Opið bréf til 10. bekkjar Salaskóla Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 17. september 2015 07:00 Kæru nemendur í 10. bekk Salaskóla. Í vor áttum við frábæran fund í skólanum ykkar. Þið kynntuð fyrir mér ykkar sýn á drög að nýjum markmiðum um sjálfbæra þróun, sem var þá verið að ræða í Sameinuðu þjóðunum í New York. „Heimsmarkmiðin“ eins og líka má kalla þau, eru núna tilbúin og verða samþykkt á stórum fundi þjóðarleiðtoga helgina 25.-27. september. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir fundinn og alla vinnuna sem þið lögðuð í að kynna ykkur markmiðin og miðla þeim til mín. Ég fann það sterkt að ykkur er greinilega ekki sama um hvað gerist í heiminum okkar og í lífi annars fólks. Þið sýnduð frumkvæði, nálguðust málin á ykkar eigin hátt og höfðuð greinilega áhuga á að finna lausnir sem virka til að gera heiminn að betri stað. Það er einmitt hugsunin á bak við nýju heimsmarkmiðin 17 að hvert og eitt land – og hver og ein manneskja – geti unnið að þessum sameiginlegu markmiðum. Í Sameinuðu þjóðunum eru 193 ríki og styrkleikar þeirra og áskoranir eru misjafnar. Ef við tökum sem dæmi markmið númer eitt og tvö, sem er að binda enda á fátækt og hungur í heiminum, blasir við að í sumum löndum þarf mikið að gerast meðan önnur ríki, til dæmis Ísland, standa mun betur. Þess vegna þurfum við að hjálpa. Það gerum við með þróunarsamvinnu, sem sautjánda heimsmarkmiðið fjallar einmitt um. Þróunarsamvinnan snýst ekki um að senda fólki mat, heldur að hjálpa fólki í samstarfslöndum Íslands að læra að hjálpa sér sjálft.Frá Malaví.Bjóða upp á ýmsar áskoranir Malaví er eitt af samstarfslöndum okkar Íslendinga í Afríku. Það er á stærð við Ísland þótt íbúarnir séu fleiri. Ég fór þangað í heimsókn í sumar og fannst minnisstæðast að heimsækja staði sem skipta máli í lífi venjulegs fólks í Malaví, svo sem skóla og spítala. Ísland styður nú við byggingu nýrrar fæðingardeildar til að tryggja líf og öryggi mæðra og barna í kringum barnsfæðingar. Það er ennþá þannig í Malaví að miklu fleiri börn deyja ung, og miklu fleiri mæður deyja vegna barnsfæðinga heldur en hér á landi. Það gleðilega er að þessar tölur eru að lækka og ég er ánægður að Ísland geti lagt af mörkum við að lækka þær enn meira. Þannig stuðlum við að því að Malaví nái þriðja heimsmarkmiðinu um heilsu og vellíðan, en tvö undirmarkmiða þess fjalla einmitt um mæðra- og barnadauða. Baráttan við að ná þeim tengist svo líka fimmta markmiðinu sem fjallar um kynjajafnrétti og fjórða markmiðinu sem fjallar um menntun fyrir alla. Nýju heimsmarkmiðin tengjast nefnilega mikið innbyrðis. Nýju markmiðin taka gildi í byrjun næsta árs, 2016, og gilda til 2030. Þau munu líka gilda fyrir Ísland og önnur þróuð lönd og bjóða upp á ýmsar áskoranir, svo sem í stjórnun umhverfismála. Þar kemur hreina orkan sem við Íslendingar höfum lært að nýta, sterk inn, en við eins og önnur ríki þurfum að skoða hvernig við getum unnið að markmiðunum hér heima og að heiman. Þið sem nú eruð að byrja í 10. bekk eruð fædd árið 2000. Það var árið sem Sameinuðu þjóðirnar settu sér fyrst þróunarmarkmið. Nú eruð þið fimmtán ára og ný og víðtækari markmið eru sett. Hvernig verður heimurinn þegar þið verðið þrítug og tíma þessara markmiða lýkur? Munu þau nást? Hvað geta Íslendingar gert til þess? Ég veit og vona að þið getið haft áhrif á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Kæru nemendur í 10. bekk Salaskóla. Í vor áttum við frábæran fund í skólanum ykkar. Þið kynntuð fyrir mér ykkar sýn á drög að nýjum markmiðum um sjálfbæra þróun, sem var þá verið að ræða í Sameinuðu þjóðunum í New York. „Heimsmarkmiðin“ eins og líka má kalla þau, eru núna tilbúin og verða samþykkt á stórum fundi þjóðarleiðtoga helgina 25.