Skyndibiti fyrir 650 milljónir í ágúst Snærós Sindradóttir skrifar 19. september 2015 07:00 Fjóla Sigurðardóttir, matráður í Lobster hut, veltir milljónum á viðskiptum við ferðamenn. VÍSIR/ANTON Erlendir ferðamenn keyptu skyndibita fyrir 649 milljónir, með greiðslukortum, í ágúst síðastliðnum. Það var fjórðungur þeirrar upphæðar sem þeir eyddu í veitingar, svo sem mat á fínum veitingastöðum og bjór á börum. Þetta kemur fram í tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar kemur jafnframt fram að úttektir á reiðufé hafi numið rúmlega tveimur milljörðum króna. Því má gera ráð fyrir að umtalsvert hærri fjárhæð hafi í raun verið varið í kaup á skyndibita í mánuðinum. Fjóla Sigurðardóttir, eigandi og matráður matarvagnsins Lobster hut, segir að um áttatíu prósent viðskiptavina hennar séu ferðamenn. „Fyrsta sumarið mitt var í fyrra. Hreinskilnislega sagt þá velti ég rosalega. Ég var með tugi milljóna samtals,“ segir hún. Fjóla bendir á að með milljónunum hafi hún þurft að borga laun og svo sé hún með dýrasta hráefnið í skyndibitaflórunni, humar. Tölurnar frá Rannsóknarsetri verslunarinnar sýna aukningu um 718 milljónir á milli ára í veitingaþjónustu í heild. Þrátt fyrir það finnur Fjóla frekar fyrir samdrætti sem hún kennir nýrri staðsetningu matarvagnsins um. „En ég var heppin og fékk nætursöluleyfi líka þannig að í sumar er ég búin að vera á Lækjartorgi öll kvöld vikunnar. Í nótt opnum við níu og erum með opið til sex í fyrramálið.“Geir Gunnar MarkússonAðspurð hvort humarsamlokur og humarsúpur séu rétti maturinn til að fæða ölvað fólk á leið heim af skemmtistöðunum segir hún: „Já, fólk er ofsalega ánægt. En svo vilja sumir annað. Á torgið eru komnir eftirréttir, fiskur og franskar og fleira. Þetta er orðin nokkuð góð flóra. Það er ekki bara hamborgari, pylsur og pitsa.“ Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, segir að skyndibiti sé ekki rétti maturinn til að undirbúa ferðamenn undir langa daga í náttúru Íslands. „Ég vildi frekar að þetta væri alvöru íslenskur matur en við erum ótrúlega skyndibitavædd. Það eru skyndibitastaðir úti um allt.“ Hann segir ástæðu fyrir því vera að skyndibiti sé ódýrari en hollari kostur. „Þetta er ekki góð næring og ekki fyrir grey ferðamennina okkar heldur. “ Hann segir hollari skyndibitann ekki vera í boði á þjóðvegum landsins. „Prófaðu að keyra hringinn í kringum landið. Níutíu prósent af mat í vegasjoppum eru skyndibitamatur.“ Geir Gunnar segir vel hægt að ráðast í rekstur á hollum og ódýrum skyndibitastöðum. Það þurfi aðeins viljann til verksins. „Ekki fylla á sjálfan þig eins og þú fyllir á bílinn þinn, það er mjög góð næringarregla.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Erlendir ferðamenn keyptu skyndibita fyrir 649 milljónir, með greiðslukortum, í ágúst síðastliðnum. Það var fjórðungur þeirrar upphæðar sem þeir eyddu í veitingar, svo sem mat á fínum veitingastöðum og bjór á börum. Þetta kemur fram í tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar kemur jafnframt fram að úttektir á reiðufé hafi numið rúmlega tveimur milljörðum króna. Því má gera ráð fyrir að umtalsvert hærri fjárhæð hafi í raun verið varið í kaup á skyndibita í mánuðinum. Fjóla Sigurðardóttir, eigandi og matráður matarvagnsins Lobster hut, segir að um áttatíu prósent viðskiptavina hennar séu ferðamenn. „Fyrsta sumarið mitt var í fyrra. Hreinskilnislega sagt þá velti ég rosalega. Ég var með tugi milljóna samtals,“ segir hún. Fjóla bendir á að með milljónunum hafi hún þurft að borga laun og svo sé hún með dýrasta hráefnið í skyndibitaflórunni, humar. Tölurnar frá Rannsóknarsetri verslunarinnar sýna aukningu um 718 milljónir á milli ára í veitingaþjónustu í heild. Þrátt fyrir það finnur Fjóla frekar fyrir samdrætti sem hún kennir nýrri staðsetningu matarvagnsins um. „En ég var heppin og fékk nætursöluleyfi líka þannig að í sumar er ég búin að vera á Lækjartorgi öll kvöld vikunnar. Í nótt opnum við níu og erum með opið til sex í fyrramálið.“Geir Gunnar MarkússonAðspurð hvort humarsamlokur og humarsúpur séu rétti maturinn til að fæða ölvað fólk á leið heim af skemmtistöðunum segir hún: „Já, fólk er ofsalega ánægt. En svo vilja sumir annað. Á torgið eru komnir eftirréttir, fiskur og franskar og fleira. Þetta er orðin nokkuð góð flóra. Það er ekki bara hamborgari, pylsur og pitsa.“ Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur hjá Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands, segir að skyndibiti sé ekki rétti maturinn til að undirbúa ferðamenn undir langa daga í náttúru Íslands. „Ég vildi frekar að þetta væri alvöru íslenskur matur en við erum ótrúlega skyndibitavædd. Það eru skyndibitastaðir úti um allt.“ Hann segir ástæðu fyrir því vera að skyndibiti sé ódýrari en hollari kostur. „Þetta er ekki góð næring og ekki fyrir grey ferðamennina okkar heldur. “ Hann segir hollari skyndibitann ekki vera í boði á þjóðvegum landsins. „Prófaðu að keyra hringinn í kringum landið. Níutíu prósent af mat í vegasjoppum eru skyndibitamatur.“ Geir Gunnar segir vel hægt að ráðast í rekstur á hollum og ódýrum skyndibitastöðum. Það þurfi aðeins viljann til verksins. „Ekki fylla á sjálfan þig eins og þú fyllir á bílinn þinn, það er mjög góð næringarregla.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira