Bretland mun taka á móti þúsundum flóttamanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. september 2015 11:23 Sýrlenskir flóttamenn sem hafa komist hafa yfir til Tyrklands. vísir/getty David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að landið muni taka á móti þúsundum flóttamanna sem nú er á vergangi vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Stöðugur fréttaflutningur hefur verið síðustu daga af ófremdarástandi í málefnum flóttamanna sem í þúsunda tali hætta lífi sínu og limum til að komast til Evrópu í von um betra líf. Hafa stjórnvöld í álfunni verið gagnrýnd harðlega fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. Fyrr í vikunni sagði Cameron að það að taka á móti fleiri flóttamönnum væri ekki einfalt svar við ástandinu sem hefur skapast. Var Cameron gagnrýndur harðlega og hefur verið mikill þrýstingur á hann og ríkisstjórnina að láta til sín taka. Til að mynda hafa hátt í 400.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis að Bretar taki á móti fleiri flóttamönnum. „Það er siðferðisleg skylda okkar Breta að hjálpa flóttamönnum, líkt og höfum gert áður í sögunni,“ sagði Cameron á fréttamannafundi í dag. Cameron sagði að flóttamennirnir kæmu frá flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna á landamærum Sýrlands og nágrannaríkja. Ekki er því um að ræða flóttamenn sem eru nú þegar komnir til Evrópu. Hét hann því að finna langtímalausnir á vandanum. Cameron nefndi enga sérstaka tölu í ræðu sinni en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gefið það út að Bretland muni taka við 4000 sýrlenskum flóttamönnum. Flóttamenn Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Ríkir nágrannar gera nánast ekkert fyrir flóttafólk Fjölmargir hafa velt upp þeirri spurningu undanfarið hvort ríku ríkin við Persaflóa beri ekki meiri skyldu til flóttamanna frá Mið-Austurlöndum, heldur en Evrópa. 4. september 2015 11:30 Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58 Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. 4. september 2015 07:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að landið muni taka á móti þúsundum flóttamanna sem nú er á vergangi vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi. Stöðugur fréttaflutningur hefur verið síðustu daga af ófremdarástandi í málefnum flóttamanna sem í þúsunda tali hætta lífi sínu og limum til að komast til Evrópu í von um betra líf. Hafa stjórnvöld í álfunni verið gagnrýnd harðlega fyrir að bregðast ekki nógu hratt við. Fyrr í vikunni sagði Cameron að það að taka á móti fleiri flóttamönnum væri ekki einfalt svar við ástandinu sem hefur skapast. Var Cameron gagnrýndur harðlega og hefur verið mikill þrýstingur á hann og ríkisstjórnina að láta til sín taka. Til að mynda hafa hátt í 400.000 manns skrifað undir áskorun þess efnis að Bretar taki á móti fleiri flóttamönnum. „Það er siðferðisleg skylda okkar Breta að hjálpa flóttamönnum, líkt og höfum gert áður í sögunni,“ sagði Cameron á fréttamannafundi í dag. Cameron sagði að flóttamennirnir kæmu frá flóttamannabúðum Sameinuðu þjóðanna á landamærum Sýrlands og nágrannaríkja. Ekki er því um að ræða flóttamenn sem eru nú þegar komnir til Evrópu. Hét hann því að finna langtímalausnir á vandanum. Cameron nefndi enga sérstaka tölu í ræðu sinni en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gefið það út að Bretland muni taka við 4000 sýrlenskum flóttamönnum.
Flóttamenn Tengdar fréttir Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30 Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00 Ríkir nágrannar gera nánast ekkert fyrir flóttafólk Fjölmargir hafa velt upp þeirri spurningu undanfarið hvort ríku ríkin við Persaflóa beri ekki meiri skyldu til flóttamanna frá Mið-Austurlöndum, heldur en Evrópa. 4. september 2015 11:30 Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58 Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. 4. september 2015 07:00 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Sjá meira
Drengnum sem drukknaði var neitað um hæli í Kanada Alyan Kurdi varð nokkurs konar holdgervingur erfiðrar stöðu flóttamanna á einungis örfáum klukkustundum. 3. september 2015 10:30
Íslendingur í Búdapest: „Það er ekkert gert fyrir fólkið“ Heiðar Hauksson fór á aðallestarstöðina í Búdapest í gær með poka fulla af mat til að gefa flóttafólki sem hefur við á lestarstöðinni. 3. september 2015 13:00
Ríkir nágrannar gera nánast ekkert fyrir flóttafólk Fjölmargir hafa velt upp þeirri spurningu undanfarið hvort ríku ríkin við Persaflóa beri ekki meiri skyldu til flóttamanna frá Mið-Austurlöndum, heldur en Evrópa. 4. september 2015 11:30
Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga "Kæri John Key - Sýrland kallar“. Undirskriftarsafnanir eru hafnar í fleiri löndum en Íslandi til að reyna að aðstoða flóttamenn. 3. september 2015 13:58
Kirkjan safnar fé fyrir flóttamenn Biskup Íslands hvatti í gær söfnuði Þjóðkirkjunnar til að efna til samskota í kirkjum landsins sunnudaganna 13. september og 20. september til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar í starfsemi sinni innan ACT – Alliance á Sýrlandi og Jórdaníu vegna flóttamannavandans. Þetta kom fram í tilkynningu frá Biskupsstofu í gær. 4. september 2015 07:00