Aldraðir eiga mikinn rétt samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar Björgvin Guðmundsson skrifar 2. september 2015 09:30 Fyrir skömmu vannst dómsmál gegn ríkinu, sem höfðað var vegna þess, að svonefndur túlkasjóður greiddi ekki heyrnarlausum lögbundin framlög svo unnt væri að gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi og taka þátt í samfélaginu. Helsta málsvörn ríkisins var sú, að ekki hefðu verið til fjármunir til þess að kosta túlk. Fyrir dómi var þessari málsvörn vísað frá og sagt, að réttur heyrnarlausra væri stjórnarskrárvarinn samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar. Snædís Hjartardóttir fór í prófmál gegn ríkinu, þar eð hún fékk ekki túlkaþjónustu eins og áskilið er. Hún vann málið. Hún gat ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu án túlkaþjónustu. Samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar átti hún rétt á túlkaþjónustu. Lögmaður Snædísar í màlinu var Páll Rúnar M. Kristjánsson.Eiga aldraðir og öryrkjar sama rétt? Aldraðir og öryrkjar eiga einnig rétt á aðstoð frá ríkinu til þess að geta tekið eðlilegan þátt í samfélaginu samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þeir, sem hafa einungis lífeyri frá Tryggingastofnun, geta það ekki. Lífeyrir þeirra er svo naumt skammtaður, að hann dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum og sumir geta hvorki leyst út lyf sín eða leitað læknis. Ég ræddi við eldri borgara, einhleyping, sem aðeins fær 140 þúsund kr. á mánuði frá Tryggingastofnun eftir skatt. Hann er með 50 þúsund kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eftir skatt. TR skerðir tryggingabætur hans vegna lífeyrissjóðsins. Það er gagnrýnisvert. Það á ekki að skerða lífeyri frá TR vegna lífeyris úr lífeyrissjóði, þar eð sá lífeyrir er eign eldri borgarans. Alls er þessi eldri borgari með 190 þúsund kr. eftir skatt. Af þeirri fjárhæð þarf hann að borga öll sín útgjöld, húsaleigu,mat, fatnað, lyf, síma, rafmagn og hita, rekstur bíls o.fl. Hann á í miklum erfiðleikum með að láta enda ná saman og hefur stundum orðið að neita sér um læknishjálp og átt erfitt með að leysa út lyfin sín. Hann kemst ekki á tónleika eða í leikhús og getur ekki veitt sér neitt. Vín er ekki inni í myndinni. Hann hefur ekki efni á internetinu. Húsaleiga hans er lág og það má segja, að það bjargi honum þannig að hann geti alltaf keypt mat. Að mínu mati er verið að brjóta á mannréttindum þessa eldri borgara. Það er verið að brjóta stjórnarskrána. Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu vegna þess hve lífeyrir hans er naumt skammtaður af ríkinu.Brotið á vistmönnum hjúkrunarheimila Annað mál vil ég nefna. Það brýtur gegn lögum og stjórnarskrá og er brot á mannhelgi að svipta eldri borgara nær öllum lífeyri sínum frá TR, þegar þeir eru vistaðir á hjúkrunarheimili eða elliheimili. Slíkt fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar lífeyrinn í sínar hendur enda þótt þeir séu komnir á hjúkrunarheimili og síðan greiða þeir sjálfir þann kostnað við dvöl á hjúkrunarheimili, sem þeim ber að greiða. Ég tel þetta fyrirkomulag hér augljóst stjórnarskrárbrot. Ef til vill er það einnig brot á lögum og stjórnarskrá, að skerða lífeyri aldraðra frá TR vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Eldri borgarar eru búnir að greiða alla sína starfsævi í lífeyrissjóð og lífeyrir þar er þeirra eign. Sú eign á ekki að skerða greiðslur þeirra frá almannatryggingum. Það verður að afnema þessa skerðingu og það verður að gera það strax. Eldri borgurum er í stjórnarskrá tryggð aðstoð frá ríkinu til þess að lifa eðlilegu lífi og taka fullan þátt í samfélaginu. Þeir eldri borgarar, sem hafa einungis tekjur frá TR hafa fæstir efni á bíl og ekki heldur tölvubúnaði og margir þeirra hafa ekki efni á sjónvarpi eða þvottavél. Allir eldri borgarar eiga að geta lifað eðlilegu