Sky News greinir frá fleiri hundruð flóttamenn hafi reynt að komast gegnum eða yfir gaddavírsgirðinguna sem er um 3,5 metrar á hæð. Á myndum má sjá fleiri hundruð flóttamanna flýja undan táragasinu.
Fréttamaður Sky News segir að flóttafólkið hafa kastað steinum og múrsteinum að lögreglu.
Flóttamennirnir hafa margir dvalið á landamærunum klukkustundum saman, án matar og drykkjar og án þess að fá frekari upplýsingar frá ungverskum og serbneskum yfirvöldum.
Sjá má beina útsendingu Sky í spilaranum að neðan.