-27. september. Mig langar að þakka ykkur kærlega fyrir fundinn og alla vinnuna sem þið lögðuð í að kynna ykkur markmiðin og miðla þeim til mín. Ég fann það sterkt að ykkur er greinilega ekki sama um hvað gerist í heiminum okkar og í lífi annars fólks. Þið sýnduð frumkvæði, nálguðust málin á ykkar eigin hátt og höfðuð greinilega áhuga á að finna lausnir sem virka til að gera heiminn að betri stað. Það er einmitt hugsunin á bak við nýju heimsmarkmiðin 17 að hvert og eitt land – og hver og ein manneskja – geti unnið að þessum sameiginlegu markmiðum. Í Sameinuðu þjóðunum eru 193 ríki og styrkleikar þeirra og áskoranir eru misjafnar. Ef við tökum sem dæmi markmið númer eitt og tvö, sem er að binda enda á fátækt og hungur í heiminum, blasir við að í sumum löndum þarf mikið að gerast meðan önnur ríki, til dæmis Ísland, standa mun betur. Þess vegna þurfum við að hjálpa. Það gerum við með þróunarsamvinnu, sem sautjánda heimsmarkmiðið fjallar einmitt um. Þróunarsamvinnan snýst ekki um að senda fólki mat, heldur að hjálpa fólki í samstarfslöndum Íslands að læra að hjálpa sér sjálft.Frá Malaví.Bjóða upp á ýmsar áskoranir Malaví er eitt af samstarfslöndum okkar Íslendinga í Afríku. Það er á stærð við Ísland þótt íbúarnir séu fleiri. Ég fór þangað í heimsókn í sumar og fannst minnisstæðast að heimsækja staði sem skipta máli í lífi venjulegs fólks í Malaví, svo sem skóla og spítala. Ísland styður nú við byggingu nýrrar fæðingardeildar til að tryggja líf og öryggi mæðra og barna í kringum barnsfæðingar. Það er ennþá þannig í Malaví að miklu fleiri börn deyja ung, og miklu fleiri mæður deyja vegna barnsfæðinga heldur en hér á landi. Það gleðilega er að þessar tölur eru að lækka og ég er ánægður að Ísland geti lagt af mörkum við að lækka þær enn meira. Þannig stuðlum við að því að Malaví nái þriðja heimsmarkmiðinu um heilsu og vellíðan, en tvö undirmarkmiða þess fjalla einmitt um mæðra- og barnadauða. Baráttan við að ná þeim tengist svo líka fimmta markmiðinu sem fjallar um kynjajafnrétti og fjórða markmiðinu sem fjallar um menntun fyrir alla. Nýju heimsmarkmiðin tengjast nefnilega mikið innbyrðis. Nýju markmiðin taka gildi í byrjun næsta árs, 2016, og gilda til 2030. Þau munu líka gilda fyrir Ísland og önnur þróuð lönd og bjóða upp á ýmsar áskoranir, svo sem í stjórnun umhverfismála. Þar kemur hreina orkan sem við Íslendingar höfum lært að nýta, sterk inn, en við eins og önnur ríki þurfum að skoða hvernig við getum unnið að markmiðunum hér heima og að heiman. Þið sem nú eruð að byrja í 10. bekk eruð fædd árið 2000. Það var árið sem Sameinuðu þjóðirnar settu sér fyrst þróunarmarkmið. Nú eruð þið fimmtán ára og ný og víðtækari markmið eru sett. Hvernig verður heimurinn þegar þið verðið þrítug og tíma þessara markmiða lýkur? Munu þau nást? Hvað geta Íslendingar gert til þess? Ég veit og vona að þið getið haft áhrif á það.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun