Strákarnir mæta þremur frægum NBA-leikmönnum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2015 12:30 Marco Belinelli, Danilo Gallinari og Andrea Bargnani. Vísir/Getty Íslenska körfuboltalandsliðið mætir Ítalíu í kvöld í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta en bæði lið töpuðu naumlega í fyrsta leik sínum í B-riðlinum í Berlin. Ísland á móti Þýskalandi en Ítalir á móti Tyrkjum. Í liði Ítala eru þrír frægir NBA-leikmenn en þetta eru allt leikmenn sem hafa spilað lengi í NBA og hafa vakið athygli fyrir góðan leik. Danilo Gallinari (Denver Nuggets), Andrea Bargnani (Brooklyn Nets) og Marco Belinelli (Sacramento Kings) hafa allir skapað sér nafn í NBA-deildinni og það verður erfitt verkefni fyrir íslensku vörnina að reyna að stoppa þá í leiknum í dag.Danilo Gallinari átti frábæran leik á móti Tyrkjum í gær en hann skoraði þá 33 stig eftir að hafa hitt úr 9 af 10 skotum sínum utan af velli og 14 af 15 skotum sínum af vítalínunni.Marco Belinelli skoraði 14 stig og gaf 4 stoðsendingar í leiknum en hitti reyndar aðeins úr 2 af 8 þriggja stiga skotum sínum.Andrea Bargnani var með 12 stig og 4 fráköst en Ítalir töpuðu með tíu stigum þær 22 mínútur sem hann spilaði. Bargnani var ekki í byrjunarliði Ítala á móti Tyrkjum í gær.Danilo Gallinari í leik með Denver.Vísir/GettyDanilo Gallinari er 27 ára og 208 sentímetra framherji sem hefur spilað með Denver Nuggets frá 2011. Hann kom inn í NBA-deildina 2008 eftir að hafa verið valinn sjötti í nýliðavalinu af New York Knicks. Gallinari er með 14,2 og 4,5 fráköst að meðaltali í 344 leikjum sínum í NBA-deildinni en hans besta tímabil var 2012-13 (16,2 stig og 5,2 fráköst). Hann missti af 2013-14 tímabilinu vegna meiðsla (krossbandsslit).Andrea Bargnani í leik með New York.Vísir/GettyAndrea Bargnani er 29 ára og 213 sentímetra miðherji. Hann var valinn fyrstur af Toronto Raptors í nýliðavainu 2006 og lék með liðinu til 2013. Undanfarin tvö tímabil hefur hann spilað með New York Knicks en hann samdi við Brooklyn Nets í sumar. Bargnani er með 15,0 og 4,8 fráköst að meðaltali í 504 leikjum sínum í NBA-deildinni en hans besta tímabil var 2010-11 (21,4 stig og 5,2 fráköst).Marco Belinelli í leik með San Antonio.Vísir/GettyMarco Belinelli er 29 ára og 196 sentímetra skotbakvörður sem varð meðal annars NBA-meistari með San Antonio Spurs árið 2014. Hann yfirgaf Spurs í sumar og samdi við Sacramento Kings. Marco Belinelli er eini Ítalinn sem hefur orðið NBA-meistari en í úrslitakeppninni 2014 var hann með 5,4 stig í leik og 42,1 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Sacramento Kings verður hans sjötta NBA-lið en hann hefur einnig spilað með Golden State Warriors, Toronto Raptors, New Orleans Hornets, Chicago Bulls og svo San Antonio Spurs. Belinelli er með 9,4 stig og 39 prósent þriggja stiga skotnýtingu í 502 leikjum sínum í NBA-deildinni en hans besta tímabil var 2011-12 (11,8 stig). Belinelli vann þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleikshelgarinnar árið 2014.Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma en fylgst verður með gangi máli hér inn á Vísi. EM 2015 í Berlín NBA Tengdar fréttir Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. 5. september 2015 16:01 Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35 Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00 Jón Arnór átti þátt í fjórtán körfum íslenska liðsins Jón Arnór Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins enda bæði langstigahæstur í liðinu og sá sem gaf langflestar stoðsendingar. 6. september 2015 11:00 Dramatískur sigur Tyrklands Tyrkland vann dramatískan sigur á Ítalíu í riðli okkar Íslendinga á EM 2015, en riðillinn fer fram í Berlín. Tyrkir unnu tveggja stiga sigur, 89-87, eftir dramatískar lokamínútur. 