erum búin að fá toppleiki trekk í trekk. Þetta gefur öðrum stelpum von því við veljum þær sem standa sig vel.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
„Það er klárlega markmiðið okkar að vinna riðilinn og bóka okkur með því sæti beint inn á lokamótið sem fer fram í Hollandi eftir tvö ár og við munum vinna markvisst að því,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að hafa tilkynnt leikmannahópinn fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2017 sem fer fram í Hollandi. Það munar um að Margrét Lára Viðarsdóttir virðist vera að ná aftur fyrri styrk en hún hefur leikið 90 mínútur í undanförnum leikjum og Freyr sagðist vera ánægður að sjá hana vera farna af stað á ný. „Það er jákvætt fyrir okkur og fyrir hana. Þetta er búið að vera erfitt fyrir hana í meiðslunum en henni líður vel núna og það er eflaust mikil tilhlökkun hjá henni að koma til móts við liðið. Hún er flottur íþróttamaður sem hefur átt glæsilegan feril þrátt fyrir erfið meiðsli, það segir sitt að hún hafi skorað rúmlega 70 mörk fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Freyr sem var ánægður að fá leik þegar leikmenn liðsins úr Pepsi-deildinni væru í toppstandi. „Þær ættu að vera í toppformi þessa dagana og fyrir vikið henta þessir haust leikdagar okkur vel. Þær sem eru í þessum hóp hafa verið að standa sig vel og koma vonandi með það inn í landsliðið núna.“ Sonný Lára Þráinsdóttir og Guðrún Arnardóttir eru hluti af leikmannahóp íslenska liðsins en þær hafa slegið í gegn í liði Blika. „Þær hafa báðar átt frábært Íslandsmót. Þær komu með á Algarve Cup síðast og þar fékk ég tækifæri til að skoða betur hvað þær hafa fram að færa. Þær hafa báðar tekið gríðarlegum framförum undanfarin ár og það er frábært að fá samkeppni í miðvarða- og markmannsstöðunni.“ Freyr sagði það jákvætt fyrir aðra leikmenn Pepsi-deildarinnar að sjá að með góðri frammistöðu væri sæti í landsliðinu í boði. „Það er mjög mikilvægt, deildin er búin að vera frábær í sumar. Gæðin í deildinni eru að aukast og við erum búin að fá toppleiki trekk í trekk. Þetta gefur öðrum stelpum von því við veljum þær sem standa sig vel.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira