Hjörtur: Kassim Doumbia er svindlari | Sjáðu umræðuna um atvik gærdagsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 14. september 2015 14:45 „Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinu sem líkist þessu atviki, maður er hálf orðlaus og Ási var eflaust nær því að hlæja en að grenja,“ sagði Hjörtur Hjartarson, annar sérfræðingur Pepsi-markanna í gær um atvikið þegar Kassim Doumbia sló boltann úr markinu og Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, dæmdi aðeins hornspyrnu. Í endursýningu sést að ekki aðeins fór boltinn langt yfir línuna heldur notaði Doumbia hendina til þess að slá boltann út úr markinu. „Þóroddur hefði mátt færa sig aðeins til vinstri, það eru margir leikmenn fyrir honum sem leiðir til þess að hann sér þetta ekki nægilega vel. Það er einfaldlega ekki hægt að skalla boltann út eins og hann gerir með hendinni þarna,“ sagði Kristján Guðmundsson. Hefði Þóroddur dæmt þetta rétt hefði ÍBV skorað mark og Doumbia hefði fengið áminningu fyrir að reyna þetta. „Fyrir utan það að Doumbia hefði misst af leiknum gegn Breiðablik þá var ÍBV í dauðafæri að taka eitthvað úr þessum leik. Það voru 35 mínútur eftir og manni fleiri hefðu þeir fengið meðbyr. Þetta eru risamistök hjá Þóroddi og aðstoðardómurunum,“ sagði Hjörtur sem hélt ekki aftur af sér þegar spurt var út í aðild Doumbia að þessu. „Það er búið að tala um að Þóroddur hafi klikkað en segjum að Doumbia hefði fiskað víti í teig ÍBV. Þá væri allt brjálað út í hann, umræða um að hann væri svindlari. Það segir enginn neitt um að Doumbia sé svindlari núna? Menn geta sagt að hann geri allt til þess að vinna en þetta er bara svindlari. Dýfa virðist vera það versta sem menn gera,“ sagði Hjörtur og hélt áfram. „Þetta er alveg jafn mikið svindl og að henda sér niður í vítateig andstæðinga. Hann er að blekkja dómarana. Að mínu mati á að taka þetta fyrir alveg eins og þá sem henda sér niður í teig andstæðinganna,“ sagði Hjörtur og Kristján tók undir orð hans. „Fótbolti er spilaður með fótunum og að kasta sér niður og reyna að bjarga með hendinni er ekkert ósjálfsögð vinnubrögð, hann er bara að reyna að bjarga marki. Það sem er verst í þessu er að hann kemst upp með þetta og yfirleitt er það jákvætt að ná að svindla svona. Það er orðið samþykkt að svindla til þess að vinna fótboltaleik og það er alvarlegt mál.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband Þóroddur Hjaltalín var í sviðsljósinu í Kaplakrika í dag. 13. september 2015 22:25 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - ÍBV 3-1 | Sjöundi sigur FH í röð FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. 13. september 2015 00:01 Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur. 13. september 2015 20:13 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
„Í fljótu bragði man ég ekki eftir neinu sem líkist þessu atviki, maður er hálf orðlaus og Ási var eflaust nær því að hlæja en að grenja,“ sagði Hjörtur Hjartarson, annar sérfræðingur Pepsi-markanna í gær um atvikið þegar Kassim Doumbia sló boltann úr markinu og Þóroddur Hjaltalín, dómari leiksins, dæmdi aðeins hornspyrnu. Í endursýningu sést að ekki aðeins fór boltinn langt yfir línuna heldur notaði Doumbia hendina til þess að slá boltann út úr markinu. „Þóroddur hefði mátt færa sig aðeins til vinstri, það eru margir leikmenn fyrir honum sem leiðir til þess að hann sér þetta ekki nægilega vel. Það er einfaldlega ekki hægt að skalla boltann út eins og hann gerir með hendinni þarna,“ sagði Kristján Guðmundsson. Hefði Þóroddur dæmt þetta rétt hefði ÍBV skorað mark og Doumbia hefði fengið áminningu fyrir að reyna þetta. „Fyrir utan það að Doumbia hefði misst af leiknum gegn Breiðablik þá var ÍBV í dauðafæri að taka eitthvað úr þessum leik. Það voru 35 mínútur eftir og manni fleiri hefðu þeir fengið meðbyr. Þetta eru risamistök hjá Þóroddi og aðstoðardómurunum,“ sagði Hjörtur sem hélt ekki aftur af sér þegar spurt var út í aðild Doumbia að þessu. „Það er búið að tala um að Þóroddur hafi klikkað en segjum að Doumbia hefði fiskað víti í teig ÍBV. Þá væri allt brjálað út í hann, umræða um að hann væri svindlari. Það segir enginn neitt um að Doumbia sé svindlari núna? Menn geta sagt að hann geri allt til þess að vinna en þetta er bara svindlari. Dýfa virðist vera það versta sem menn gera,“ sagði Hjörtur og hélt áfram. „Þetta er alveg jafn mikið svindl og að henda sér niður í vítateig andstæðinga. Hann er að blekkja dómarana. Að mínu mati á að taka þetta fyrir alveg eins og þá sem henda sér niður í teig andstæðinganna,“ sagði Hjörtur og Kristján tók undir orð hans. „Fótbolti er spilaður með fótunum og að kasta sér niður og reyna að bjarga með hendinni er ekkert ósjálfsögð vinnubrögð, hann er bara að reyna að bjarga marki. Það sem er verst í þessu er að hann kemst upp með þetta og yfirleitt er það jákvætt að ná að svindla svona. Það er orðið samþykkt að svindla til þess að vinna fótboltaleik og það er alvarlegt mál.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband Þóroddur Hjaltalín var í sviðsljósinu í Kaplakrika í dag. 13. september 2015 22:25 Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - ÍBV 3-1 | Sjöundi sigur FH í röð FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. 13. september 2015 00:01 Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur. 13. september 2015 20:13 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Atvikið sem allir eru að tala um | Myndband Þóroddur Hjaltalín var í sviðsljósinu í Kaplakrika í dag. 13. september 2015 22:25
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - ÍBV 3-1 | Sjöundi sigur FH í röð FH lagði ÍBV 3-1 á heimavelli sínum í 19. umferð Pepsí deildar karla í fótbolta. Staðan í hálfleik var 1-1. 13. september 2015 00:01
Löglegt mark ÍBV ekki dæmt gilt | Nú var heppnin með FH ÍBV skoraði að því er virtist jöfnunarmark gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld sem Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi ekki gilt. ÍBV hefði þar átt að jafna leikinn 2-2 en í stað vann FH 3-1 sigur. 13. september 2015 20:13