„Okkar stærsta vandamál hvað launin í landinu eru lág“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2015 16:30 Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Daníel Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ósammála Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra um ein helsta hættan sem steðji að hagkerfinu sé að laun hækki of mikið hér á landi. „Ég held kannski að okkar stærsta vandamál sé í rauninni hvað launin í landinu eru lág og þá ekki síst þau lægstu og hvað kostnaðurinn við að vera til er mikill. Of stór hluti kökunnar fer til stóru fyrirtækjanna, stórbokkanna sem ég ætla að leyfa mér að kalla svo, og of lítill hluti til launafólks. Ekki er gert nóg til að styðja við litlu fyrirtækin,“ sagði Valgerður í umræðu um forsendur fjárlagafrumvarpsins á þingi í dag. Hún sagði þetta ástand kalla á kerfisbreytingu. „Við þurfum að breyta því hvernig við skiptum gæðum þessa lands á milli þeirra sem eiga og hinna sem vinna og þiggja laun.“ Fjármálaráðherra tók til andsvara að lokinni ræðu Valgerðar vegna orða hennar um að hann hefði sagt laun hækka um og of. „Það sem ég er að benda á í þeirri umræðu er að það eru ytri mörk á því hvað við getum hækkað laun mikið á hverjum tíma án þess að kalla yfir okkur verðbólgu og þar með hærra vaxtastig. Það eru bara efnahagslegar staðreyndir sem búa þar að baki að þeir sem hækka laun að jafnaði meira heldur en framleiðslan vex, þeir draga smám saman úr verðgildi gjaldmiðilsins,“ sagði Bjarni. Hann sagði Íslendinga þekkja vel áratugalanga sögu af víxlverkunum launa og verðlags: „Það sem ég hef verið að benda á að undanförnu er að nýlega gerðir kjarasamningar setja örugglega mikinn þrýsting á að þessi keðjuverkun fari af stað. Það þarf að bregðast við því en allt leiðir þetta mig að þeirri niðurstöðu að það þarf að breyta vinnumarkaðslíkaninu á Íslandi.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Ísland hafa náð sér óvenju hratt á strik efnahagslega og kallaði eftir alþjóðasamstarfi um móttöku flóttamanna í stefnuræðu á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir sagði ekki vera stoð fyrir fallegum fyrirheitum ríkisstjórnarinnar í fjárlögum. 9. september 2015 07:00 50 milljóna króna aukafjárveiting vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 50 milljóna króna aukafjárveitingu til Útlendingastofnunar vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna hér á landi. 11. september 2015 11:11 Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur verði jafnháar lágmarkslaunum. Fjármálaráðherra hefur efasemdir um þá stefnu. 10. september 2015 14:26 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ósammála Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra um ein helsta hættan sem steðji að hagkerfinu sé að laun hækki of mikið hér á landi. „Ég held kannski að okkar stærsta vandamál sé í rauninni hvað launin í landinu eru lág og þá ekki síst þau lægstu og hvað kostnaðurinn við að vera til er mikill. Of stór hluti kökunnar fer til stóru fyrirtækjanna, stórbokkanna sem ég ætla að leyfa mér að kalla svo, og of lítill hluti til launafólks. Ekki er gert nóg til að styðja við litlu fyrirtækin,“ sagði Valgerður í umræðu um forsendur fjárlagafrumvarpsins á þingi í dag. Hún sagði þetta ástand kalla á kerfisbreytingu. „Við þurfum að breyta því hvernig við skiptum gæðum þessa lands á milli þeirra sem eiga og hinna sem vinna og þiggja laun.“ Fjármálaráðherra tók til andsvara að lokinni ræðu Valgerðar vegna orða hennar um að hann hefði sagt laun hækka um og of. „Það sem ég er að benda á í þeirri umræðu er að það eru ytri mörk á því hvað við getum hækkað laun mikið á hverjum tíma án þess að kalla yfir okkur verðbólgu og þar með hærra vaxtastig. Það eru bara efnahagslegar staðreyndir sem búa þar að baki að þeir sem hækka laun að jafnaði meira heldur en framleiðslan vex, þeir draga smám saman úr verðgildi gjaldmiðilsins,“ sagði Bjarni. Hann sagði Íslendinga þekkja vel áratugalanga sögu af víxlverkunum launa og verðlags: „Það sem ég hef verið að benda á að undanförnu er að nýlega gerðir kjarasamningar setja örugglega mikinn þrýsting á að þessi keðjuverkun fari af stað. Það þarf að bregðast við því en allt leiðir þetta mig að þeirri niðurstöðu að það þarf að breyta vinnumarkaðslíkaninu á Íslandi.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Ísland hafa náð sér óvenju hratt á strik efnahagslega og kallaði eftir alþjóðasamstarfi um móttöku flóttamanna í stefnuræðu á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir sagði ekki vera stoð fyrir fallegum fyrirheitum ríkisstjórnarinnar í fjárlögum. 9. september 2015 07:00 50 milljóna króna aukafjárveiting vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 50 milljóna króna aukafjárveitingu til Útlendingastofnunar vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna hér á landi. 11. september 2015 11:11 Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur verði jafnháar lágmarkslaunum. Fjármálaráðherra hefur efasemdir um þá stefnu. 10. september 2015 14:26 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Ísland hafa náð sér óvenju hratt á strik efnahagslega og kallaði eftir alþjóðasamstarfi um móttöku flóttamanna í stefnuræðu á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir sagði ekki vera stoð fyrir fallegum fyrirheitum ríkisstjórnarinnar í fjárlögum. 9. september 2015 07:00
50 milljóna króna aukafjárveiting vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 50 milljóna króna aukafjárveitingu til Útlendingastofnunar vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna hér á landi. 11. september 2015 11:11
Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17
Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28
Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur verði jafnháar lágmarkslaunum. Fjármálaráðherra hefur efasemdir um þá stefnu. 10. september 2015 14:26