Ormar á gulli stjórnarmaðurinn skrifar 16. september 2015 08:00 Fréttir voru sagðar í vikunni af launatölum þeirra Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar í slitastjórn Glitnis. Kom fram að sé sett tímagjald á vinnu þeirra, nemi gjaldið réttum sextíu þúsund krónum á klukkustund sé miðað við átta klukkustunda vinnudag. Þóknanir til slitastjórnarinnar námu réttum 118 milljónum króna á fyrsta helmingi þessa árs, og höfðu hækkað um rétt tæpar þrjátíu milljónir sé miðað við sama tímabil fyrir ári. Þetta er ekki fyrsta greinin sem skrifuð er um óhóflega sjálftöku slitastjórnarfólks. Staðreyndirnar eru hins vegar nægjanlega sturlaðar til að réttlæta endurtekningarnar. Skilanefndarfólk hefur gjarnan réttlætt kjör sín með tilvísan til kjara sérfræðinga í viðskiptamiðstöðvum á borð við London og New York. Sá samanburður er hins vegar fráleitur enda ólíku saman að jafna. Slíkar borgir eru heimsborgir, sem búa að árhundraða langri viðskiptahefð og tilheyrandi sérþekkingu. Þangað safnast saman bestu sérfræðingar á sínu sviði á alþjóðavísu. Verðlag og umgjörð er eftir því. Undirmenn þiggja góð laun fyrir sín störf, leiga á skrifstofuhúsnæði á besta stað í stórborg kostar sitt og svo framvegis. Sérfræðingar þurfa líka að fá vel umbunað af þeirri ástæðu einni að verkum þeirra fylgir mikil fjárhagsleg ábyrgð ef allt fer á versta veg. Þessu er hins vegar öðruvísi farið með Steinunni og Pál, með fullri virðingu fyrir þeim. Þau hafa heimilisfesti í ríflega hundrað þúsund manna smáborg og enduðu í sínum störfum af tilviljun einni saman, eða varla telst það sérstök vísbending um hæfni að hafa tekið upp símann þegar leitað var að skiptastjóra haustið 2008. Af fréttum að dæma hafa þau líka krafist þess að verða firrt allri ábyrgð á því sem aflaga kann að hafa farið við skiptin að nauðasamningum loknum. Því er ljóst að stórborgartekjur þrotaparsins er ekki hægt að réttlæta með sérstakri færni þeirra, undirliggjandi kostnaði eða því að þau taki á sig fjárhagslega áhættu eða ábyrgð ef illa fer við skiptin. Þau Steinunn og Páll eru holdgervingar þeirra sem duttu í lukkupottinn á haustdögum 2008 og hafa síðan legið eins og ormar á gulli. Þetta fólk hefur þann hag einan að draga skipti á þrotabúum bankanna á langinn út í hið óendanlega, og gera smámál að stórum úrlausnarefnum. Það kristallast í þeirri staðreynd að skiptum á búi Lehman Brothers lauk í mars 2012. Skiptin á Glitni og öðrum íslenskum bönkum standa enn.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fréttir voru sagðar í vikunni af launatölum þeirra Steinunnar Guðbjartsdóttur og Páls Eiríkssonar í slitastjórn Glitnis. Kom fram að sé sett tímagjald á vinnu þeirra, nemi gjaldið réttum sextíu þúsund krónum á klukkustund sé miðað við átta klukkustunda vinnudag. Þóknanir til slitastjórnarinnar námu réttum 118 milljónum króna á fyrsta helmingi þessa árs, og höfðu hækkað um rétt tæpar þrjátíu milljónir sé miðað við sama tímabil fyrir ári. Þetta er ekki fyrsta greinin sem skrifuð er um óhóflega sjálftöku slitastjórnarfólks. Staðreyndirnar eru hins vegar nægjanlega sturlaðar til að réttlæta endurtekningarnar. Skilanefndarfólk hefur gjarnan réttlætt kjör sín með tilvísan til kjara sérfræðinga í viðskiptamiðstöðvum á borð við London og New York. Sá samanburður er hins vegar fráleitur enda ólíku saman að jafna. Slíkar borgir eru heimsborgir, sem búa að árhundraða langri viðskiptahefð og tilheyrandi sérþekkingu. Þangað safnast saman bestu sérfræðingar á sínu sviði á alþjóðavísu. Verðlag og umgjörð er eftir því. Undirmenn þiggja góð laun fyrir sín störf, leiga á skrifstofuhúsnæði á besta stað í stórborg kostar sitt og svo framvegis. Sérfræðingar þurfa líka að fá vel umbunað af þeirri ástæðu einni að verkum þeirra fylgir mikil fjárhagsleg ábyrgð ef allt fer á versta veg. Þessu er hins vegar öðruvísi farið með Steinunni og Pál, með fullri virðingu fyrir þeim. Þau hafa heimilisfesti í ríflega hundrað þúsund manna smáborg og enduðu í sínum störfum af tilviljun einni saman, eða varla telst það sérstök vísbending um hæfni að hafa tekið upp símann þegar leitað var að skiptastjóra haustið 2008. Af fréttum að dæma hafa þau líka krafist þess að verða firrt allri ábyrgð á því sem aflaga kann að hafa farið við skiptin að nauðasamningum loknum. Því er ljóst að stórborgartekjur þrotaparsins er ekki hægt að réttlæta með sérstakri færni þeirra, undirliggjandi kostnaði eða því að þau taki á sig fjárhagslega áhættu eða ábyrgð ef illa fer við skiptin. Þau Steinunn og Páll eru holdgervingar þeirra sem duttu í lukkupottinn á haustdögum 2008 og hafa síðan legið eins og ormar á gulli. Þetta fólk hefur þann hag einan að draga skipti á þrotabúum bankanna á langinn út í hið óendanlega, og gera smámál að stórum úrlausnarefnum. Það kristallast í þeirri staðreynd að skiptum á búi Lehman Brothers lauk í mars 2012. Skiptin á Glitni og öðrum íslenskum bönkum standa enn.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira