Kári: Stormur í svokölluðu vatnsglasi Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. september 2015 14:00 Kári Garðarsson vísir/valli Grótta varð bæði Íslands- og bikarmeistari kvenna í handbolta á síðasta tímabili og er spáð titlinum fyrir komandi tímabil. „Þetta er algjörlega ný sviðsmynd fyrir okkur og þetta félag sem hefur siglt lygnan sjó bara undanfarin ár og jafnvel áratugi,“ segir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við Vísi. „Það var líka nýtt í fyrra að vinna þessa titla. Við erum að upplifa nýjar aðstæður sem er skemmtilegt fyrir mig sem þjálfara og liðið í heild.“ „Okkur var spáð titlinum í fyrra og við náðum að standa undir því. Við vorum heppnari með meiðsli en önnur lið. Það var góð stemning í liðinu, á heimaleikjum og í bæjarfélaginu.“Kaupir ekki svona reynslu út í búð Grótta mætir með mjög sterkt lið til leiks í vetur, en liðið fékk bæði Unni Ómarsdóttur og hina bráðefnilegu Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur. Hún fær það vandasama verkefni að leysa Karólínu Bæhrenz af í hægra horninu. „Hún er öðruvísi leikmaður en Karólína; ekki með jafn mikla reynslu en hún getur spilað vörn og nokkrar stöður fyrir utan. Svo höldum við því sem fyrir var. Það má kannski segja að við séum með sterkara lið. Það eru nýjar víddir í liðinu okkar með því að fá Þórey Önnu og Unni,“ segir Kári. „Þórey hefur verið töluvert meidd síðan hún kom þannig ég hef ekki séð hana gera nógu mikið. Hún hefur samt gott hugarfar og er góður íþróttamaður. Það er kannski ósanngjarnt að bera hana saman við Karólínu sem er búin að spila tíu bikarúrslitaleiki og tíu sinnum um Íslandsmeistaratitil. Þannig reynslu kaupirðu ekki út í búð.“Fleiri lið að ná í útlendinga FH-ingar voru mjög ósáttir við að missa Þóreyju til Gróttu þegar hún ákvað að koma heim eftir dvöl ytra. FH taldi sig vera búið að komast að samkomulagi við foreldra hennar. „Við áttum samtal við mömmu hennar þar sem hún er of ung til að við megum tala við Þóreyju sjálfa. FH var á sama tíma að tala við pabba hennar. Þetta þróaðist þannig að henni fannst meira spennandi að koma á Nesið. Þetta var bara stormur í svokölluðu vatnsglasi,“ segir Kári, en hvernig líst honum á deildina í vetur? „Deildin er að styrkjast. Það eru leikmenn að koma heim og færri að fara út. Ég vonast eftir meiri gæðum milli ára. Það eru fleiri lið að ná í útlendinga þannig deildin verður sterkari. Lið eins og Fram er dúndurgott, Haukar eru með Ramune og Mariju og Eyjamenn eru að sækja liðsstyrk. Þetta verður mikil barátta,“ segir Kári Garðarsson. Olís-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira
Grótta varð bæði Íslands- og bikarmeistari kvenna í handbolta á síðasta tímabili og er spáð titlinum fyrir komandi tímabil. „Þetta er algjörlega ný sviðsmynd fyrir okkur og þetta félag sem hefur siglt lygnan sjó bara undanfarin ár og jafnvel áratugi,“ segir Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, í samtali við Vísi. „Það var líka nýtt í fyrra að vinna þessa titla. Við erum að upplifa nýjar aðstæður sem er skemmtilegt fyrir mig sem þjálfara og liðið í heild.“ „Okkur var spáð titlinum í fyrra og við náðum að standa undir því. Við vorum heppnari með meiðsli en önnur lið. Það var góð stemning í liðinu, á heimaleikjum og í bæjarfélaginu.“Kaupir ekki svona reynslu út í búð Grótta mætir með mjög sterkt lið til leiks í vetur, en liðið fékk bæði Unni Ómarsdóttur og hina bráðefnilegu Þóreyju Önnu Ásgeirsdóttur. Hún fær það vandasama verkefni að leysa Karólínu Bæhrenz af í hægra horninu. „Hún er öðruvísi leikmaður en Karólína; ekki með jafn mikla reynslu en hún getur spilað vörn og nokkrar stöður fyrir utan. Svo höldum við því sem fyrir var. Það má kannski segja að við séum með sterkara lið. Það eru nýjar víddir í liðinu okkar með því að fá Þórey Önnu og Unni,“ segir Kári. „Þórey hefur verið töluvert meidd síðan hún kom þannig ég hef ekki séð hana gera nógu mikið. Hún hefur samt gott hugarfar og er góður íþróttamaður. Það er kannski ósanngjarnt að bera hana saman við Karólínu sem er búin að spila tíu bikarúrslitaleiki og tíu sinnum um Íslandsmeistaratitil. Þannig reynslu kaupirðu ekki út í búð.“Fleiri lið að ná í útlendinga FH-ingar voru mjög ósáttir við að missa Þóreyju til Gróttu þegar hún ákvað að koma heim eftir dvöl ytra. FH taldi sig vera búið að komast að samkomulagi við foreldra hennar. „Við áttum samtal við mömmu hennar þar sem hún er of ung til að við megum tala við Þóreyju sjálfa. FH var á sama tíma að tala við pabba hennar. Þetta þróaðist þannig að henni fannst meira spennandi að koma á Nesið. Þetta var bara stormur í svokölluðu vatnsglasi,“ segir Kári, en hvernig líst honum á deildina í vetur? „Deildin er að styrkjast. Það eru leikmenn að koma heim og færri að fara út. Ég vonast eftir meiri gæðum milli ára. Það eru fleiri lið að ná í útlendinga þannig deildin verður sterkari. Lið eins og Fram er dúndurgott, Haukar eru með Ramune og Mariju og Eyjamenn eru að sækja liðsstyrk. Þetta verður mikil barátta,“ segir Kári Garðarsson.
Olís-deild kvenna Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Sjá meira