
Íbúðir fyrir alla
Samvinnan
Aðgerðir til úrbóta í húsnæðismálum landsmanna eru forgangsverkefni. Í fjárlögum 2016 er gert ráð fyrir að 2,64 milljörðum króna verði samtals varið til uppbyggingar á félagslegu húsnæði og í nýtt húsnæðisbótakerfi.
Þann 28. maí sl. sendi ríkisstjórnin út yfirlýsingu í tengslum við kjarasamninga á almennum markaði. Í henni kemur fram að ríkið skuldbindi sig, ásamt ASÍ, BSRB, BHM og fleiri samtökum, til að skapa bætt skilyrði fyrir uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Stefnt verður að því að fjölga hagkvæmum og ódýrari íbúðum til að tryggja tekjulágum fjölskyldum leiguhúsnæði til lengri tíma.
Fleiri íbúðir-lægra verð
Samkvæmt yfirlýsingunni verður félagslega leigukerfið fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga sem nema um 30% af stofnkostnaði. Framlag ríkis og sveitarfélaga, auk annarra þátta ættu að jafnaði að leiða til þess að leiga einstaklings með lágar tekjur nemi ekki hærra hlutfalli en um 25 % af tekjum viðkomandi. Dæmi: Manneskja með 300 þús. kr. í laun greiðir þá að hámarki 65 þús.kr. í húsaleigu.
Gert er ráð fyrir að byggðar verði 2.300 íbúðir á næstu fjórum árum, max. 600 á ári. Sumum þykir sú upphæð sem ætluð er í þetta verkefni á árinu 2016 lág en þegar rýnt er í forsendur þá kemur í ljós að útreikningar gera m.a. ráð fyrir breytingum á byggingarreglugerð og lækkun lóða og gatnagerðargjalda. Það mun skila sér í lægri byggingarkostnaði. Með þessum hætti verður mögulegt að veita tekjulágum fjölskyldum, sem hingað til hafa ekki átt kost á íbúðum í félagslegu kerfi sveitarfélaganna, aðgang að ódýru og öruggu leiguhúsnæði.
Nú þurfum við að taka höndum saman, leggja pólitíkina til hliðar og byggja upp fjölbreytt húsnæðiskerfi.
Skoðun

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar