Nánasarlegt heildarframlag Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 5. september 2015 10:45 Reynsla af flóttafólki á Íslandi er góð. Hingað hafa verið boðnir örfáir hópar kvótaflóttafólks á sextíu árum. Fyrst nokkrir tugir Ungverja og hópur Júgóslava á sjötta áratugnum. Fáeinir hópar bátafólks frá Víetnam komu á áttunda og níunda áratugnum. Við bættist fólk sem flúði hildarleikinn á Balkanskaga rétt fyrir aldamótin. Síðan hefur verið tekið á móti fáum en smáum hópum, einkum frá botni Miðjarðarhafsins. Við bætast einstaklingar, sem telja má á fingrum sér, frá stríðshrjáðum Afríkuríkjum, Afganistan og Írak. Alls eru þetta á sjötta hundrað manneskjur. Það er lág tala í öllum samanburði. Vandinn er risavaxinn. Milljónir hrekjast allslausar frá heimilum sínum ár hvert í leit að mannsæmandi lífi. Í Sýrlandi virtist flest leika í lyndi fyrir fáum árum. Stór og vel menntuð millistétt taldi sig búa við öryggi og hagsæld. Damaskus, höfuðborgin, þótti aðlaðandi heimsborg, sem æ fleiri heimsóttu. Múslimskur meirihluti, kristinn minnihluti og þjóðarbrot gyðinga lifðu þar í prýðilegri sátt. Örlög Sýrlendinga eru vitnisburður um óbærilegan hverfulleika mannlífsins. Hlutur Íslands í flóttamannahjálp er skorinn við nögl. Sama á við um opinber framlög til mannúðarmála, sem eiga að styðja flóttafólk nálægt heimaslóðum í von um að það geti snúið heim. Við erum eftirbátar allra þjóða sem við erum efnahagslega samskipa. En heimildir herma að gestrisni fórnfúsra sjálfboðaliða, sem Rauði krossinn þjálfar í samvinnu við sveitarfélög, sé til mikils sóma. Verklagið sé til eftirbreytni. Fjöldi fólks um allt land er reiðubúið að halda merkinu á lofti. Við getum því hæglega tekið á móti miklu fleira flóttafólki. Heildarframlagið er nánasarlegt en framlag einstakra byggða rausnarlegt. Ísfirðingar, Hornfirðingar, Siglfirðingar, Blönduósbúar, Dalvíkingar, Skagamenn og Fjarðabyggðarfólk hafa tekið á móti hópum, sem munar um. Þrjátíu stríðshrjáðir einstaklingar frá framandi landi setja svip sinn á þúsund manna bæjarfélag. Ekki ber á öðru en að reynsla heimafólks sé góð. Aðkomufólkið hafi auðgað bæjarbraginn og lifað í sátt og samlyndi við nýja granna sína. Langflestir hafa spjarað sig vel í lífsbaráttunni. „Á móti okkur tók yndislegasta fólk sem ég hef á ævinni fengið að kynnast,“ skrifar Jovana Schally, háskólanemi, á Facebook. Hún var barn í hópi serbneskra flóttamanna sem settust að á Ísafirði fyrir tuttugu árum. Hópurinn hefur ílengst og í honum er að finna verðandi lækna, kennara, sálfræðinga, lögfræðinga, félagsráðgjafa og stjórnmálafólk, einstaklinga sem munu ef að líkum lætur endurgjalda samfélaginu allan kostnað við komu þeirra og stuðning fyrstu skrefin – og gott betur! Breska vikuritið Economist kemst að þeirri niðurstöðu í nýlegri úttekt að oftar en ekki sé beinlínis efnahagslegur ávinningur af því að taka á móti flóttafólki. Það kemur sjálfboðaliðum á íslenskri landsbyggð ekki á óvart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Reynsla af flóttafólki á Íslandi er góð. Hingað hafa verið boðnir örfáir hópar kvótaflóttafólks á sextíu árum. Fyrst nokkrir tugir Ungverja og hópur Júgóslava á sjötta áratugnum. Fáeinir hópar bátafólks frá Víetnam komu á áttunda og níunda áratugnum. Við bættist fólk sem flúði hildarleikinn á Balkanskaga rétt fyrir aldamótin. Síðan hefur verið tekið á móti fáum en smáum hópum, einkum frá botni Miðjarðarhafsins. Við bætast einstaklingar, sem telja má á fingrum sér, frá stríðshrjáðum Afríkuríkjum, Afganistan og Írak. Alls eru þetta á sjötta hundrað manneskjur. Það er lág tala í öllum samanburði. Vandinn er risavaxinn. Milljónir hrekjast allslausar frá heimilum sínum ár hvert í leit að mannsæmandi lífi. Í Sýrlandi virtist flest leika í lyndi fyrir fáum árum. Stór og vel menntuð millistétt taldi sig búa við öryggi og hagsæld. Damaskus, höfuðborgin, þótti aðlaðandi heimsborg, sem æ fleiri heimsóttu. Múslimskur meirihluti, kristinn minnihluti og þjóðarbrot gyðinga lifðu þar í prýðilegri sátt. Örlög Sýrlendinga eru vitnisburður um óbærilegan hverfulleika mannlífsins. Hlutur Íslands í flóttamannahjálp er skorinn við nögl. Sama á við um opinber framlög til mannúðarmála, sem eiga að styðja flóttafólk nálægt heimaslóðum í von um að það geti snúið heim. Við erum eftirbátar allra þjóða sem við erum efnahagslega samskipa. En heimildir herma að gestrisni fórnfúsra sjálfboðaliða, sem Rauði krossinn þjálfar í samvinnu við sveitarfélög, sé til mikils sóma. Verklagið sé til eftirbreytni. Fjöldi fólks um allt land er reiðubúið að halda merkinu á lofti. Við getum því hæglega tekið á móti miklu fleira flóttafólki. Heildarframlagið er nánasarlegt en framlag einstakra byggða rausnarlegt. Ísfirðingar, Hornfirðingar, Siglfirðingar, Blönduósbúar, Dalvíkingar, Skagamenn og Fjarðabyggðarfólk hafa tekið á móti hópum, sem munar um. Þrjátíu stríðshrjáðir einstaklingar frá framandi landi setja svip sinn á þúsund manna bæjarfélag. Ekki ber á öðru en að reynsla heimafólks sé góð. Aðkomufólkið hafi auðgað bæjarbraginn og lifað í sátt og samlyndi við nýja granna sína. Langflestir hafa spjarað sig vel í lífsbaráttunni. „Á móti okkur tók yndislegasta fólk sem ég hef á ævinni fengið að kynnast,“ skrifar Jovana Schally, háskólanemi, á Facebook. Hún var barn í hópi serbneskra flóttamanna sem settust að á Ísafirði fyrir tuttugu árum. Hópurinn hefur ílengst og í honum er að finna verðandi lækna, kennara, sálfræðinga, lögfræðinga, félagsráðgjafa og stjórnmálafólk, einstaklinga sem munu ef að líkum lætur endurgjalda samfélaginu allan kostnað við komu þeirra og stuðning fyrstu skrefin – og gott betur! Breska vikuritið Economist kemst að þeirri niðurstöðu í nýlegri úttekt að oftar en ekki sé beinlínis efnahagslegur ávinningur af því að taka á móti flóttafólki. Það kemur sjálfboðaliðum á íslenskri landsbyggð ekki á óvart.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun