Fyrr í vikunni stóð fólkið í ströngu í Ungverjalandi þar sem yfirvöld ætluðu að koma í veg fyrir að þau gætu haldið ferð sinni áfram. Fjölmargir þeirra neituðu að fara í flóttamannabúðir í Ungverjalandi og vildu komast til Austurríkis og Þýskalands.
Við landamæri Austurríkis og Ungverjalands er flóttafólki boðið að gista í stóru tjaldi, þar sem búið er að koma fyrir fjölda rúma. Tjaldið var reist fyrir nokkrum vikum vegna tónlistarhátíðar í bænum Nickelsdorf og yfirvöld ákváðu að taka það ekki niður vegna flóttafólksins.
Í Búdapest eru yfirvöld byrjuð að leyfa fólki vegabréfa að kaupa lestarmiða til Austurríkis. Þeir sem hafa ekki efni á slíkum miðum ætla að leggja af stað gangandi í kvöld.
"Welcome to Germany" - People applaud & greet migrants as they arrive in Munich http://t.co/3Wk9ryrzib http://t.co/0rZqjFSFef
— BBC News (World) (@BBCWorld) September 5, 2015