5. september 2015 21:03 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið mætir Ítalíu í kvöld í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta en bæði lið töpuðu naumlega í fyrsta leik sínum í B-riðlinum í Berlin. Ísland á móti Þýskalandi en Ítalir á móti Tyrkjum. Í liði Ítala eru þrír frægir NBA-leikmenn en þetta eru allt leikmenn sem hafa spilað lengi í NBA og hafa vakið athygli fyrir góðan leik. Danilo Gallinari (Denver Nuggets), Andrea Bargnani (Brooklyn Nets) og Marco Belinelli (Sacramento Kings) hafa allir skapað sér nafn í NBA-deildinni og það verður erfitt verkefni fyrir íslensku vörnina að reyna að stoppa þá í leiknum í dag.Danilo Gallinari átti frábæran leik á móti Tyrkjum í gær en hann skoraði þá 33 stig eftir að hafa hitt úr 9 af 10 skotum sínum utan af velli og 14 af 15 skotum sínum af vítalínunni.Marco Belinelli skoraði 14 stig og gaf 4 stoðsendingar í leiknum en hitti reyndar aðeins úr 2 af 8 þriggja stiga skotum sínum.Andrea Bargnani var með 12 stig og 4 fráköst en Ítalir töpuðu með tíu stigum þær 22 mínútur sem hann spilaði. Bargnani var ekki í byrjunarliði Ítala á móti Tyrkjum í gær.Danilo Gallinari í leik með Denver.Vísir/GettyDanilo Gallinari er 27 ára og 208 sentímetra framherji sem hefur spilað með Denver Nuggets frá 2011. Hann kom inn í NBA-deildina 2008 eftir að hafa verið valinn sjötti í nýliðavalinu af New York Knicks. Gallinari er með 14,2 og 4,5 fráköst að meðaltali í 344 leikjum sínum í NBA-deildinni en hans besta tímabil var 2012-13 (16,2 stig og 5,2 fráköst). Hann missti af 2013-14 tímabilinu vegna meiðsla (krossbandsslit).Andrea Bargnani í leik með New York.Vísir/GettyAndrea Bargnani er 29 ára og 213 sentímetra miðherji. Hann var valinn fyrstur af Toronto Raptors í nýliðavainu 2006 og lék með liðinu til 2013. Undanfarin tvö tímabil hefur hann spilað með New York Knicks en hann samdi við Brooklyn Nets í sumar. Bargnani er með 15,0 og 4,8 fráköst að meðaltali í 504 leikjum sínum í NBA-deildinni en hans besta tímabil var 2010-11 (21,4 stig og 5,2 fráköst).Marco Belinelli í leik með San Antonio.Vísir/GettyMarco Belinelli er 29 ára og 196 sentímetra skotbakvörður sem varð meðal annars NBA-meistari með San Antonio Spurs árið 2014. Hann yfirgaf Spurs í sumar og samdi við Sacramento Kings. Marco Belinelli er eini Ítalinn sem hefur orðið NBA-meistari en í úrslitakeppninni 2014 var hann með 5,4 stig í leik og 42,1 prósent þriggja stiga skotnýtingu. Sacramento Kings verður hans sjötta NBA-lið en hann hefur einnig spilað með Golden State Warriors, Toronto Raptors, New Orleans Hornets, Chicago Bulls og svo San Antonio Spurs. Belinelli er með 9,4 stig og 39 prósent þriggja stiga skotnýtingu í 502 leikjum sínum í NBA-deildinni en hans besta tímabil var 2011-12 (11,8 stig). Belinelli vann þriggja stiga skotkeppni Stjörnuleikshelgarinnar árið 2014.Leikur Íslands og Ítalíu hefst klukkan 16.00 að íslenskum tíma en fylgst verður með gangi máli hér inn á Vísi.
EM 2015 í Berlín NBA Tengdar fréttir Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. 5. september 2015 16:01 Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35 Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00 Jón Arnór átti þátt í fjórtán körfum íslenska liðsins Jón Arnór Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins enda bæði langstigahæstur í liðinu og sá sem gaf langflestar stoðsendingar. 6. september 2015 11:00 Dramatískur sigur Tyrklands Tyrkland vann dramatískan sigur á Ítalíu í riðli okkar Íslendinga á EM 2015, en riðillinn fer fram í Berlín. Tyrkir unnu tveggja stiga sigur, 89-87, eftir dramatískar lokamínútur. 5. september 2015 21:03 Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Sjá meira
Hörður Axel: Við erum engir túristar í Berlín Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik í vörninni þegar Íslands tapaði naumlega með sex stigum á móti Þjðoðverjum í fyrsta leik sínum á Eurobasket 2015. 5. september 2015 16:01
Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45
Jón Arnór: Aldrei verið jafn stressaður fyrir leik á ævinni Jón Arnór Stefánsson, stórstjarna íslenska körfuboltalandsliðsins, var svekktur í lokin á leik Íslands og Þýskalands. Ísland tapaði með sex stiga mun, 71-65, í hörkuleik, en þetta var fyrsti leikur Íslands á Eurobasket. 5. september 2015 15:35
Hlynur um Dirk Nowitzki: Öðruvísi en að mæta einhverjum skógarhöggsmönnum Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, bar sig vel eftir leikinn á móti Þjóðverjum í dag en mikið álag verður á honum eins og öðrum lykilimönnum íslenska liðsins á Evrópumótinu. 6. september 2015 10:00
Jón Arnór átti þátt í fjórtán körfum íslenska liðsins Jón Arnór Stefánsson var allt í öllu í sóknarleik íslenska liðsins enda bæði langstigahæstur í liðinu og sá sem gaf langflestar stoðsendingar. 6. september 2015 11:00
Dramatískur sigur Tyrklands Tyrkland vann dramatískan sigur á Ítalíu í riðli okkar Íslendinga á EM 2015, en riðillinn fer fram í Berlín. Tyrkir unnu tveggja stiga sigur, 89-87, eftir dramatískar lokamínútur. 5. september 2015 21:03