lífi eins og borgarar almennt í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu vannst dómsmál gegn ríkinu, sem höfðað var vegna þess, að svonefndur túlkasjóður greiddi ekki heyrnarlausum lögbundin framlög svo unnt væri að gera þeim kleift að lifa eðlilegu lífi og taka þátt í samfélaginu. Helsta málsvörn ríkisins var sú, að ekki hefðu verið til fjármunir til þess að kosta túlk. Fyrir dómi var þessari málsvörn vísað frá og sagt, að réttur heyrnarlausra væri stjórnarskrárvarinn samkvæmt 76. grein stjórnarskrárinnar. Snædís Hjartardóttir fór í prófmál gegn ríkinu, þar eð hún fékk ekki túlkaþjónustu eins og áskilið er. Hún vann málið. Hún gat ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu án túlkaþjónustu. Samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar átti hún rétt á túlkaþjónustu. Lögmaður Snædísar í màlinu var Páll Rúnar M. Kristjánsson.Eiga aldraðir og öryrkjar sama rétt? Aldraðir og öryrkjar eiga einnig rétt á aðstoð frá ríkinu til þess að geta tekið eðlilegan þátt í samfélaginu samkvæmt 76. gr. stjórnarskrárinnar. Þeir, sem hafa einungis lífeyri frá Tryggingastofnun, geta það ekki. Lífeyrir þeirra er svo naumt skammtaður, að hann dugar ekki fyrir brýnustu útgjöldum og sumir geta hvorki leyst út lyf sín eða leitað læknis. Ég ræddi við eldri borgara, einhleyping, sem aðeins fær 140 þúsund kr. á mánuði frá Tryggingastofnun eftir skatt. Hann er með 50 þúsund kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eftir skatt. TR skerðir tryggingabætur hans vegna lífeyrissjóðsins. Það er gagnrýnisvert. Það á ekki að skerða lífeyri frá TR vegna lífeyris úr lífeyrissjóði, þar eð sá lífeyrir er eign eldri borgarans. Alls er þessi eldri borgari með 190 þúsund kr. eftir skatt. Af þeirri fjárhæð þarf hann að borga öll sín útgjöld, húsaleigu,mat, fatnað, lyf, síma, rafmagn og hita, rekstur bíls o.fl. Hann á í miklum erfiðleikum með að láta enda ná saman og hefur stundum orðið að neita sér um læknishjálp og átt erfitt með að leysa út lyfin sín. Hann kemst ekki á tónleika eða í leikhús og getur ekki veitt sér neitt. Vín er ekki inni í myndinni. Hann hefur ekki efni á internetinu. Húsaleiga hans er lág og það má segja, að það bjargi honum þannig að hann geti alltaf keypt mat. Að mínu mati er verið að brjóta á mannréttindum þessa eldri borgara. Það er verið að brjóta stjórnarskrána. Þessi eldri borgari getur ekki tekið eðlilegan þátt í samfélaginu vegna þess hve lífeyrir hans er naumt skammtaður af ríkinu.Brotið á vistmönnum hjúkrunarheimila Annað mál vil ég nefna. Það brýtur gegn lögum og stjórnarskrá og er brot á mannhelgi að svipta eldri borgara nær öllum lífeyri sínum frá TR, þegar þeir eru vistaðir á hjúkrunarheimili eða elliheimili. Slíkt fyrirkomulag tíðkast ekki annars staðar á Norðurlöndunum. Þar fá eldri borgarar lífeyrinn í sínar hendur enda þótt þeir séu komnir á hjúkrunarheimili og síðan greiða þeir sjálfir þann kostnað við dvöl á hjúkrunarheimili, sem þeim ber að greiða. Ég tel þetta fyrirkomulag hér augljóst stjórnarskrárbrot. Ef til vill er það einnig brot á lögum og stjórnarskrá, að skerða lífeyri aldraðra frá TR vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóði. Eldri borgarar eru búnir að greiða alla sína starfsævi í lífeyrissjóð og lífeyrir þar er þeirra eign. Sú eign á ekki að skerða greiðslur þeirra frá almannatryggingum. Það verður að afnema þessa skerðingu og það verður að gera það strax. Eldri borgurum er í stjórnarskrá tryggð aðstoð frá ríkinu til þess að lifa eðlilegu lífi og taka fullan þátt í samfélaginu. Þeir eldri borgarar, sem hafa einungis tekjur frá TR hafa fæstir efni á bíl og ekki heldur tölvubúnaði og margir þeirra hafa ekki efni á sjónvarpi eða þvottavél. Allir eldri borgarar eiga að geta lifað eðlilegu lífi eins og borgarar almennt í þjóðfélaginu.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun