Freyr um leikinn gegn Slóvakíu: Þurfum að ná takti saman Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2015 19:15 Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2017, gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudaginn í næstu viku. „Við erum í fínu standi og erum að ná takti, bæði sóknar- og varnarlega,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag. „Það eru náttúrulega bara búnar þrjár æfingar, fjórða æfingin er í dag. Við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum og nýta leikinn á morgun vel,“ sagði Freyr en hversu mikilvægur er leikurinn á morgun. „Það er mjög mikilvægt að fá alvöru verkefni til að rekast á veggi og ná takti saman. Það hefði verið vont að fara í leikinn gegn Hvít-Rússum ósamhæfð, þannig að það er gott að fá leik til að komast í gang.“ Freyr segir að leikurinn á morgun verði fyrst og fremst notaður til að ná takti en þó ætli hann að skoða nokkra nýja hluti. „Við skoðum nokkra nýja hluti sem við höfum ekki gert áður. Síðan þurfum við að ná takti, milli leikhluta (varnar, miðju og sóknar) og svo þarf ég mögulega að skoða leikmenn í nýjum stöðum,“ sagði Freyr sem segir að íslenska liðið þurfi að bæta sig í að halda boltanum. „Í flestum leikjum í undankeppninni munum við þurfa að gera það. Það er bara góð æfing fyrir okkur, eitthvað sem hefur kannski vantað upp á hjá íslenska landsliðinu og mér fannst þurfa að bæta það eftir síðustu keppni. Það er hlutur sem við erum að vinna með og svo þurfum við jafnframt að vera beinskeyttar inni á síðasta þriðjunginum.“ Íslensku stelpurnar hafa komist inn á tvö síðustu Evrópumót og stefna á að komast inn á það þriðja í röð en næsta EM verður haldið í Hollandi. En er pressa á íslenska liðinu? „Pressan kemur frá okkur öllum held ég. Við sættum okkur ekki við neitt annað en að fara á EM, þannig að það er bara þægileg og skemmtileg pressa sem við setjum á okkur,“ sagði Freyr og bætti því við að Ísland ætli sér að vinna riðilinn og komast þar með beint á EM.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Fleiri fréttir Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Sjá meira
Ísland mætir Slóvakíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir fyrsta leikinn í undankeppni EM 2017, gegn Hvíta-Rússlandi á þriðjudaginn í næstu viku. „Við erum í fínu standi og erum að ná takti, bæði sóknar- og varnarlega,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, fyrir æfingu liðsins á Laugardalsvelli í dag. „Það eru náttúrulega bara búnar þrjár æfingar, fjórða æfingin er í dag. Við þurfum að skerpa á nokkrum hlutum og nýta leikinn á morgun vel,“ sagði Freyr en hversu mikilvægur er leikurinn á morgun. „Það er mjög mikilvægt að fá alvöru verkefni til að rekast á veggi og ná takti saman. Það hefði verið vont að fara í leikinn gegn Hvít-Rússum ósamhæfð, þannig að það er gott að fá leik til að komast í gang.“ Freyr segir að leikurinn á morgun verði fyrst og fremst notaður til að ná takti en þó ætli hann að skoða nokkra nýja hluti. „Við skoðum nokkra nýja hluti sem við höfum ekki gert áður. Síðan þurfum við að ná takti, milli leikhluta (varnar, miðju og sóknar) og svo þarf ég mögulega að skoða leikmenn í nýjum stöðum,“ sagði Freyr sem segir að íslenska liðið þurfi að bæta sig í að halda boltanum. „Í flestum leikjum í undankeppninni munum við þurfa að gera það. Það er bara góð æfing fyrir okkur, eitthvað sem hefur kannski vantað upp á hjá íslenska landsliðinu og mér fannst þurfa að bæta það eftir síðustu keppni. Það er hlutur sem við erum að vinna með og svo þurfum við jafnframt að vera beinskeyttar inni á síðasta þriðjunginum.“ Íslensku stelpurnar hafa komist inn á tvö síðustu Evrópumót og stefna á að komast inn á það þriðja í röð en næsta EM verður haldið í Hollandi. En er pressa á íslenska liðinu? „Pressan kemur frá okkur öllum held ég. Við sættum okkur ekki við neitt annað en að fara á EM, þannig að það er bara þægileg og skemmtileg pressa sem við setjum á okkur,“ sagði Freyr og bætti því við að Ísland ætli sér að vinna riðilinn og komast þar með beint á EM.Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Fleiri fréttir Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Sjá meira