Pólski risinn kallaði leikmenn íslenska landsliðsins dverga Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. september 2015 11:00 Strákarnir okkar kippar sér eflaust lítið upp við orð pólska risans. vísir/andri marinó/getty Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lenti í Berlín í gær þar sem það hefur leik á Evrópumótinu á laugardaginn gegn heimamönnum í Þýskalandi. Strákarnir okkar luku undirbúningi sínum á fjögurra landa æfingamóti í Póllandi um síðustu helgi þar sem liðið mætti Póllandi, Líbanon og Belgíu. Ísland byrjaði mótið á föstudaginn var með því að tapa með fimmtán stiga mun, 80-65, gegn sterku liði Póllands, en munurinn á liðunum í hálfleik var eitt stig. Marcin Gortat, skærustu stjörnu pólska liðsins, var ekkert sérlega skemmt yfir leikstíl þess íslenska. Gortat er miðherji Washington Wizards í NBA-deildinni en hann lék áður með Phoenix Suns. Hann fór á Twitter eftir leik og skrifaði: „Ganianie krasnali po obwodzie nie jest dla mnie!“ Maciek Baginski, leikmaður Njarðvíkur í Dominos-deild karla, er af pólskum uppruna og þýddi orð Gortat á sinni Twitter-síðu. „Bein þýðing: Eltast við dverga fyrir utan þriggja stiga línuna er ekki fyrir mig!“ skrifaði Maciek, betur þekktur sem Magic.Win is a win...... Ganianie krasnali po obwodzie nie jest dla mnie! — Marcin Gortat (@MGortat) August 28, 2015Bein þýðing: Eltast við dverga fyrir utan þriggjastigalínuna er ekki fyrir mig! @kkikarfahttps://t.co/0tz0rgP1He — Maciek Baginski (@MBaginski) August 28, 2015 Eins og flestir vita er hæðin ekki beint sterkasta vopn íslenska liðsins, en okkar menn fara á Evrópumótið með aðeins einn leikmann sem er hærri en tveir metrar. Það er hinn 218cm hái Ragnar Nathanaelsson. Arnar Guðjónsson, annar af tveimur aðstoðarþjálfurum íslenska liðsins, var spurður út í orð Gortat í viðtali í Akraborginni í gær og hvort íslensku strákarnir gætu ekki nýtt sér svona viðhorf sem gæti komið upp hjá öðrum liðum. „Ég held að það sé erfitt fyrir okkur að nýta hugarástand annarra liða. Það er eitt af því sem við höfum enga stjórn á. Við hins vegar ætlum að undirbúa okkur vel, skoða veikleika hinna liðanna og sækja á þá,“ sagði Arnar, en Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik og þeir eru sagðir smeykir við íslenska liðið. „Vanmat og ekki vanmat, við höfum enga stjórn á því. Það væri auðvitað fínt ef allir vilja vanmeta okkur. En miðað við það sem ég heyri þegar ég tala við þjálfara annarra landsliða í Evrópu eru Þjóðverjar skíthræddir við okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta lenti í Berlín í gær þar sem það hefur leik á Evrópumótinu á laugardaginn gegn heimamönnum í Þýskalandi. Strákarnir okkar luku undirbúningi sínum á fjögurra landa æfingamóti í Póllandi um síðustu helgi þar sem liðið mætti Póllandi, Líbanon og Belgíu. Ísland byrjaði mótið á föstudaginn var með því að tapa með fimmtán stiga mun, 80-65, gegn sterku liði Póllands, en munurinn á liðunum í hálfleik var eitt stig. Marcin Gortat, skærustu stjörnu pólska liðsins, var ekkert sérlega skemmt yfir leikstíl þess íslenska. Gortat er miðherji Washington Wizards í NBA-deildinni en hann lék áður með Phoenix Suns. Hann fór á Twitter eftir leik og skrifaði: „Ganianie krasnali po obwodzie nie jest dla mnie!“ Maciek Baginski, leikmaður Njarðvíkur í Dominos-deild karla, er af pólskum uppruna og þýddi orð Gortat á sinni Twitter-síðu. „Bein þýðing: Eltast við dverga fyrir utan þriggja stiga línuna er ekki fyrir mig!“ skrifaði Maciek, betur þekktur sem Magic.Win is a win...... Ganianie krasnali po obwodzie nie jest dla mnie! — Marcin Gortat (@MGortat) August 28, 2015Bein þýðing: Eltast við dverga fyrir utan þriggjastigalínuna er ekki fyrir mig! @kkikarfahttps://t.co/0tz0rgP1He — Maciek Baginski (@MBaginski) August 28, 2015 Eins og flestir vita er hæðin ekki beint sterkasta vopn íslenska liðsins, en okkar menn fara á Evrópumótið með aðeins einn leikmann sem er hærri en tveir metrar. Það er hinn 218cm hái Ragnar Nathanaelsson. Arnar Guðjónsson, annar af tveimur aðstoðarþjálfurum íslenska liðsins, var spurður út í orð Gortat í viðtali í Akraborginni í gær og hvort íslensku strákarnir gætu ekki nýtt sér svona viðhorf sem gæti komið upp hjá öðrum liðum. „Ég held að það sé erfitt fyrir okkur að nýta hugarástand annarra liða. Það er eitt af því sem við höfum enga stjórn á. Við hins vegar ætlum að undirbúa okkur vel, skoða veikleika hinna liðanna og sækja á þá,“ sagði Arnar, en Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik og þeir eru sagðir smeykir við íslenska liðið. „Vanmat og ekki vanmat, við höfum enga stjórn á því. Það væri auðvitað fínt ef allir vilja vanmeta okkur. En miðað við það sem ég heyri þegar ég tala við þjálfara annarra landsliða í Evrópu eru Þjóðverjar skíthræddir við okkur,“ sagði Arnar Guðjónsson. Viðtalið í heild sinni má heyra hér að neðan.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira