Val hefur borist liðsstyrkur í Olís-deild kvenna í handbolta en Nicole Mogensen skrifaði í gær undir samning við félagið. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Vals.
Nicole þessi, sem er 26 ára, lék síðast í Danmörku en hún getur leyst allar stöðurnar fyrir utan og kemur til með að styrkja lið Vals sem endaði í 6. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili.
Val var einnig spáð 6. sæti í Olís-deild kvenna í árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna sem kynnt var í dag.
Valskonur sækja Aftureldingu heim í 1. umferð Olís-deildarinnar á laugardaginn kemur.
Valur fær liðsstyrk
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

