Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2015 10:42 Sigmar Gabriel, varakanslari og Angela Merkel kanslari. Vísir/AFP Þýska ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja sex milljörðum evra, eða um 870 milljörðum króna, til að bregðast við auknum straumi flóttafólks til Evrópu.Í frétt BBC kemur fram að gagnrýnendur saki Angelu Merkel Þýskalandskanslara um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. Um 18 þúsund flóttamenn komu til Þýskalands um helgina eftir að samkomulag náðist við stjórnvöld í Austurríki og Ungverjalandi um að létta á reglum um hælisleitendur. Werner Faymann, kanslari Austurríkis, segir hins vegar að þessum neyðaraðgerðum verði nú að ljúka. Því verði nú unnið að því að koma hlutum „í fyrra horf“. Ungversk yfirvöld höfðu áður lokað á flóttafólk sem sótti inni í Vestur-Evrópu, en veittu heimild fyrir því að flytja fólk að austurrísku landamærunum á föstudag. Engin teikn eru um að draga muni úr flóttamannastraumnum á næstu dögum þar sem þúsundir manna streyma um Makedóníu og Serbíu að ungversku landamærunum.Ógnar „kristnum velferðarríkjum“ Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, ræddi við fjölmiðla fyrr í dag og sagði að „á meðan við getum ekki varið ytri landamæri Evrópu, getum við ekki rætt um hvað við getum tekið við mörgum.“ Sagði hann alla þá sem reyna að komast til Þýskalands vera að sækjast eftir „þýsku lífi“, ekki öryggi, og að ef straumurinn héldi áfram skapi það ógn við „kristin velferðarríki“. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00 Meirihlutinn vill úr ESB Ný könnun sýnir að naumur meirihluti Breta vill yfirgefa Evrópusambandið. Byr í seglin fyrir andstæðinga aðildar nú þegar þing kemur saman. Flóttamannavandinn í Evrópu virðist hafa áhrif á afstöðu fólks. 7. september 2015 07:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira
Þýska ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja sex milljörðum evra, eða um 870 milljörðum króna, til að bregðast við auknum straumi flóttafólks til Evrópu.Í frétt BBC kemur fram að gagnrýnendur saki Angelu Merkel Þýskalandskanslara um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. Um 18 þúsund flóttamenn komu til Þýskalands um helgina eftir að samkomulag náðist við stjórnvöld í Austurríki og Ungverjalandi um að létta á reglum um hælisleitendur. Werner Faymann, kanslari Austurríkis, segir hins vegar að þessum neyðaraðgerðum verði nú að ljúka. Því verði nú unnið að því að koma hlutum „í fyrra horf“. Ungversk yfirvöld höfðu áður lokað á flóttafólk sem sótti inni í Vestur-Evrópu, en veittu heimild fyrir því að flytja fólk að austurrísku landamærunum á föstudag. Engin teikn eru um að draga muni úr flóttamannastraumnum á næstu dögum þar sem þúsundir manna streyma um Makedóníu og Serbíu að ungversku landamærunum.Ógnar „kristnum velferðarríkjum“ Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, ræddi við fjölmiðla fyrr í dag og sagði að „á meðan við getum ekki varið ytri landamæri Evrópu, getum við ekki rætt um hvað við getum tekið við mörgum.“ Sagði hann alla þá sem reyna að komast til Þýskalands vera að sækjast eftir „þýsku lífi“, ekki öryggi, og að ef straumurinn héldi áfram skapi það ógn við „kristin velferðarríki“.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00 Meirihlutinn vill úr ESB Ný könnun sýnir að naumur meirihluti Breta vill yfirgefa Evrópusambandið. Byr í seglin fyrir andstæðinga aðildar nú þegar þing kemur saman. Flóttamannavandinn í Evrópu virðist hafa áhrif á afstöðu fólks. 7. september 2015 07:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Sjá meira
Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00
Meirihlutinn vill úr ESB Ný könnun sýnir að naumur meirihluti Breta vill yfirgefa Evrópusambandið. Byr í seglin fyrir andstæðinga aðildar nú þegar þing kemur saman. Flóttamannavandinn í Evrópu virðist hafa áhrif á afstöðu fólks. 7. september 2015 07:00