Líkt og áður eru flestir flóttamennirnir frá stríðshrjáðum Miðausturlöndum. Áður lá leið þeirra í gegnum Ungverjaland en eftir að gaddavírsgirðingum var komið upp þar í landi og óeirðalögreglumenn hafa tekið sér stöðu annars staðar þurfti fólkið að finna sér aðra leið til að komast vestur.
„Við getum ekki tekið við fleirum sem stendur,“ sagði Zoran Milanovic forsætisráðherra Króatíu á blaðamannafundi í höfuðborginni Zagreb. „Við munum áfram veita fólki vatn, mat og læknisaðstoð en síðan verður fólk að halda för sinni áfram.“
Á síðustu tveimur sólarhringum hafa minnst 13.000 flóttamenn komið til Króatíu. Talið er að tæplega hálf milljón manna hafi komið til Evrópu það sem af er ári í leit að betra lífí. Leið flestra liggur um Balkanskagann en fæstir vilja enda þar heldur halda áfram vestur.
Enn sem komið er hefur ESB ekki útbúið neina stefnu vegna málsins og er það að reyna á samstarf ríkjanna 28. Þjóðverjar stefna að því að taka á móti 800.000 hælisleitendum í ár en enn sem komið er ekki vitað hvað önnur lönd munu gera.