Ríkisvaldið mismunar starfsmönnum sínum Árni Stefán Jónsson og Kristín Á. Guðmundsdóttir og Snorri Magnússon skrifa 8. september 2015 08:00 Samninganefndir SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna urðu fyrir gríðarlegum vonbrigðum með útspil samninganefndar ríkisins við framlögðum drögum félaganna að launalið kjarasamninga félaganna á síðasta fundi sínum hjá sáttasemjara. Kröfur félaganna byggja að öllu leyti á þeim samningum sem ríkið hefur þegar gert við aðra ríkisstarfsmenn og á niðurstöðum gerðardóms. Því bjuggust samninganefndir félaganna við umræðu um þau drög á fundi samninganefndanna, enda var gert samkomulag á milli samningsaðila í sumar um að bíða eftir niðurstöðum gerðardóms. Nú, þegar ítarlega rökstudd niðurstaða dómsins liggur fyrir, er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efla til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega. Í tilboði ríkisins, sem lagt var fyrir samninganefndir félaganna í síðastliðinni viku, er ljóst að ríkisvaldið ætlar þeim hópum ríkisstarfsmanna sem lægst launin hafa að fá mun minni launahækkanir en þegar hefur verið samið um við aðra. Það er algjörlega klárt að þessir starfsmenn munu aldrei sætta sig við slíka mismunun og ef við sem erum í forsvari fyrir þá gerum slíkan samning yrði hann felldur með öllum greiddum atkvæðum. Fram kemur í gerðardómnum að niðurstaða hans varðandi hjúkrunarfræðinga og BHM sé í takti við kjarasamninga sem þegar hafa verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Krafa opinberra starfsmanna undanfarin misseri hefur verið sú að ná fram jafnrétti í launum á við launafólk á almennum markað. Allar launakannanir, bæði þær sem eru gerðar á vegum stéttarfélaganna sjálfra og tölur frá Hagstofu Íslands, sýna að opinberir starfsmenn bera skarðan hlut frá borði. Laun þeirra eru á bilinu 16-17% lægri en þeirra sem starfa á almennum vinnumarkaði. Þetta er óásættanlegt og þarf að leiðrétta. Samninganefndir félaganna skora á ríkisstjórnina að endurskoða tilboð sitt svo samningar náist án íþyngjandi aðgerða með öllum þeim skaða sem af þeim hlýst. Samninganefndir SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) standa sameiginlega í kjaraviðræðum við samninganefnd ríkisins, en félögin þrjú eru stærstu félögin innan BSRB sem semja við ríkið og hópurinn sem samið verður fyrir telur rúmlega 5.200 manns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Samninganefndir SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna urðu fyrir gríðarlegum vonbrigðum með útspil samninganefndar ríkisins við framlögðum drögum félaganna að launalið kjarasamninga félaganna á síðasta fundi sínum hjá sáttasemjara. Kröfur félaganna byggja að öllu leyti á þeim samningum sem ríkið hefur þegar gert við aðra ríkisstarfsmenn og á niðurstöðum gerðardóms. Því bjuggust samninganefndir félaganna við umræðu um þau drög á fundi samninganefndanna, enda var gert samkomulag á milli samningsaðila í sumar um að bíða eftir niðurstöðum gerðardóms. Nú, þegar ítarlega rökstudd niðurstaða dómsins liggur fyrir, er í raun ótrúlegt að ríkisvaldið neiti að horfast í augu við þá niðurstöðu og kjósi frekar að efla til ófriðar við þrjú stærstu félög ríkisstarfsmanna innan vébanda BSRB og mismuna þannig starfsmönnum sínum gróflega. Í tilboði ríkisins, sem lagt var fyrir samninganefndir félaganna í síðastliðinni viku, er ljóst að ríkisvaldið ætlar þeim hópum ríkisstarfsmanna sem lægst launin hafa að fá mun minni launahækkanir en þegar hefur verið samið um við aðra. Það er algjörlega klárt að þessir starfsmenn munu aldrei sætta sig við slíka mismunun og ef við sem erum í forsvari fyrir þá gerum slíkan samning yrði hann felldur með öllum greiddum atkvæðum. Fram kemur í gerðardómnum að niðurstaða hans varðandi hjúkrunarfræðinga og BHM sé í takti við kjarasamninga sem þegar hafa verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Krafa opinberra starfsmanna undanfarin misseri hefur verið sú að ná fram jafnrétti í launum á við launafólk á almennum markað. Allar launakannanir, bæði þær sem eru gerðar á vegum stéttarfélaganna sjálfra og tölur frá Hagstofu Íslands, sýna að opinberir starfsmenn bera skarðan hlut frá borði. Laun þeirra eru á bilinu 16-17% lægri en þeirra sem starfa á almennum vinnumarkaði. Þetta er óásættanlegt og þarf að leiðrétta. Samninganefndir félaganna skora á ríkisstjórnina að endurskoða tilboð sitt svo samningar náist án íþyngjandi aðgerða með öllum þeim skaða sem af þeim hlýst. Samninganefndir SFR stéttarfélags í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) og Landssambands lögreglumanna (LL) standa sameiginlega í kjaraviðræðum við samninganefnd ríkisins, en félögin þrjú eru stærstu félögin innan BSRB sem semja við ríkið og hópurinn sem samið verður fyrir telur rúmlega 5.200 manns.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar