Guðjón Árni: Engin óeining í leikmannahópnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. september 2015 20:15 Guðjón Árni í leik gegn KR fyrr í sumar. Vísir/Pjetur Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag og segir Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, að það sé margt sem hafi farið úrskeðis í sumar. Guðjón Árni stefnir á að spila í þrjú ár í viðbót þrátt fyrir að hafa orðið fyrir höfuðmeiðslum í sumar. Keflavík tapaði í dag fyrir Val, 3-2, og féll þar með endanlega úr Pepsi-deild karla. Guðjón Árni segir að ýmislegt hafi mátt betur fara en að stjórnarkosning í vetur hafi ekki haft áhrif á leikmannahóp liðsins. „Þetta er búið að hanga yfir okkur lengi og við ætluðum að njóta þess að spila fótbolta í síðustu umferðunum. Það gekk að hluta til upp í kvöld en niðurstaðan engu að síður tap.“ Hann segir að sumarið hafi verið erfitt og að það sé ekki hægt að lýsa því nánar. „Það er bara svo margt sem hægt er að týna til og hægt að finna endalausar ástæður fyrir því að þetta fór eins og það fór.“ Keflavík var ekki spáð falli í vor en Guðjón Árni segist ekki hafa verið svo öruggur með sig og sitt lið í upphafi móts. „Það var bras á okkur í vetur og pínu værð yfir okkur - allt of mikil værð. Við mættum ekki klárir í mótið. Við ætluðum ekki að örvænta en svo varð það alltaf erfiðara og erfiðara að fara upp þessa brekku.“ Það var rætt um óeiningu innan félagsins í kjölfar stjórnarkosningar í knattspyrnudeildinni og að það hafi haft áhrif á leikmannahópinn. Guðjón Árni segir að það sé ekki rétt. „Það hefur verið nokkuð létt yfir þessu miðað við allt. Það fór fram stjórnarkosning en það kom leikmönnum ekkert við. Hvert félag þarf að ganga í gegnum slíkt.“ Frammistaða Keflavíkur í fyrri hálfleik í kvöld var góð en það var ekki nóg. „Við áttum séns á að jafna í lokin en það gekk ekki. Við spiluðum ágætlega en eins og svo oft áður þá náðum við ekki að dekka menn í teignum. Það varð okkur að falli í dag.“ Guðjón Árni fékk höfuðhögg í sumar og var því nokkuð frá. Hann hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli undanfarin ár en segist eiga nóg eftir. „Mér hefur ekki liðið jafn vel í þrjú ár. Ég fékk enn eina greininguna um að þetta væri ekki hættulegt, þrátt fyrir að ég hafi fengið svima.“ „Ég mátti ekki taka neinar áhættur sem og ég gerði. En það er erfitt að spila fótbolta án þess að taka áhættu en þetta hefur gengið vel hjá mér. Ég á þrjú ár inni,“ sagði hann og brosti. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Haukur Ingi: Ýmislegt sem má gera betur hjá Keflavík Haukur Ingi Guðnason segir að það kemur í ljós í lok tímabilsins hvort hann verði áfram í þjálfarateymi félagsins. Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:41 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag og segir Guðjón Árni Antoníusson, fyrirliði Keflavíkur, að það sé margt sem hafi farið úrskeðis í sumar. Guðjón Árni stefnir á að spila í þrjú ár í viðbót þrátt fyrir að hafa orðið fyrir höfuðmeiðslum í sumar. Keflavík tapaði í dag fyrir Val, 3-2, og féll þar með endanlega úr Pepsi-deild karla. Guðjón Árni segir að ýmislegt hafi mátt betur fara en að stjórnarkosning í vetur hafi ekki haft áhrif á leikmannahóp liðsins. „Þetta er búið að hanga yfir okkur lengi og við ætluðum að njóta þess að spila fótbolta í síðustu umferðunum. Það gekk að hluta til upp í kvöld en niðurstaðan engu að síður tap.“ Hann segir að sumarið hafi verið erfitt og að það sé ekki hægt að lýsa því nánar. „Það er bara svo margt sem hægt er að týna til og hægt að finna endalausar ástæður fyrir því að þetta fór eins og það fór.“ Keflavík var ekki spáð falli í vor en Guðjón Árni segist ekki hafa verið svo öruggur með sig og sitt lið í upphafi móts. „Það var bras á okkur í vetur og pínu værð yfir okkur - allt of mikil værð. Við mættum ekki klárir í mótið. Við ætluðum ekki að örvænta en svo varð það alltaf erfiðara og erfiðara að fara upp þessa brekku.“ Það var rætt um óeiningu innan félagsins í kjölfar stjórnarkosningar í knattspyrnudeildinni og að það hafi haft áhrif á leikmannahópinn. Guðjón Árni segir að það sé ekki rétt. „Það hefur verið nokkuð létt yfir þessu miðað við allt. Það fór fram stjórnarkosning en það kom leikmönnum ekkert við. Hvert félag þarf að ganga í gegnum slíkt.“ Frammistaða Keflavíkur í fyrri hálfleik í kvöld var góð en það var ekki nóg. „Við áttum séns á að jafna í lokin en það gekk ekki. Við spiluðum ágætlega en eins og svo oft áður þá náðum við ekki að dekka menn í teignum. Það varð okkur að falli í dag.“ Guðjón Árni fékk höfuðhögg í sumar og var því nokkuð frá. Hann hefur verið að glíma við höfuðmeiðsli undanfarin ár en segist eiga nóg eftir. „Mér hefur ekki liðið jafn vel í þrjú ár. Ég fékk enn eina greininguna um að þetta væri ekki hættulegt, þrátt fyrir að ég hafi fengið svima.“ „Ég mátti ekki taka neinar áhættur sem og ég gerði. En það er erfitt að spila fótbolta án þess að taka áhættu en þetta hefur gengið vel hjá mér. Ég á þrjú ár inni,“ sagði hann og brosti.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Haukur Ingi: Ýmislegt sem má gera betur hjá Keflavík Haukur Ingi Guðnason segir að það kemur í ljós í lok tímabilsins hvort hann verði áfram í þjálfarateymi félagsins. Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:41 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Haukur Ingi: Ýmislegt sem má gera betur hjá Keflavík Haukur Ingi Guðnason segir að það kemur í ljós í lok tímabilsins hvort hann verði áfram í þjálfarateymi félagsins. Keflavík féll úr Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:41
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Keflavík 3-2 | Keflavík fallið Keflavík féll í dag úr Pepsi-deild karla eftir 3-2 tap gegn Val í Pepsi-deild karla í dag. 13. september 2015 19:45