Sýrland Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 5. september 2015 11:09 Mörgum sinnum á ári dúkkar upp málefni sem yfirgnæfir alla umræðu á Íslandi. Það getur verið umræða um kaup á nýrnatæki eða hneykslunaralda vegna þess að einhver leggur ítrekað í tvö bílastæði. Þetta er ekkert séríslenskt. Svona er þetta alls staðar í heiminum hvort sem staðir eru litlir eða stórir, ríkir eða fátækir. Það er enginn eðlismunur á því hvernig umræðuefni rísa og hníga í heilu landi eða í litlu kaffisamsæti. Við erum orðin vön þessu. Það er beinlínis spilað inn á þetta. Góðum málefnum er sinnt með árveknisátökum. Það eru blásnir upp hoppukastalar eða hlaupin maraþon til að beina athyglinni í stutta stund að góðu málefni. Markmiðið er „að vekja fólk til umhugsunar“ og svo þegar það er búið þurfa hin góðu málefni að fara aftast í röðina og bíða þolinmóð eftir plássi í næstu umferð í umræðuefnahringekjunni. Ég hugleiði þetta vegna þess sem hefur verið mest í umræðunni undanfarna viku. Flóttamannaneyðin. Frá Sýrlandi streyma allir sem hafa til þess einhver ráð. Sýrland er eins og Bosnía 1993. Þar hafa hlið vítis opnast. Landið er klofið og þrír ofbeldisfullir hópar berast á banaspjótum og beita ógeðslegum aðferðum eins og efnavopnum og nauðgunum. Straumur flóttamanna mun aðeins aukast. Sumir munu deyja á landamærunum, sumir í vöruflutningalestum eða sökkvandi skipum en ekkert mun stöðva strauminn. Þetta er hið viðvarandi ástand og á sama tíma og land eins og Kanada, sem hefur langa sögu af stuðningi við flóttamenn, stígur á bremsurnar þá er sjálfssprottið íslenskt átak að vekja heimsathygli. Það eina sem ég vildi sagt hafa er að ég styð þetta átak af svo miklum móð að ég óska þess að það geri meira en að vekja fólk til umhugsunar. Ég óska þess að það öðlist meira en 15 mínútur árveknisfrægðar áður en fólk fer að hugsa um næsta mál. Höldum því á dagskrá, höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld og bjóða fram aðstoð og hættum ekki fyrr en samþykkt hefur verið að taka á móti margfalt fleiri flóttamönnum en upphaflega var ráðgert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Mörgum sinnum á ári dúkkar upp málefni sem yfirgnæfir alla umræðu á Íslandi. Það getur verið umræða um kaup á nýrnatæki eða hneykslunaralda vegna þess að einhver leggur ítrekað í tvö bílastæði. Þetta er ekkert séríslenskt. Svona er þetta alls staðar í heiminum hvort sem staðir eru litlir eða stórir, ríkir eða fátækir. Það er enginn eðlismunur á því hvernig umræðuefni rísa og hníga í heilu landi eða í litlu kaffisamsæti. Við erum orðin vön þessu. Það er beinlínis spilað inn á þetta. Góðum málefnum er sinnt með árveknisátökum. Það eru blásnir upp hoppukastalar eða hlaupin maraþon til að beina athyglinni í stutta stund að góðu málefni. Markmiðið er „að vekja fólk til umhugsunar“ og svo þegar það er búið þurfa hin góðu málefni að fara aftast í röðina og bíða þolinmóð eftir plássi í næstu umferð í umræðuefnahringekjunni. Ég hugleiði þetta vegna þess sem hefur verið mest í umræðunni undanfarna viku. Flóttamannaneyðin. Frá Sýrlandi streyma allir sem hafa til þess einhver ráð. Sýrland er eins og Bosnía 1993. Þar hafa hlið vítis opnast. Landið er klofið og þrír ofbeldisfullir hópar berast á banaspjótum og beita ógeðslegum aðferðum eins og efnavopnum og nauðgunum. Straumur flóttamanna mun aðeins aukast. Sumir munu deyja á landamærunum, sumir í vöruflutningalestum eða sökkvandi skipum en ekkert mun stöðva strauminn. Þetta er hið viðvarandi ástand og á sama tíma og land eins og Kanada, sem hefur langa sögu af stuðningi við flóttamenn, stígur á bremsurnar þá er sjálfssprottið íslenskt átak að vekja heimsathygli. Það eina sem ég vildi sagt hafa er að ég styð þetta átak af svo miklum móð að ég óska þess að það geri meira en að vekja fólk til umhugsunar. Ég óska þess að það öðlist meira en 15 mínútur árveknisfrægðar áður en fólk fer að hugsa um næsta mál. Höldum því á dagskrá, höldum áfram að þrýsta á stjórnvöld og bjóða fram aðstoð og hættum ekki fyrr en samþykkt hefur verið að taka á móti margfalt fleiri flóttamönnum en upphaflega var ráðgert.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun