Nýsjálendingar og Bretar fylgja í fótspor Íslendinga Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. september 2015 13:58 Sýrlenskir flóttamenn í Makedóníu. vísir/getty Fólk í Nýja-Sjálandi og Bretlandi hefur fylgt fordæmi Íslendinga og kallað eftir því að ráðamenn í löndum sínum taki við fleira flóttafólki. Áskorun til stjórnvalda, undir yfirskriftinni Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar, hófst á sunnudagskvöld. Tugir þúsunda hafa skrifað undir áskoranir þess efnis. Í Bretlandi hófst undirskriftarsöfnun í gær og hafa 40.000 skrifað undir hana nú þegar. Söfnunin fór af stað skömmu eftir að mynd af þriggja ára drukknuðum sýrlenskum dreng var birt á forsíðu dagblaðsins Independent. „Bretar hafa ekki boðið nægilega mörgum hæli miðað við stærð og stöðu þjóðar sinnar samanborið við önnur Evrópulönd,“ segir í yfirlýsingu tengdri undirskrifasöfnuninni. „Við getum ekki látið það gerast að flóttamenn, sem hafa hætt lífi sínu til að komast burt af stríðssvæðum og ofbeldi, séu látnir eiga sig í ömurlegum og ómannúðlegum aðstæðum víða um álfuna.“ Ljóst er að ríkisstjórnin mun þurfa að svara þeim sem standa að undirskriftasöfnuninni en ef 10.000 undirskriftir nást er það skilyrði. Safnist yfir 100.000 undirskriftir verður málið tekið til umræðu í þinginu. Innflytjendamál hafa löngum verið meðal eldfimari mála í breskri pólitík og ekki ljóst hvað ríkisstjórn David Cameron mun aðhafast. Íbúi í Nýja-Sjálandi hefur stofnað Facebook viðburð sem er áþekkur þeim sem settur var upp á Íslandi. Sá ber nafnið Dear Rt Hon John Key, Syria is Calling. Einnig hefur verið stofnaður hópur sem kallast Open homes – Open borders – We will host a refugee en rúmlega þúsund manns hafa lýst því yfir að þeir vilji taka við flóttafólki. Varla þarf að taka fram að Nýja-Sjáland er skrambi langt frá Sýrlandi og ljóst að flóttamannavandi í landinu er afar lítill. Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi vill opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. 2. september 2015 20:45 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Fólk í Nýja-Sjálandi og Bretlandi hefur fylgt fordæmi Íslendinga og kallað eftir því að ráðamenn í löndum sínum taki við fleira flóttafólki. Áskorun til stjórnvalda, undir yfirskriftinni Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar, hófst á sunnudagskvöld. Tugir þúsunda hafa skrifað undir áskoranir þess efnis. Í Bretlandi hófst undirskriftarsöfnun í gær og hafa 40.000 skrifað undir hana nú þegar. Söfnunin fór af stað skömmu eftir að mynd af þriggja ára drukknuðum sýrlenskum dreng var birt á forsíðu dagblaðsins Independent. „Bretar hafa ekki boðið nægilega mörgum hæli miðað við stærð og stöðu þjóðar sinnar samanborið við önnur Evrópulönd,“ segir í yfirlýsingu tengdri undirskrifasöfnuninni. „Við getum ekki látið það gerast að flóttamenn, sem hafa hætt lífi sínu til að komast burt af stríðssvæðum og ofbeldi, séu látnir eiga sig í ömurlegum og ómannúðlegum aðstæðum víða um álfuna.“ Ljóst er að ríkisstjórnin mun þurfa að svara þeim sem standa að undirskriftasöfnuninni en ef 10.000 undirskriftir nást er það skilyrði. Safnist yfir 100.000 undirskriftir verður málið tekið til umræðu í þinginu. Innflytjendamál hafa löngum verið meðal eldfimari mála í breskri pólitík og ekki ljóst hvað ríkisstjórn David Cameron mun aðhafast. Íbúi í Nýja-Sjálandi hefur stofnað Facebook viðburð sem er áþekkur þeim sem settur var upp á Íslandi. Sá ber nafnið Dear Rt Hon John Key, Syria is Calling. Einnig hefur verið stofnaður hópur sem kallast Open homes – Open borders – We will host a refugee en rúmlega þúsund manns hafa lýst því yfir að þeir vilji taka við flóttafólki. Varla þarf að taka fram að Nýja-Sjáland er skrambi langt frá Sýrlandi og ljóst að flóttamannavandi í landinu er afar lítill.
Flóttamenn Tengdar fréttir Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi vill opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. 2. september 2015 20:45 Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04 Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00 „Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Sjá meira
Vilja búa með sýrlensku flóttafólki sem á börn Fimm manna fjölskylda í kjallaraíbúð á Langholtsvegi vill opna heimili sitt fyrir sýrlenskum flóttamönnum og aðstoða þá meðan þeir koma undir sig fótunum. 2. september 2015 20:45
Nafntogaðir Íslendingar bjóða fram margvíslega aðstoð: Ellefu uppbúin rúm í Bolungarvík, plötuspilarar og fullir ruslapokar af vel förnum kvenmannsfatnaði Fólk úr öllum stigum íslensks samfélags segjast vera reiðubúið til að rétta þeim flóttamönnum sem hingað koma til lands hjálparhönd og er aðstoðin í margvíslegum myndum. 30. ágúst 2015 18:04
Erlendir rasistar ráðast á síðuna „Kæra Eygló Harðar“ Stofnandi síðunnar hefur ekki undan og nú eru átta manns henni til aðstoðar. 2. september 2015 12:00
„Kæra Eygló - Sýrland kallar“ ratar í miðla í Bretlandi, Pakistan og Malasíu Framtak Bryndísar Björgvinsdóttur hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er nú farið að fjalla um það í fjölmiðlum erlendis. 1. september 2015 10:30